Sagnir - 01.04.1981, Page 36
34
manna fá ekki notið sín að fullu
nema menn beiti að einhvcrju taarki
fyrir sig eigin skoðunum á við-
fangsefninu. Ég álít að það komi
mun minna út úr mönnum ef þeir
reyna sífellt að sigla undir lilut-
leysisflagginu, sem oft vill raun-
ar ganga misjafnlega.
Þótt ég hafi ekkert annað en
gott að segja um íslenska sagnfræði
er ekki laust við að mér hafi fund-
ist hún hafa verið of einangruð að
mörgu leyti. Oft hefur mér þótt
skorta hjá íslenskum sagnfræðingum
að tengja ýmsa atburði hér á landi
straumum erlendis, að taka mið af
alþjóðasögunni. Ég hafð.i til dæm-
is gaman af því forðum þegar Ölaf-
ur Hansson skrifaði um Gissur jarl
og fór dálítið inn á það að tengja
sjónarmið Gissurar við ráðandi
stefnur úti í Evrópu um þetta leyti.
Sumir sagnfræðingar hér brugðust
ókvæða við þessu tiltæki Ölafs.
Þetta dæmi og mýmörg önnur bera
þess glöggan vott að viðhorf manna
til Sturlungaaldar hafa mótast af- Z
skaplega mikið af þjóðernistil-
finningu 19. og 20. aldar. Þessi
viðhorf hafa illu heilli skekkt
söguna oft og tíðum.
Islenskir sagnfræðingar hafa
að mínu áliti gefið sig allt of
lítið að hagsögu. Það er í raun
furðulegt að ekki skuli hafa ver-
ið nýttar ýmsar gagnmerkar heim-
ildir til að leggja drög að heil-
steyptri hagsögu. Ég nefni bara
Jarðabókina og Manntalið 1703
sem dæmi. Slíkar heimildir mundu
aðrar þjóðir líta á sem gullnámur
og sækja f þær í samræmi við það.
Að lokum vil ég geta þess í
sambandi við íslenska sagnfræði
að mér hefur þótt það allt of
ráðandi viðhorf meðal sagnfræð-
inga að ekki.beri að setja neitt
á prent fyrr en endanlega hafi
verið komist að hinu sanna varð-
andi viðfangsefnið. Menn virð-
ast vera haldnir ógurlegum ótta
við að allt sem þeir skrifi
verði rifið niður jafnóðum.
Alþýðu-kveldskemtun.
Vegna tillátsemi póstmeistara er mér iært að
endnrtaka eftirhermuskemtun mina hina siðustu
kl. 9 í kveld í Bárunni.
23 þættir = öll skemtiskráin siðasta. ♦
Aðgangur aðeins 50 aura öll sæti. ♦
Aðgöngumiöar seldir allan daginn (nema um^
messuna) i Bárubúð.
Bezta skemtunin, — ódýrasta
skemtunin, — seinasta skemtunin,
sem allir þurfa að njðta.
Kaupið miða í tima!
Bjarni Björnsson.
Hvert er viðhorf þitt til
'persónusögu?
Við söguritun verður auðvit-
►að að taka meira og minna mið
;af persónusögu. Sagan fjallar
[nú einu sinni um fólk, persónur
•í samfélagi. Persónusaga getur
'verið ágætt tæki til að segja
tsöguna þótt gæta beri þess að
-fara ekki út í öfgar í því efni.
Þú hefur mikinn áhuga á ætt-
fræði»
Já, vissulega. Ég hef grúsk-
að mikið í ættfræði og raunar
er væntanleg frá mér á næstunni
bók um Blöndalsættina. Ég tel
varhugavert að sniðganga ætt-
fræðina við sögurannsóknir. Við
megum ekki gleyma því að verk
manna og sögulegir atburðir eiga
oft rætur sínar að rekja til
ættarsambanda, Það sannar til
dæmis Sturlungaöldin.