Sagnir - 01.04.1981, Page 41
39
Þessir alþýðufræðimenn okkar
skrifa um ýmislegt sem mundi
annars týnast, Þeir skjóta
gjarnan inn í greinar sínar
ýmsum fróðleik, Gott dæmi er
að í einum þætti má lesa um
hvernig búið var til blek úr
sóti.
Þessir menn hafa einnig
bjargað frá glötun mörgum göml-
um handritum, sem aðrir hefðu
fleygt. Margir þeirra eru ekki
síður safnarar en skrásetjarar,
Vinsælt rit
Er áhugi Skagfirðinga mikill
á Skagfirðingabók og hvað eru
margir félagar í Sögufélagi
Skagfirðinga?
Það er svo mikill áhugi að
salan í Skagafirði stendur und-
ir kostnaði við útgáfu bókar-
innar, Þar fer hún nánast inn
á hvert heimili, Bönd okkar
við Skagfirðinga utan Skagafjarð-
ar eru hins vegar fremur ótraust
og eru innan við 300 kaupendur
utan héraðs að Skagfirðingabók,
Félagar í Sögufélagi Skag-
firðinga teljast allir þeir sem
kaupa Skagfirðingabók, Fundir
í félaginu eru fáir og eru þeir
alltaí haldnir fyrir norðan,
Félögum hefur farið fjölgandi
ef eitthvað er, en þetta tengist
annars dreifingarmálum, Það er
ákaílega góður maður "póstur''
fyrir norðan, sem fer inn á
hvert heimili í Skagafirðinum,
Sá heitir Björn Egilsson frá
Sveinsstöðum, sem þar hefur
reynst ómetanleg hjálparhella,
Burt
með bannið!
Setjið X við ]á!