Sagnir - 01.04.1981, Síða 45
43
undanförnum áratugum en engu
að síður biðja fróðleiksfúsir
menn,unnendur sögu,um aðgengi-
legt efni,léttan og læsilegan
textaaSagnfræðingar ættu að
taka sig á og gera meira af
því að setja fram niðurstöður
rannsókna sinna í formi fróð-
leiksþátta í hefðbundum stíl
eftir því sem unnt reynist,
Slíkt er vænlegt til að eyða
misskilningi og ómaklegri gagn-
rýni og vekja jafnframt áhuga
almennings á sviðum sem hafa
verið hálfgerð einkaeign háskóla-
menntaðra sagnfræðinga,
Hvaff geta akademískir sagnfræffingar lært
af hinum alþýfflegu?
Iðkendur þjóðlegs fróð-
leiks virðast ýmsir þekkja
sína lesendur vel,munu þykj-
ast vita að vafningalaus frá-
sögn sé tekin fram yfir vanga-
veltur,lifandi framsetning,
stílbrögð og bragðmikið málfar
fram yfir varnagla og persónu-
saga og drama fram yfir texta-
i’ýni , stof nanasögu og hagsögu-
leg viðhorfaOg unnendur þjóð-
legs fróðleiks geta oftast
treyst því að fá í bókum sem
falla undir þessa grein sinn
heðbundna skammt um náttúru-
hamfarir,mannskaða,dómsmál og
dularfulí fyrirbrigði,
Háskólamenntaðir sagnfræð-
ingar hafa ótrú á persónusögu
sem frásagnarformi eða umgjörð
um sagnfræðilega rannsókn enda
etv,eðlilegt sé tekið mið af
hvernig hún hefur verið stund-
uð hérlendis, Mér virðist þó
mjög misráðið að ekki skuli
fleiri iðka þá list að tengja
Persónusögu og þjóðarsögu,að
skoða þjóðarsögu út frá lífs-
hlaupi einstakra manna og setja
slíkt fram í aðgengilegu formi,
Krydd er nauðsynlegt til að
örva bragðlauka og lyst,ein-
stök forvitnileg tilvik,td3
°upplýstur þjófnaður eða manns-
hvarf,geta örvað ímyndunarafl
°g vakið góðar spurningar séu
Þau sett í samhengi við mikil-
v*ga þætti rannsóknar.Áberandi
að háskólamenntaðir sagn-
fræðingar forðast mjög margir
a3 'krydda” skrif sín sem eiga
a3 koma fyrir almennings sjón-
lr,Skýringin kann að vera sú
a® raenn vilja forðast allt sem
rainnir á þjóðlegan fróðleik
enda má segja að sum verk í
þeirri grein séu eintómt krydd,
Það er vandi að láta kryddið
koma á réttum stað í fræðilegri
ritgerð,jafnan hætt við að það
virðist dautt og óviðkomandi
meginefni„Mikilvægt virðist þó
að nota jafnan tækifæri í þessu
efni,jafnvel þótt það kosti
yfirlegu og mikla glímu við
textann,
Flestir háskólamenntaðir
sagnfræðingar rembast við að
skrifa fremur knappan en skýr-
an stíl sem verður oftast ó-
persónulegur ,þurr og tilbreyt-
ingarlítill.Almennur íslenskur
lesandi hefur þó jafnan sýnt
smekk fyrir bragðmiklum stíl,
kann vel að meta ýmis stílbrögð
og er fús að fyrirgefa margt
sem missagt er eða vafasamt sé
það "vel skrifað"»Háskólamennt-
aðir sagnfræðingar ættu vel að
geta gerst persónulegir í fram-
setningu og hleypt fjöri í stíl
sinn á stundum án þess að slá
af fræðilegum kröfum,
Yi'ðu háskólamenntaðir sagn-
fræðingar ekki fullsæmdir af
því að bækur þeirra yrðu flokk-
aðar með þjóðlegum fróðleik
og nytu hylli hins almenna
lesanda hafi þeim jafnframt
tekist að uppfylla þær fræði-
legu kröfur sem gerðar eru á
háskólastigi?