Sagnir - 01.04.1981, Síða 50
48
bifur á þessari stétt sem fyrr
og árin 1265 og 1314 VSf t*-1,
deemis ákveðið að setja ðskilvísum
lausamönnum stðlinn fyrir dyrn-
ar.16) En valdamönnum var síður
en svo í mun að útrýma lausa-
mönnum að fullu og réttarbðt
Magnúsar konungs frá um 1350
skýrasta sönnun þess. í þessari
réttarbót um lausamenn segir svo:
Nú eru það lausamenn, sem tí-
und gera til þriggja hundraða
og úr því skulu eiga fimm
hundruð og þaðan af meira bú-
lausir og ógiftir. Þeir skulu
gjalda kóngi skatt, tuttugu
álnir á hverjum misserum,fyr-
ir það þeir mega að ósekju
fara með kaup sín og varning
sunnan sunnan lands og norðan,
austan og vestan. Þær tuttugu
álnir heita lausamannatollur,
ei er lausamaður ella.17)
Eins og fram kemur í þessu ákvæði
var lausamennska nú leyfð með
lögum,en skilyrðin, sem sett voru
fyrir lausamennsku, voru mjög
hörð. Eignaskilyrðið, tíundar-
skilyrðið og tollgreiðsluskilyrð-
ið voru án efa hindrunarráðstaf-
anir og ekki var laust við að
menn reyndu að smeygja sér undan
þeim á ýmsan hátt. Virðist til
dæmis að menn hafi ráðið sig í
vistir til að komast hjá lausa-
mennskuskilyrðum en ekki viljað
vinna er til kastanna kom heldur
haldið lausamannsháttum.18)
Segja má að fyrrgreind réttar-
bðt endurspegli breytt viðhorf
gagnvart lausamönnum í kjölfar
vaxandi fiskveiða. Þörfin fyrir
hreyfanlegt vinnuafl hafði aukist
og löggjafinn varð að sætta sig
við takmarkaða lausamennsku.
Hins vegar var reynt að skipu-
leggja kjör þeirra sem hana stund-
uðu með ákvæðum um eignalágmark
og tollgreiðslukvöð. Þannig va
ætlunin að koma eignalitlum
lausamönnum fyrir kattarnef.
Ýmsir hinna eignalitlu lausaman
virðast samt hafa haldið upp-
teknum hætti og stundað lausa-
mennsku áfram í blðra við laga-
ákvæðin. Það voru þessir menn,
sem valdhafarnir þurftu að berj
ast gegn á komandi tímum. Hini
sem voru svo fjáðir að geta upp
fyllt skilyrðin fyrir löglegri
lausamennsku voru aftur á móti
hðlpnir.
Fyrrgreind réttarbðt Magnús-
ar konungs Eiríkssonar frá um
1350 fjallar ekki eingöngu um
lausamenn. Búðsetumenn fá líka
sinn skammt:
Nú eru þeir menn, er.minna f
eiga og þó lausir séu, -skul
búðarmenn hei.ta eður sjðmenn
Þeir skulu kðnginum þá hlýðn
sýna að selja honum eður han
umboðsmanni þar hvaðsem það
þeir hafa til sölu af þarf-
indum ef hann það girnist
fyrir jafnt fé og aðrir bjðð
ella skulu þeir bændum þjóna
ef með þurfa„19)
Eins og hér kemur fram voru búð
setumönnum ekki sett eignaskil-
yrði eins og lausamönnum. Þeim
var einungis gert skylt að selj
konungi afurðir sínar við sama
verði og öðrum.
Búðsetunni hafði mjög vaxið
fiskur um hrygg á þessum upp-
gangstímum fiskveiða. Það var
síður en svo hagur valdamanna
að við henni væri spornað á með
an fiskútflutningur var jafn
mikilvægur og mikill og á þessu
tíma. Og meðan útvegsþændur
höfðu jafn sterk tök á búðsetu-
mönnum og raun bar vitni var
sjálfsagt að veita þeim laga-
legan rétt fyrir tilveru sinni.
Tökin hert
Vinnufðlksekla einkenndi 15.
öldina. Plágan mikla í upphafi
aldarinnar hjó stórt skarð í
mannfjöldann og fleiri sóttir
geisuðu á öldinni. Vinnufólks-
skortur þjakaði landbúnað og er-
lendir útgerðarmenn bættu gráu
ofan á svart fyrir bændur með Þ
að lokka til sín vinnuafl.
Englendingar hófu hér útgerð
upphafi aldarinnar og undir lok
hennar voru Þjóðverjar einnig
komnir í spilið. Englendingar
höfðu mikil umsvif hér á landi