Sagnir


Sagnir - 01.04.1981, Side 53

Sagnir - 01.04.1981, Side 53
51 ir löglegri búðsetu eða lausa- mennsku. En þrátt fyrir boð og bönn virðist fólk hafa flykkst til fiskveiðistaðanna. Við þessu vildu valdhafar stemma stigu og voru felldir ýmsir dómar, sem þetta vörðuðu. Þannig var til dæmis kveðið svo á í Alþing- isdómi Ara Jónssonar lögmanns um lausamenn 1531 að þeim sem ekki vildu vinna hjá bændum skyldi refsað með 6 keyrishögg- um.27) Arið 1538 felldi^svo hirðstjóri harkalegan dðmsúr- skurðs sem Þorkell Jðhannesson segir að hafi verið tilraun til að stöðva straum vinnufólks úr sveitum til sjávarsíðunnar.28) Þessi úrskurður fjallar um "lausafólk karla sem kvinnur og ekki vilja vinna með brendum eða nauðkaupa menn með sínu okri." Þar segir m.a! Fyrirbjóðum vér að nokkrir lausamenn meti sig til fjár eða nokkurskonar maður gjaldi þeim eður gefi þeim peninga fyrir sína þjðnustu utan þá sem með ákvæðum vinna og lög- bók mælir ekki í móti. En hver lausamaður sem öðruvísi gjörir en nú er skylt og vill ei vinna ef honum er boðinn matur og föt svo og ef nokkur af fyrirskrifuðu fólki karl eður kvinna gengur á vonarvöl og þiggur ölmusu og er þó verkfær^og ósjúkur, hann skal engan rétt á ser eiga...29) Flest bendir til að með ofan- greindum dómsúrskurði hafi eink- um verið ætlunin að gera atlögu að ólöglegum lausamönnum, þeim sem ekki gátu uppfyllt margnefnd skilyrði fyrir lausamennsku frá um 1350. Hinir löglegu lausa- menn gatu að öllum líkindam far- ið sínu fram án þess að löggjaf- inn amaðist við.30) Kaupför berjast um hafnir á íslandi(Olaus Magnus 1555). Arið 1544 var lát- ið til skarar skríða gegn erlendri útgerð á íslandi. Eignir útlendinga voru gerðar upptækar og útgerð þeirra þannig veittar nábjargirnar. Lokaortf 1 þessari grein hefur verið reynt að varpa nokkru ljósi á sögu búðsetumanna og lausamanna fram til siðaskipta. Er vert að lokum að fara nokkrum orðum um stöðu þessara tveggja stétta um 1550. Hvort tveggja, búðseta og lausamennska, var leyfilegt sam- kvæmt lögum en skilyrði voru sett þeim er löglega vildu telj- ast til þessara stétta. Skilyrðin fyrir lausamennsku höfðu verið sett um 1350 og eignaskilyrðin fyrir búðsetu komu með Píningsdðmi 1490. Með skilyrðunum fyrir búðsetu og lausamennsku var ætlunin að halda stéttunum tveim í skefj- um og þeim sem ekki gátu upp-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.