Sagnir - 01.04.1981, Síða 55
53
Bjarni Kjartansson:
Aff nema fyrir „westan”
Veturinn 1979-80 dvaldist
undirritaður við sögunám á B.A.-
stigi við University of Michigan
í Ann Arbor í Bandaríkjunum.
Fyrir tilstilli Félags sagnfræði-
nema naut ég styrks úr Stúdenta-
skiftasjóði til að gera smá sam-
antekt um fyrirkomulag námsins.
Fer hún hér á eftir og er víst
vart seinna vænna.
Svo ég taki þann handhæga pól
í hæðina að skoða hvað í námstil-
högun er frábrugðið því sem við
eigum að venjast hér heima, þá
hnvtur maður fyrst um vissar tak-
markanir á valfrelsi. Því fer
fjarri að hægt sé að velja að
vild úr þeim tugum námskeiða sem
í boði eru, því þau eru flokkuð
i fimm hópa eftir þyngd. Fyrsta
ars nemar taka námskeið úr létt-
asta flokknum sem eru ætluð til
inngangs og kynningar. Nemar sem
eru komnir fast að B.A.-prófi
velja námskeið úr þyngstu flokk-
unum, en í þeim eru gerðar miklu
meiri kröfur til vinnubragða og
bekkingar á aðferðafræði. Einnig
eru gerðar skýrar forkröfur inn
1 sérhæfð námskeið. Fyrir "Intell-
ectual History of the Ancáent
Near Eastern and Pre-Classical
Mediterranean World" svo dæmi sé
tekið, verða nemendur að hafa lok-
ið a.m.k. einu námskeiði í^forn-
aldarheimspeki, f ornaldarbókmennt-
um, eða fornaldarsögu, vera á
Þriðja eða fjórða ári, og vel
lsesir á minnst eitt tungumál ann-
að en ensku. Höfuðkosturinn við
þessa skipan er tvíþættur. Nem-
endur í einstökum námskeiðum
standa flestir á nokkuð svipuðum
þekk'mgargrunni og er námsþyngd
°g yfirferð miðuð við hann. Það
er því lítil hætta á að nemendur
hellist úr lestinni af því að
þeim þyki námið annaðhvort þungt
eða létt og le.iðilegt. Þegar nem-
endur fikra sig upp í þyngri flokk
námskeiða er gert ráð fyrir því
að þeir hafi aukið talsvert við
kunnáttu sína í þeim vinnubrögð-
um sem greinin byggir á. Þótt
einstök námskeið í aðferðafræðura
og söguheimspeki séu í boðj., þá
má segja að viss þekking á þeim
þáttum sé á skemmtilegan hátt
felld inn í hið almenna sögunám.
Hvað próf varðar, þá er fyrir-
komulag þeirra þægilegt fyrir
nemendur^jafnt sem kennara. Loka-
prof í námskeiðum vega sjaldnast
meira en 40$ af heildareinkunn,
afgangurinn er borinn uppi af