Sagnir - 01.04.1981, Page 71
69
Þórunn Valdimarsdóttir:
Nokkur ord um sjón
og sðgu
Að hve miklu leyti er sögu-
leg innlifun sjðnræn?
Nota áhugamenn um sögu mynd-
efni í tengslum við það sögulega
viðfangsefni sem þeir fást við?
Það er varla réttlætanlegt að
spyrja sig svo óræðrar spurning-
ar sem þeirrar hvernig sagnfræð-
ingar "sjái" söguna, Menn fást
jú við hin ólíkustu snið af for-
tíðinni, sneiða hana niður út
frá hinum ýmsu sjónarhornum og
nota ólíkar tímaviðmiðanir x úr-
vinnslu sinni.
Er viss söguskoðun blind í
þeim bókstaflega skilningi að
hún tengist ekki sjónrænum leif-
um fortíðarinnar? Við höfum til
dæmis mjög takmarkaða vitneskju
um sviðsetningu íslandssögunnar,
en því má kenna um hversu stutt
sögurannsóknir hér eru á veg
komnar„
Myndefni auðgar vitneskju
vora um fortíðina og er beinlínis
nauðsynlegt til að gefa veruleik
fyrri alda raunverulegan svip í
huga manns. En visst myndefni
er jafnframt lykillinn að horfnum
hugsunarhætti„ Aður en prentað
mál varð útbreitt voru myndir
hlaðnar táknum, sem höfðu flókið
merkingarlegt gildi. Miðalda-
menn .lærðu "minnislist" 1 sam-
hengi við mælskulistina„ "Minn-
islistin" fólst í grófum dráttum
í því að breyta huglægum ímyndum
í myndræn tákn(sjá ijiynd). Hugar-
heimur miðalda átti sér myndræna
hliðstæðu og upplýst fólk þeirra
tíma lagði vissan skilning í
tákn, sem eru nútímamanninum ó-
skiljanleg. Sambærilegt tákn-
mál í nútímanum er helst að
finna í notkun umferðarmerkja.
Skilningur okkar á miðöldum
hlýtur því að vera takmarkaður
ef við skiljum ekki það tákn-
mál sem felst í myndmáli þeirra
tíma,
Ný tegund söguskoðunar, sem
kennd er við "mentalité"(huglæg
saga), leggur mikið upp úr mynd
lestri. Hún hefur eins og sér-
hver ný söguskoðun eitthvað
nýtt til málanna að leggja og
býðst til að fylla upp í dimman
hluta hinnar óræðu myndar. Hag