Sagnir - 01.04.1981, Side 76
74
allan daginn, alla daga. Ekk-
ert veit ég hvað orðið he-fir af
öllura þeim rayndura." 3
í London fékk Kjarval ekki
inngöngu í The Royal Academy of
Arts, en engu að síður lærði
hann heilmikið, því hans skéli
voru listasöfn borgarinnar,
Margar myndir hans frá þessum
tíma, og iengur, bera það með
sér að hann hefur orðið fyrir
áhrifum frá enska málaranum
Joseph Mallord William Turner.
Kjarval dvaldist aðeins einn
vetur í London og sumarið 1912
fér hann til Kaupmannahafnar og
hóf nám við Konunglega akademíið.
Þar gekk hann síðan undir loka-
próf vorið 1918. í Akademíinu
Skólaár í Danmörku. 1918
lærði Kjarval ýmislegt en æði
oft var það, sem hann sniðgekk
gamalgrónar venjur sem ráðandi
voru. Hann sýndi fljótt hve
sjálfstæður hann var í list
sinni .
í ágúst 1913 hélt Kjarval
málverkasýningu í Iðnskólanum.
í því tilefni skrifaði Einar
Benediktsson m.a,:
J.K. er ennþá óíullger lista-
maður í teikning. En það
sem hann hefir gert nú þegar
með litunum, sýnir að hann
hefir óalgenga gáfu til þess
sem hann hefir lagt fyrir
sig. Hugsjónir hans eru háar
og víðar; þær eru taumlausar
og varla hans eigið viðfangs-
efni sumar hverjar . . . JK.
á efalaust þá frumlegustu gáfu
og bestu hæfileika til þess að
verða listmálari sem komið
hefi fram hér síðan Sigurður
Guðmundsson var uppi. 4
Þetta eru stór orð og greini-
legt er að Einar batt miklar von-
ir við listamanninn og þær vonir
rættust að mestu eins og endur-
speglast í skrifum Einars síðar.
Enn hélt Kjarval sýningu í
október 1914 og þá í Vinaminni
í Reykjavík. Lögrétta benti
fólki á þennan listamann: "...
En það er ýmsum kunnugt af því,
sem hann hefur sýnt hér áður,
að málverk hans verðskulda at-
hygli."5
Ekki virðist þó þessi sýning
hafa vakið mikla athygli ef dæma
má eftir blöðunum. Sýnu meiri
athygli vakti "frelsisskjöldur"
sá er Kjarval var beðinn um að
teikna 1918. Skjöldurinn var
eins konar arftaki minningar-
skjals Benedikts Gröndals og
var gerður í tilefni þess að
nýtt tímabil var að hefjast í
íslenskri sögu, frelsistímabil-
ið. Þetta var veggskjöldur og
átti að seljast víða um Norður-
lönd.
Ríkharður jónsson sagði svo um
skjöldinn: "Veggskjöldur þessi
er stórhreinlegur mjög, jafnt
að gerð sem hugsun, og vel
ígrunduð innsigli þéssara tíma-
móta."6
Ekki voru þó allir sammála
Ríkharði um ágæti skjaldarins
því Argus sagði:
Ég hefi verið að bíða eftir,
að einhver segði hreinskiln-
islega sannleikann um plötuna,
sem hann Kjarval hefir búið
til í minningu hins nýfengna
fullveldis, , . . . í mínum
augum er platan listamannin-
um Kjarval til skammar. öll-
um, sem einhverja ögn hafa
af listíengni og fegurðartil-
finningu, hlýtur að þykja