Sagnir - 01.04.1981, Qupperneq 79
77
að margir eigi í erfiðleikum
með að skilja þau í fyrstu at-
rennu og sumir jafnvel ekki í
annarri. Enginn mælti þó á móti
því að verk Kjarvals væru list,
alltént ekki opinberlega. Ýmis-
legt bendir þó til þess að fólk
hafi ekki verið alls kostar
ánægt með list Kjarvals, t.d.
grein sem birtist í Morgunblað-
inu 31; maí 1919. GreinarhÖf-
undur sagði m.a. um myndir Kjar-
vals: " . . . Ég sá þær ekki
til nokkurar hlítar, fyrr en ég
kom að skoða þær í þriðja sinn.
Þá fyrst fór ég óhræddur ut frá
þeim." Síðan sagði : "Ég hefi
engan hitt, sem séð hefir sýningu
Kjarvals. sem eklti hefir fundið
til þess, að eitthvað alveg sér-
stakt sé um litina í myndum hans,
eitthvað sem seiði." Og lokaorð-
in voru áskorun til Islendinga :
". . . , Mundi . . . ekki tíma-
bært, að landar hans, þeir sem
það gætu, keyptu vægu verði ýmis-
legt það, sem hann þegar hefir
vel gert?"
Þessi grein bendir til þess
að ekki hafi allar myndir meist-
arans selst og einnig til þess
að ekki hafi aðsóknin verið ol
mikil. Þá heíur það án efa vei’ið
óalgengt og nýjung fólki að þurfa
að fara mörgum sinnum á sömu sýn-
inguna til þess að reyna að
höndla málverkin á þann hátt sem
venjan hafði skapað, Ekki hefur
það verið til þess að kynda undir
vinsældir Kjarvals að hann skuli
hafa verið svo torskilinn sem
raun ber vitni .
Eftir þessa fyrstu sýningu
Kjai'vals á íslandi ef'tir að námi
lauk má draga þá ályktun að við-
tökurnar hafi verið á þann veg
að hann var talinn mjög einkenni—
legur listamaður og torskilinn í
meira lagi. Vinsældir hans hafa
ekki verið meiri en svo að allar
myndir hans virðast ekki hafa
selst og reynt var að halda uppi
vörnum fyrir hann í dagblöðunum.
Enginn vaið þó til þess að setja
alvarlega út á hann a opinberum
vettvangi en fáir vii'ðast hafa
skilið hvað hann var að fara í
1ist sinni.
í blaðadómum voru notuð orð
sem erfitt er að höndla, eins og
t.d. ævintýralegur, tröllslegur,
stórfenglegur, einkennilegur,
undrageimur, hátíðleiki. Menn
skynjuðu að þarna var eitthvað
nýtt á ferðinni en vissu ekki
alveg hvernig ætti að bregðast
við .
í byrjun ágúst 1919 hé?c Kjar-
val óopinbera sýningu að Mið-
stræti 8. Hann var þá nýkominn
vestur af Snæfellsnesi. Enn
voru menn ekki alveg tilbúnir
til að meðtaka myndir hans:
Litir eru hjá honum sterk-
ari og nokkuð öðruvísi en
menn hafa átt að venjast
lijá listmálurum okkar og
ekki auðvelt að átta sig
á sumum myndunum í fyrstu.
En þær eru stóríengfegar
margar og sumar framúr-
skai'andi fallegar. Sér-
kennilegur er Kjai'vaf í
list sinni, en hann er
listamaður af innsta eðli,
og allt, sem eftir hamig
liggur, er hrein list.
Á sama stað var talað un
hina "einkennilegu list hans" .
Síðari hluta ágústmánaðar
191-? hélt Kjai'val sýningu í
húsi K.F.U.M. Enn var skilning-
ui'inn á 1 is tamanni nun nok<uð
á sama veg og áður. Menn reyndu
að skýi'a hvers vegna hann væri
eins og hann var : Myndirnar eru:
... einkennilegar og ti1 —
komumiklar. ... Kjarval
málar íslenska náttúru
nokkuð á annan veg en aðrir
málarar vorir og er óvíst
að allar myndir hans falli
mönnum jafnvel í geð. En
þvi má ekki gleyma, að mál-
ai'inn er ekki ljósmyndari,
mark hans er ekki alltai
að sýna náttúruna nákvæm-
lega eins og hún er. ...
Það sem greinir Kjarval frá
öðrum íslenskum málurum er
aðallega þetta, að hann
ætlar sköpunargáfu sinni