Sagnir - 01.04.1981, Page 80
/8
meira svigrúm en hinir,
gengur skrefi lengrs ð'n
þeir í þvi, að skapa af
anda sínum, lætur náttúr-
una frjóvga hugmyndalíf
sitt, en varast að láta
kúga það.
Síðan kom fram skörp samstaða
með Kjarval: "Allir sem unna
djörfum dráttum og ljúfum litum
eiga að sjá sýningu Kjarvals."
Allt ber að sama brunni. Kjar-
val var illskiljanlegur í list
sinni og "fantasíurnar" féllu
ekki alveg í kramið hjá íslensku
fólki sem var nýstigið upp úr
harðri sjálfstæðisbaráttu þar
sem þjóðlegar bókmenntir voru
notaðar sem vopn. Listamaðurinn
sjálfur var talinn einkenni-
legur og lýsing sú sem birtist
í Tímanum 7. júní 1919 sýnir vel
þann dularhjúp sem umhverfði
meistarann í augum almennings:
Jóhannes er mikill vexti,
því nær 3 álnir á hæð, og
fornmannalegur í útliti.
Líkur íslensku fjalli á
baksvipinn. Hann er fölur
í andliti, nokkuð stórskor-
inn, hárið mikið, dökkt,
ekki hrokkið. Hann er oft-
ast nokkuð þungbúinn og
hugsandi, röddin djúp og
skýr .
í september 1919 var opnuð
fyrsta íslenska listasýningin
á vegum Listvinafélagsins. Þar
sýndu fjölmargir listamenn og
þar á meðal Kjarval. 7. sept-
Skógarhöll