Sagnir - 01.04.1981, Síða 91
89
Forsendur fyrir myndun„Vidreisnar”
Á árunum 1959-1971 sat hér
við völd samsteypustjórn Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks.
Hefur hún oftast verið nefnd
"Viðreisn" eða "Viðreisnar-
stjórnin", eftir þeim bæklingi,
er hún gaf út í upphafi valda-
tíma síns, þar sem fyrirhugaðar
aðgerðir í efnahagsmálum voru
kynntar.
Það sem einkum er athyglis-
vert við stjórn þessa, er hve
lengi henni tókst að sitja, eða
heil tólf ár (þrjú kjörtímabil)
og hélt hún velli í tveimur
kosningum 1963 og 1967. "Við-
reisnarstjórnin" var fyrsta
stjórnin frá því 1941, sem tókst
að halda út heilt kjörtímabil.
Á tímabilinu 1941-1959 sátu hér
10 ríkisstjórnir og var því
meðalsetutími innan við tvö ár.
Annað atriði, sem er athygl-
isvert við stjórn þessa, er að
þarna tókst ólíkur flokkum,
sem samkvæmt skilgreiningunni
ættu að mynda andstæður, að ná
upp góðu og nánu samstarfi.
M.a. til að skýra þetta,
verður nú gerð grein fyrir því
sem kalla má þrjár meginforsend-
ur fyrir myndun Viðreisnar.
í fyrsta lagi verður að hafa
hugfast að allt frá stofnun
Alþýðuflokksins 1916 hefur hann
verið að færast til "hægri",
eða í átt að miðju, í íslenskum
stjórnmálum. Segja má að hann
hafi í áföngum losað sig við
mesta vinstri fólkið. Fyrsti
klofningurinn var 1930, þegar
Kommúnistaflokkurinn var stofn-
aður, síðan 1938, þegar vinstri
armur Alþýðuflokks myndar ásamt
K.í., Sameiningarflokk alþýðu
Sósíalistaflokkinn, og 1954
klýfur Málfundafélag Jafnaðar-
manna sig frá flokknum. Einnig
gengu þó nokkrir Alþýðuflokks-
menn í Þjóðvarnarflokkinn 1953.
Samfara þessu virðist viss
hægri þróun hafa átt sér stað
innan flokksins, og kom það
m.a. fram í vali á forystumönn-
um. Það er svo þessi "flótti"
frá upprunalegri stefnu, sem
gerði hið langa samstarf við
Sjálfstæðisflokkinn kleift.
önnur forsendan er svo "mið-
sækni" Sjálfstæðisflokksins.
Flokkurinn hafði í samræmi við
breyttar þjóðfélagsaðstæður
og atvinnuskiptingu slakað á
einstaklingshyggju sinni og
ólafur Thors, fyrsti forsætis-
ráðherra Viðreisnar
tekið upp frjálslyndari stefnu
til að halda forystuhlutverki
sínu í íslenskum stjórnmálum.
Þessi stefnubreyting x átt til
aukinnar félagshyggju kemur
eiginlega fyrst fram í Nýsköp-
unarstjórninni 1944-46, Ekki
hafa allir innan flokksins sætt
sig við þessa miðsækni og hafa
þar verið fremstir í flokki
talsmenn kaupmanna og heildsala,
Á allra síðustu árum hafa
raddir svokallaðra frjálshyggju-
manna orðið æ háværari innan
flokksins, Líta má á Lýðveld-
isflokkinn 1953 og Stjórnmála-
flokkinn 1978 sem klofning úr