Sagnir - 01.04.1981, Side 97
95
um mörkuðum.úrsiitum og því er
verðlag útflutningsafurða óstöð-
ugt. Alveg fram til 1967 var
eftirspurn eftir íslenskum sjáv-
arafurðum mikil og jókst ár
frá ári.
Aukið aflamagn átti fyrst
og fremst rætur sínar að rekja
til aukningar á síldarafla.
Þorskafli minnkaði á þessum
árum og öll áhersla var lögð á
síldina, Nær öll ný fjárfest-
ing í sjávarútveginum fór í
síldveiðarnar, þ.e. verksmiðjur
og vinnslutæki.17 siík ein-
hæfni bauð ýmsum hættum heim
eins og átti eftir að koma í
ljós. Aukinn afli kom í kjöl-
far hagstæðra sveiflna fiski-
stofna og þá fyrst og fremst
síldarstofnsins, nýrrar veiði-
tækni,stóraukins flota og fram-
fara í fiskileitartækni samfara
vaxandi þekkingu á síldarstofn-
inum og hegðun hans.l®
Þau atriði, sem hér hafa ver-
ið nefnd höfðu það í för með
sér að afkoma þjóðarbúsins stór-
batnaði og almenn hagsæld jókst
til mikilla muna. Hér á eftir
verða nokkur töluleg dæmi
tínd til,19
Á árabilinu 1962-1966 jókst
"verg" þjóðarframleiðsla að með-
altali um 8,9°< á ári. Vöxtur
þjóðartekna jókst á sama tíma
um 10,2‘fo á ári og útflutnings-
tekjur um 13,l«o, Þjóðartekjur
á mann jukust um 8,3rt og þjóð-
arframleiðsla á mann um 7,CK.
Þessar tölur tala sínu máli og
sýna best hvað þessir upp-
gangstímar voru miklir, senni-
lega þeir mestu í sögu efna-
hagsmála hér á landi, Hið
aukna verðmæti aflans kom fram
í stórauknum gjaldeyristekjum,
og staða þjóðarbúsins út á við
varð mun hagstæðari. Á þessu
tímabili var það líklega eins-
dæmi að þjóðir nytu slíks bata
á viðskiptakjörum sem íslending-
ar og hagvöxtur var meiri en í
nokkru öðru ríki innan OECD,
að frátöldu Japan.^O
En hvernig var þessum sívax-
andi þjóðarauði skipt? I því
sambandi er fróðlegt að kanna
ástandið á vinnumarkaðinum á
tímabilinu. Eins og kom fram
hér að framan, þá var eitt at-
riði "viðreisnaraðgerðanna"
að verðtrygging launa skyldi
afnumin, Afleiðing þessa var
Þjóðartekjur á vinnandi mann og á íbúa, vísitölur atvinnutekna og
kaupmáttar atvinnutekna.