Sagnir - 01.04.1981, Page 102
100
Sigurgeir Þorgrímsson:
Sagnfræd’inám viff
Árósaháskóla
Háskólar í Danmörku eru nú
fimm auk háskóladeildar í Es-
bjerg, sem er yngst og aðallega
hugsuð fyrir kandídata. Háskól-
arnir í Kaupmannahöfn, öðins-
véum og Arhúsum eru hefðbundnir
háskólar en háskólarnir í Hró-
arskeldum og Álaborg eru aðeins
um fimm ára gamlir og kallaðir
opnir háskólar þar sem megin-
áherslan er lögð á að útskr.ifa
kennara og deildauppbyggingin
er önnur. Til dæmis er sagan
kennd í félagsvís.indadeild og
nemendur verða að læra sam-
félagsfræði áður en að hinu
raunverulega sagnfræðinámi kem-
ur. Eru ekki allir nemendur
hrifnir af þessu að því er mér
var tjáð. öánægjan er þó ekki
minni í sagnfræðináminu í hin-
um þremur háskólunum en vegna
aivarlegs atvinnuleysis hjá
sagnfræðingum eins og flestum
háskólaménntuðum mönnum öðrum.
hefur verið tekin upp sú stefna'
að skera niður fjárveitingar
til gömlu háskólanna. Opnu
háskólarnir eru svo nýbyggðir
að þar er mikið húsrými sem
hægt væri að nýta betur.
Algengt er að útskrifaðir
háskólamenntaðir menn fari á
þriggja ára atvinnuleysistyrk.
Þeir þurfa ekki að láta skrá
sig nema á mánaðarfresti og eru
á fyrsta ár.i á fullum sérfræð-
ingslaunum og þar af er fyrsta
hálfa árið skattfrjálst.
Niðurskurður fjárveitinga
hefur bitnað helst á yngstu
kennurunum og var mér sagt
að í ráði væri að leggja niður
kennslu þeirra á næstu sjö
árum. Þetta hefur valdið mik-
illi úlfúð hjá nemendum þar sem
ungu kennararnir hafa einkum
farið með nemendur sína í vett-
vangsrannsóknir þar sem þeir
hafa kennt þeim að taka viðtöl
við fólk úti í sveit og á vinnu-
stöðum þess.
Nemendur telja að verði yngri
kennararnir látnir hætta störf-
um muni kennslan falla aftur í
form hinna stöðnuðu fyrirlestra
eidri kennaranna sem þeir telja
úrelta.
Við hverja grein starfa náms-
ráðgjafar(studievejleder), sem
eru nýútskrifaðir sérfræðingar.
Byggist eftirfarandi grein á
viðtölum mínum í sumar við náms-
ráðgjafann í sagnfræði við
Árhúsaháskóla, Per Overgárd
Nielsen, auk viðtala við full-
trúa sagnfræðinema í Sagnfræði-
stofnuninni(Historisk fagudvalg,
Historisk Inst.itut) .