Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 58

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 58
200 HELGAFELL hvatcrr, sem útrás þurfti að fá, fyrr hafði honum ekki fundizt hann hafa hlotið upp- reisn einhverrar þeirrar niðurlægingar, sem hann ekki gat með nokkru móti unað'' (bls. 166). Það var svei mér gott að minni- máttarkenndin fékk svona rækilega útrás, og að hinir kaghýddu synir Jóns Lofts- sonar fengu ekki heldur nýja minnimátt- arkennd af þessum málalokum, því að fáum árum síðar fela synir Sæmundar í Odda Snorra að skipta arfi með þeim, og dóttir Sæmundar telur, að hann hafi verið að undirbúa bónorð við hana, — og enn ekki löngu síðar gerir hann helmingafélag við bróðurdóttur Sæmundar. Þetta verður að teljast allsæmilegur sigur á hatri til ættar, sem hefir faric eir s illa með mann og Odda- verjar með Snorrc, ef trúa má kenningu síra Gunnars. „Það er hinn örlagaríki veruleiki í sam- bandi við persónu Snorra Sturlusonar, að hann lifir ekki og hrærist fyrst og fremst í höfðingdómi sínum, heldur í fræðum sínum og ritstörfum” (bls. 175). Þessvegna var hann heldur skussi við höfðingdóminn, skrópaði t. d. eitt sinn á Alþingi, meðan hann var lögsögumaður, og gefur það „ákveðna bend- ingu í þá átt, að lögsögumannsstarfið og önnur þingstörf hafi Snorra léttvæg fundizt við hlið þess starfs að setja saman sögu- bækur" (bls. 171). Samt var það svo, að „samtíðarmönnum datt ekki í hug sú skýr- ing, að hann kynni að hafa verið niðursokk- inn í störf, sem kröfðust hans heils og óskipts, svo að hvers konar þátttaka í ríg og illdeil- um samtíðarinnar hafi verið í fullkominni andstöðu við dýpstu hugðarefni hans'' (bls. 172). Allt fram á vora upplýstu öld hafa menn eins og Sigurður Nordal haldið, að ritstörfin hafi verið tómstundavinna og hjáverk höfð- ingjans Snorra Sturlusonar, líkt og Nóbels- verðlauna-höfundurinn sir Winston Churchill hefir á vorum dögum samið hvert ritverkið öðru meira í hjáverkum frá stjórnmálunum. Eða man nú enginn „bóndann í Kreml”? Sú vcir þó tíðin, að rit þau, sem hann setti saman í hjáverkum við búskaparannirnar, þóttu ekkert trys í söfnuði síra Gunnars. Höfundur telur þetta viðhorf Nordals og ann- ara „furðulegt” og heldur síðan áfram: „Þegar við lítum svo síðast til þess, að Snorri er uppi á tímum stöðugs ófriðar og sífelldra deilna, þá nálgast fyrrnefnt við- horf yfirlýsingu um það, að Heimskringla, Egils saga og Snorra-Edda hafi til orðið á þann hátt, að maður nokkur, sem var um allt annað að hugsa og vart var hugsanlegt að nokkurn tíma hafi átt friðarstund, hafi þó hlaupið í að semja þessa gimsteina heims- bókmenntanna, þegar hann hafði ekkert ann- að að gera” (bls. 157). Sumir kynnu nú að ætla, að veraldarvafstrið, sem öllum heimildum ber scman um að Snorri átti f alla ævi, hefði orðið honum ennþá tímafrekara, ef honum hefði verið þetta allt umhendis. Hinir sömu hafa og hingað til séð eina skýring- anna á ágæti rita Snorra, og þá einkum Heimskringlu, í því að hann var sannur höfðingi og heimsmaður og gat því betur skilið það sem hann var að lýsa en hver óvalinn bókaormur. „Hér með virðist manni þessi saga ætti að vera búin”, eins og höfundur segir á bls. 139. Ónei, ekki aldeilis. Síra Gunnar telur sig að vísu hafa sannað, að hjá Snorra hafi „hin andlegu störf (verið) sprottin af innri þörf svo sterkri og heitri, að enginn höfð- ingdómur né veraldarvafstur gat bug á unn- ið” (bls. 159). En það er til margskonar rit- mennska. Jón Helgason segir í bókmennta- sögu sinni, að Snorri vilji „ekki þjóna neinni stefnu eða draga fram eins hlut á annars kostnað”. „Einn af mest áberandi eigin- leikum Snorra, sem honum eru annars sam- eiginlegir mörgum öðrum íslenzkum rithöf- undum, er hans hlutlægni” hefir síra Gunnar eftir Jóni (bls. 125), og hefir Jón óneitanlega stundum komizt betur að orði, ef rétt er með farið. Þessi áburður Jóns Helgasonar um hlut- lægni hjá Snorra fellur undir það, sem síra Gunnar kallar á öðrum stað (bls. 68) með snilldarlegu nýyrði „gervigetsakir”. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.