Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 16

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 16
SIGURÐUR NORDAL: ALSNJÓA Fáeiimr athugasemdir um lítið kvœði eftir Jónas Hallgrímsson Almennt mun litið svo á, að kvæði Jón- asar Hallgrímssonar séu ekki einungis „lipur og létt“, heldur einföld og auðskilin, enda á það vafalaust við um þau, sem al- kunnust eru. Samt er ekki víst, nema jai'n- vel sum þeirra kvæða þurfi að lesa með engu minni gaumgæfni, ef allt á að skilja til hlítar, en ýmis kvæði annarra skálda, sem miklu myrkari virðast við fyrstu sýn. Jónas hefur sjálfur skrifað við eitt kvæði sitt, Suðursveit: „Hér þarf útskýring, ef nokkur á að skilja“, — án þess að láta þó þá skýringu fylgja. Lesendum ljóðmælanna er varla láandi, þótt þeir fari fljótlega yfir þess háttar kveðskap hans, — brot af ófullgerðum kvæðum og tækifæris- og gám- anvísur, þar sem vitneskja um atvik og tildrög er nauðsynleg til skilnings, — og hverfi til annars, sem er í senn ljósara og l'ullkomnara. En til eru líka dæmi þess, að kvæði, sem virðist bæði vera fullgengið frá og bera vitni um dýpstu hugðarefni skáldsins, séu nokkuð óljós, og er eitt þeirra tilefni þessara athugasemda. Því fer fjarri, að eg þylcist geta brotið það svo til mergj- ar, að allt liggi í augum uppi. En ef þessar línur gætu beint athygli einhverra unn- enda Jónasar að kvæði, sem þeir hafa ekki áður sinnt að neinu ráði, og ef til vill að fleira í ljóðmælunum, sem er torráðnara en þeir hafa gert sér íulla grein fyrir, þá eru þær ekki til einskis ritaðar. ★ A L S N J Ó A. Eilífur snjór í augu mín út og suður og vestur skín samur og samur út og austur; einstaklingur, vertu nú hraustur! Dauðinn er lireinn og hvítur snjór. Hjartavörðurinn gengur rór og stendur sig á blæju breiðri, býr þar nú undir jörð í heiðri. Víst er þér, móðir, annt um oss, aumingja jörð með þungan kross ber sig það allt í ljósi lita, lífið og dauðann, kulda og hita. Þetta kvæði er til í tveimur eiginhandar- ritum Jónasar. Annað þeirra sendi hann félögum sínum í Höfn, og er það nú í safni Jóns Sigurðssonar í Landsbókasaíni. Hitt er í skrifbók hans, sem enn er geymd í safni Konráðs Gíslasonar í Árnasafni, og er kvæðið þar nákvæmlega eins og það er prentað hér að framan. En í fyrra hdr. er sá orðamunur, að 1) strikað er yfir út í 3. línu 1. erindis og 2) þar stendur í 1. línu 2. erindis: hvítur er snjór. Eins lík- legt er, að útstrikunin í 1. er. sé ekki gerð af Jónasi, heldur annaðhvort Biynjólfi eða Konráði, sem liafi þótt miður fara á því að endurtaka út í tveimur vísuorðum, hvoru á eftir öðru, og hafi ætlað að biðja Jónas að breyta því. En það hefur ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.