Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 42

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 42
184 HELGAFELL til annars, að erfitt er að draga meginlínur gildandi hvervetna. Eigi að síður er ljóst, hversu mörg höfuðatriði endurtakast í reynslu flestra þjóða. Skoðanaleg alhæfing er varhugaverð, en eigi verður þess dulizt, að ákveðin veruleikaatriði verða ekki um- flúin, hvort sem betur þykir eða verr. Bersýnilegt er, að framleiðsla og neyzla alkohóls er almennari en nokkru sinni fyrr. Sú þörf, sem það fyllir, fer vaxandi, og tækni- lega séð er uppfylling hennar auðveldari en nokkru sinni fyrr. Þau lönd, sem leitt hafa í lög verzlunar- og neyzlubann alkohóls, hafa yfirleitt öll horfið frá því ráði á ný, eftir að hafa séð nýja tegund afbrota skapast, smygl, brugg og leynisölu. Ókleift hefir reynzt að framfylgja vanneyzlulögum, af þeirri einföldu ástæðu, að verulegur hluti hverrar þjóðar sér enga réttlætanlega ástæðu til þeirra og virðir þau að vettugi. Hætta sú, sem stafar af því að láta þjóðfélag burðast með lög, sem ekki hafa siðferðilegan bak- hjall í vitund mikils þjóðarhluta, er auðsæ. Á hinn bóginn neitar enginn þeim vanda- málum, sem skapast, þar sem alkohólneyzla gengur úr hófi. Flest þjóðfélög gera þá kröfu til hvers ein- staklings, að hann sé ábyrgur gerða sinna. Eigi að síður er sú hneigð víða til staðar að afsaka ofurölvann, sem fremur andþjóðfélags- lega athöfn. Lagabrot hefir refsingu í för með sér, en allar líkur benda til þess, að ef um óhófsmann er að ræða, sé sjúkdómur hin raunverulega orsök afbrotsins, og refs- ing því hæpin til úrbóta og í sumum tilfell- um tvímælalaust neikvæð. Loks hafa sum þjóðfélög sett sig í þá furðulegu togstreitu- afstöðu að standa fyrir alkohólsölu og nota hana sér til tekna, en verja samt fé til áróð- urs gegn þessari sömu sölu og neyzlu alko- hóls, þar á meðal þeirri neyzlu, hófneyzl- unni, sem frá þjóðfélagslegu sjónarmiði er tvfmælalaust æskilegust. Hinar margvíslegu sölu- og dreifingaraðferðir, sem sumstaðar tíðkast, breytilegar jafnvel frá ári til árs og einum hrepp til annars, gera sitt til þess að rugla meðvitund almennings og tilfinninga- lega afstöðu hans til alkohólneyzlu. Þegar heil ríki fipast svo mjög f raunsærri afstöðu til alkohólmála, er naumast að furða, þótt heimili og einstaklingar hneigist til tvfhyggju og tilfinningasemi. Þau vandamál, sem víðast hvar eru efst á baugi, þar sem skyggnzt er um í viðhorfum óhóflegrar alkohólneyzlu, eru sjúkdómar, vinnutap, neikvæð hegðun, slys og afbrot. Þjóðfélagslega séð eru þetta vitanlega þýð- ingarmikil atriði, en ástæða er til þess að gaumgæfa, að hverju leyti þau stafa af alkohólneyzlu eingöngu, og hvenær gripið er til þeirra sem orsakaskýringar að ósekju. Afstaða almennings í þessum efnum er sér- staklega athugunarverð. Venjulega vekja alkohólsjúkdómarnir til- tölulega minnsta athygli f hverju þjóðfélagi. Til þess liggja eftirfarandi meginástæður. Tala þessara sjúklinga er yfirleitt lág samanborið við aðra sjúkdóma, og í flestum menningar- þjóðfélögum eru sjúkneytendur stundaðir á tilheyrandi sjúkrahúsum, þótt undantekning- ar finnist frá þeirri reglu, eins og lesendum þessarar greinar mun kunnugt. Þegar undan er skilin fjölskylda og vandamenn sjúkneyt- andans, og starfslið sjúkrahúsa, hefir hann æ minna saman við almenning að sælda því veikari sem hann er og hverfur því af sjónarsviðinu að mestu. í þjóðfélögum þar sem menning er á lægra stigi og fátækt ríkjandi, hverfur sjúkneytandinn að nokkru leyti í hóp annarra líkamlegra og andlegra örkumlamanna, sem margvíslegar þjóð- félagslegar aðstæður hafa skapað. Sú hneigð er vfðast hvar rík að líta niður á atferli sjúkneytandans, þrátt fyrir betri vit- und, og spomar það á móti virkum skilningi á nauð þessara manna. Þessi afstaða er því eftirtektarverðari, þegar þess er gætt, að langtum fleiri einstaklingar í sæmilega efn- uðum þjóðfélögum stytta líf sitt og eyði- leggja heilsu sína á ofneyzlu matar en alko- hóls, án minnstu andúðar samþegna sinna, og í mörgum tilfellum er um hliðstæðar sál- fræðilegar orsakir að réeða fyrir báðum of- neyzlunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.