Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 22

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 22
164 HELGAFELL málsins eftir aldri eða búsetu. Á hinn bóg- inn er nokkur munur á svörum eftir tekj- um manna og kynferði. Einkum kemur þetta fram í því, að hinir efnaðri taka ákveðnari afstöðu, þ. e. a. s. færri svara ég veit ekki. Sama máli gegnir um karla í hlutfalli við konur. Athyglisverðast er að bera saman svör manna eftir stjórnmálaskoðunum þeirra. Þar kemur fram mjög verulegur munur, enda þótt í öllum flokkum séu mun fleiri fylgjandi því, að handritin verði afhent. Eftirfarandi tölur sýna hlutföllin á milli þeirra, sem voru með afhendingunni, og hinna, sem voru á móti. Þeir, sem svöruðu ekld, eru frá taldir: Já Nei Socialdemokrater 76% 24% Radikale 88% 12% Konservative 58% 42% Venstre 67% 33% Retsforbundet 75% 25% Radikali flokkurinn, hinn frjálslyndi ílokkur borgaranna, er ákveðnast fylgjandi afhendingu. Næst koma socialdemokrat- arnir. Konservatívi flokkurinn og vinstri flokkurinn eru hvorugir jafnfúsir til að verða við kröfum Islendinga. Ekki er óhugsandi, að það hafi nokkur áhrif á þessa afstöðu, að þessir tveir flokkar eru nú í stjórnarandstöðu, en ekki hefur verið talið ólíklegt, að stjórnin vildi taka handritamál- ið upp að nýju. Ef til vill skýrir þetta að einhverju leyti líka afstöðu kjósenda Rets- forbundets, sem nú á aðild að ríkisstjórn. Retsforbundet virðist eftir tölunum mjög hlynnt afhendingu handritanna, en það er óvænt vegna þess, að einn af hörðustu and- stæðingum Islendinga í handritamálinu er dr. Starcke, formaður þessa ílokks. Rök með og móti Þeir, sem svöruðu fyrstu spurningunni játandi eða neitandi, voru beðnir að gera grein fyrir afstöðu sinni. Langflestir þeirra, sem vildu afhenda handritin, eða 61% færðu fram þá ástæðu, að þau væru eign Islendinga, tilhörer Is- land. Um 9% sögðu, að Island væri orðið sjálfstætt ríki og ætti því að fá handritin. Aðrir sögðu, að handritin vörðuðu sögu og menningu Islendinga og yrðu betur notuð á Islandi. Varðandi önnur svör, sjá 3. yfirlit að aftan. I rauninni er ekki síður lærdómsríkt að kynnast þeim rökum, sem færð eru gegn því, að handritin séu afhent. Flestir, eða 31%, gefa þá ástæðu, að handritin séu eign Dana, en 14% telja, að Danir hafi unnið hefð á varðveizlu handritanna. Einn af hverjum tíu telur helztu rökin fyrir neitun þau, að Islendingar hafi komið illa fram við Dani, og jafnmargir halda því fram, að Danir hafi fengið handritin að gjöf. Aðeins örfáir, eða 3%, nefna þau rök, að Danir gætu átt á hættu að þurfa að skila öðrum þjóðum safngripum, ef gengið yrði að kröf- um Islendinga. Nánari upplýsingar um svörin eru í 4. yfirliti. Á að skipta handritunum? I síðustu spurningunni er sag't, að Danir hafi lagt til, að handritunum verði skipt milli Dana og íslendinga og fái hvor aðili um sig ljósprentanir af þeim hluta safnsins, sem hinn varðveitti, og eru menn beðnir að segja, hvort þeir álíti þessa lausn rétt- láta eða ekki. Niðurstaðan er sú, að nokkru fleiri, eða 35%, töldu þessa lausn réttláta, en 27% töldu hana óréttláta. Aðrir svöruðu ekki. Tilraun var gerð til þess að kanna (sjá 7. yfirlit), hvort nokkur mismunur væri í þessu efni milli þeirra, sem afhenda vildu handritin og svarað höfðu fyrstu spurning- unni játandi, og þeim, sem höfðu svarað neitandi. Svo reyndist þó ekki, a. m. k. var munurinn of lítill til að skipta máli. Nokkuð mikill munur er á afstöðunni til þessarar tillögu eftir stjórnmálaflokkum. Retsforbundet er hlynntast. skiptingu, en íhaldsmenn andvígastir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.