Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 46

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 46
188 HELGAFELL spariíöt eða skartgripur, sem í senn eykur sjálfstraust hans, þægindakennd og öryggi. Á aðra hlið er hún honum öryggisgátt and- legrar þenslu og gremju í árekstrum innan félagslegrar hóphreyfingar. Ef um er að ræða mildar tegundir hugsýki, er alkohólið sefun- arlyf, og sem slíkt er það notað um víða veröld af einstaklingum, sem með daglegri hófneyzlu eru færir um að stunda störf sín og taka þátt í daglegum þjóðfélagsafskipt- um óþægindalítið. Gildir þetta einkum um aðila í þeim starfsgreinum, sem heimta mikið félagslíf, hraða og skjótar ákvarðanir. Ein- staklingur í rólegri og ábyrgðarlítilli stöðu getur leyft sér að þjást af dulkvíðni (anxiety neurosis), þar sem stórverzlunarmaður eða stjómmálamaður verður að fá sefunarform, er samrýmist starfi hans og umhverfi. Auð- velt er að benda á það, að hliðstæða bót mætti fá með öðrum lyfjum og geðfræðings- hjálp, en skiljanlegt er, að þrúgnanna gullnu tár hafi meira aðdráttarafl en biðstofa og skriftabekkur læknisins, meðan hægt er að komast hjá þeim. Sem róandi lyf hefir alkohól ýmsa kosti, sem ekki er að finna hjá fjölda þeirra lyfja, sem notuð eru í þessum tilgangi. Það er ekki eiturlyf, verður naumast notað til sjálfs- morða, og langvarandi notkun þess í hófleg- um skömmtum hefir sízt meiri hættu í för með sér en gjöf fjölda annarra lyfja, sem ótæpt eru notuð af lærðum og leikum. í hjúkrun gamals fólks, sem þarfnast mildrar sefunar, er glas af góðu víni með kveldverði að ýmsu leyti mjög heppilegt til þess að veita svefns- og sálarró á ánægjulegan hátt. Eftirtektarvert er, hversu hvert neyzluform skiptist á víxlverkunum við þjóðfélagið hvar og hvenær sem er. Einstaklingur, sem notar alkohól til sefunar andlegri þenslu, er mikl- um mun líklegri til þess að temja sér hóf- lega neyzlu, ef slíkt neyzluform er ráðandi í umhverfi hans. Þessa atriðis skyldi minnzt, þegar dæmt er um hliðstæð áhrif hinna ýmsu neyzluhópa á ríkjandi neyzlusiði í landi hverju. Áhrif vanneytenda á neyzlu- hætti þjóðfélagsins eru vitanlega lítil, ef um óvirka bindindismenn er að ræða, en á aðild hinna virku bindindismanna hefir áður verið minnzt. Augljóst er, að neyzluhættir óhófs- manna eru sízt æskilegir til þess að móta þjóðfélagsháttu. Þýðing þess, að hófneyt- endur skapi þá neyzluhætti, sem ríkja í hverju þjóðfélagi, er undirstaða þeirrar menningar, sem hvert sæmilega heilbrigt þjóðfélag verður að stefna að í meðferð alko- hóls. Sú viðleitni, sem stefnir að því að út- rýma hófneyzlu, vinnur einnig að því að fela óhófsmönnum ráðin í neyzlusiðum þjóð- félagsins. Auðsætt er, hversu æ fleiri einstaklingar neyðast til þess að aðlaga sig æ víðari hring með æ breytilegri viðhorfum, eftir því sem menning heimsins breiðist út. Þótt hið næsta umhverfi sé þýðingarmest, gildir hitt eigi síður, að hræring hverrar þjóðar snert- ir hvern einstakling beint og óbeint, oft með ógnun gegn tilfinningalífi hans og persónu- leika. Risaskreí eru tekin í framförum, sem lúta að aukinni þekkingu, tækni og líkam- legum þægindum, en þær framfarir, sem stefna að tilfinningalegu jafnvægi og öryggi, hafa gengið mun hægar og jafnvel stigið spor afturábak. Meðan slíkt misræmi á sér stað, er ekki líklegt, að alkohólþörf manns- ins dvíni. Yfirlit og niðurlag í undanförnum köflum hefir verið leitazt við að gera stuttlega grein fyrir meginatrið- unum í sögu, framleiðslu og neyzlu alko- hóls, og þeim viðhorfum, sem skapast gagn- vart þessu efnasambandi. Svo er litið á, að þjóðfélagsleg þýðing alkohólsins hafi farið vaxandi í lífi flestra menningarþjóða heims- ins, og líkur benda til, að sú hneigð haldist og alkohól verði notað, enn sem fyrr, sem liður í félagslegum athöfnum og til fróunar andlegri þenslu. Sýnt er, að lagaleg útilokun alkohóls úr þjóðfélögum leiðir til ákveð- inna tegunda lagabrota og óheppilegustu neyzlu- og dreifingaraðferða, vegna þess hve mikill hluti hverrar þjóðar er slíkum lögum andvígur. Á hinn bóginn virðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.