Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 27
RITHÖFUNÐAÞÆTTIR
169
nota slíkt orð um hin önnur höfuðskáld Breta.
svo að tekin séu nálæg dæmi. Spenser er
hátíðlegur, Shakespeare er eitt í dag og
annað á morgun: fullur ólíkinda. Og manni
stendur ógn af Milton. Chaucer er félagi
lesandans og vinur, hann er svallbróðir hans
eða skriftafaðir eftir atvikum og ævinlega
reiðubúinn að hafa ofan af fyrir honum með
viðeigandi frásögn, lærdómi, eftirhermu,
kerskni, góðlátlegu skopi, heimspekilegri rök-
ræðu eða kristilegri hugleiðingu. Hann talar
ekki sem skáld við lesandann heildur eins og
maður við mann. Og hann er lítillátastur
allra viðmælanda. Ef tala má um viðmót
skálds, þá er Chaucer ákaflega notalegur
í viðmóti. Og maður kynnist einmitt „viðmóti"
hans meir en flestra annarra skálda. Það
er aftur ytra borð á óþrotlegu umburðalyndi,
sem er eitt höfuðeinkenni hans. Manni kann
að fljúga í hug, að Chaucer beri ofurlítinn
svip Mefistófelesar, hins góðviljaða, umburð-
arlynda, léttlynda Mefistófelesar sem ein-
stöku sinnum bregður fyrir í sögum miðalda.
Miðaldamaðurinn (og kveðskapur Chaucers
heyrir til lokaskeiði miðalda) var í einu kristn-
ari og veraldalegri en við. Chaucer virti
kristnar dygðir og elskaði þær, en honum
þótti líka innilega vænt um breyskleika
manna, af því að hann leit svo á að það
væri einmitt breyskleikinn, sem gerði menn
mannlegasta. Síðari tíma mönnum hefir hins
vegar einatt tekizt að aðskilja dyggðir og
■ breyskleika svo rækilega, að venjulegu fólki
hefir reynzt við hvorugt búandi.
Chaucer var Lundúnabúi. Forfeður hans
höfðu verið vínkaupmenn hver fram af öðr-
um, svo að hann taldist vera af borgarastétt,
en gekk snemma í konungsþjónustu og var
orðinn hirðsveinn sautján ára. Nítján ára
gamall fór hann í stríð, því að þá vóru
Englendingar að berjast við Frakka um
Artois og Picardy, og var hertekinn af Frökk-
um, en konungur, Játvarður þriðji, leysti
hann út með gjaldi. Einhvemtíma eftir heim-
komuna gekk hann í þjónustu konungsson-
ar, John frá Gaunt, hertoga af Lancaster,
sem var honum jafnan innan handar síðan.
En þegar hertoginn féll í ónáð um skeið,
versnaði hagur Chaucers að sama skapi.
Á efstu árum sínum virðist hann hafa orðið
að þola fátækt og sumir telja, að hann hafi
lítið sem ekkert ort eftir 1394 og kenna basli
hans um, að hann skyldi ekki ljúka við
Kantaraborgarsögumar. Allt er þó fremur
óvíst um þetta, en til er frá þessum árum
konungsbréf, sem veitix Chaucer grið fyrir
skuldheimtumönnum. En ctrið sem hann deyr,
1400, kemur til valda í Englandi Hinrik IV,
sonur hertogans af Lancaster og þá fær
Chaucer uppreist, rétt fyrir dauða sinn, og
hlýtur aftur embætti sín og laun. Á vel-
gengnistímum sínum fyrir 1390 hafði Chau-
cer gegnt margs konar embættum í þjón-
ustu ríkisins. Hann var lengi í utanríkis-
þjónustu konungs og fór margar diplomatísk-
ar sendiferðir til Frakklands, ítalíu og Niður-
landa. Hcmn þáði snemma föst árslaun af
konungi. Um alllangt skeið var hann toll-
stjóri í London og heyrðu undir hann tollar
af víni, ull og skinnum. Árið 1385 leggur
hann niður þetta embætti, en gerist um svip-
að leyti fulltrúi til enska þingsins fyrir hér-
aðið Kent. Síðan var hann um skeið um-
sjónarmaður með eignum konungs í Windsor,
og eftir að hann lét af því starfi er frá því
greint, að hann var skipaður eftirlitsmaður
með veiðiskógi konungs í Somerset.
Þó að Chaucers sé allvíða getið í opinber-
um heimildum frá þessum tíma, eins og gefur
að skilja, þar sem hann gegndi svo mörgum
embættum, er fátt vitað um manninn sjálfan
eða einkalíf hans. Hinsvegar er einstaklega
mikið samræmi milli þess, sem vitað er um
æviferil hans og þess sem lesa má um mann-
inn útúr skáldskap hans. Flestir menn láta
sér reyndar skiljast, að það er yfirleitt held-
ur fánýt iðja að vera að búa sér til mynd
af einhverjum manni eftir forskrift kvæða
hans og stutt yfir í fjarstæðurnar, saman-
ber t. a. m. kenningar þeirra, sem halda því
fram, að Shakespeare „geti" ekki hafa verið
höfundur leikrita sinna. En auðvitað skiptir
ekki svo litlu máli um hvers konar skáldskap
er að ræða. Og meðan kvæði eru ort af