Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Síða 7

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Síða 7
FÖRSPJALL 149 fáir menn fyllt flokk þeirra, sem hyggjast á landvinninga á Græn- landi, og flestir hafa litið á þá sem sérvitringa eina og skýjaglópa, og sýnt þeim það umburðarlyndi, sem slíkir menn virðast eiga víst hjá ís- lendingum. Því miður er erfiðara fyr- ir erlendar þjóðir að gera sér grein fyrir því sanna í málinu, og þess verða íslenzk yfirvöld og íslenzk blöð ætíð að minnast. Viðkvæm utanríkismál verða ekki rekin með fullkomnum árangri noma á bak við samningamenn þjcðar- innar standi einhuga og róttsýnt al- menningsálit. Nú kunna að vera framundan ekki aðeins samningar um handritamálið heldur örðugur hjalli í landhelgismálinu, og geta úrslit beggja oltið á ábyrgðartilfinn- ingu flokka og blaða. Hjá því verður að sjálfsögðu ekki komizt, að um slík efni séu skiptar skoðanir, en það er lífsnauðsyn, að sá ágreiningur sé leystur með hófsamlegum umræð- um. en þessi mál ekki gerð að leik- soppi í pólitískum átökum. ★ ★ ★ UMRÆÐUR um áfengismál eru venjulega bæði einhliða og óskyn- samlegar. Allur almenningur er dæmdur til að hlýða á sífelldar prédikanir bindindisfrömuða, sem sumir hverjir eru launaðir til starfans af almannafé. Um andsvör er hins vegar minna. Sérstaklega virðast stjórnmálamenn ófúsir til að taka upp varnir gegn ofstopa bindindis- frömuða af ótta við kjósendur. Kom þetta vel í Ijós í umræðum um þings- ályktunartillögu um bann gegn vín- veitingum í opinberum veizlum. Má segja, að aðeins hafi tveir þingmenn fylgt sannfæringu sinni og talað skelegglega gegn tillögunni. Ritstjórn HELGAFELLS hefur þótt nauðsyn, að fram kæmu önnur sjón- armið um áfengisnautn, en þær hrollvekjandi lýsingar og ofstækis- fullu ræður, sem bindindismönnum eru tamastar. í þessu hefti er birt löng og rækileg grein um þessi efni eftir Karl Strand, reyndan lækni í geð- og taugasjúkdómum. Er þar á málum haldið af lærdómi, stillingu og dóm- greind. Flestir hafa löngu gert sér grein fyrir því, að raunveruleg úti- lokun áfengis er óhugsandi, Karl Strand sýnir fram á, ,,að hverju þjóð- íélagi er óhollt að lenda í tvískauta afstöðu og bjóða með annarri hendi það, sem bannað er með hinni”. Á þetta ekki sízt við hér á landi. Bendir satt að segja margt til þess, að hóf- semi í bindindi sé ekki síður nauð- synleg en hófsemi í drykkjuskap, ef koma á til leiðar skynsamlegri með- ferð áfengis á íslandi.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.