Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 60

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 60
Mvniflicf Yfirlitssýning á verkum Júlíönu Sveins- ' dóttur í Listasafni ríkisins 14. sept. — 6. o k t. 1957. Það er gott til þess að vita, að Menntamálaráð skuli gangast fyrir yfirlitssýningum á verkum beztu listamanna okkar. Á s. 1. hausti var ein slík sýning haldin í Listasafni ríkisins, yfir- litssýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur. Æsku landsins og öllum almenningi gafst þar kostur á að kynnast ævistarfi eins braut- ryðjanda íslenzkrar myndlistar. Hafa þessar sýningar verið mikill menningarauki fyrir höfuðborgina, og er vonandi að haldið verði áfram á þessari braut. Júlíana Sveinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 1889 og mun hafa dvalizt æskuár sín þar, en hlaut undirstöðumenntun í list sinni við Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Undir list hennar renna því ýmsar stoðir, en fslendingseðli bennar er sterkt og ósvikið, og ber sýningin ■ því ljósastan vottinn. Júlíana hefur verið köllun sinni trú frá upphafi, og hefur verið lærdómsríkt að fylgjast með listferli þessarar merku konu. Á sýningunni heilsaði maður aftur uppá gamla kunningja sem maður sá fyrst í Listvinahúsinu á Skólavörðuhæð fyrir mörgum árum, svo sem Smaladrenginn og Brim við Vestmannaeyjar, og mikið þótti þetta djarft málað í gamla daga — og það var það líka. Margt hefur gerzt í heims- listinni síðan 1924, margt stórviðrið geisaði, en Júlíana er í ætt við klettana í Vestmannaeyjum, hún hefur haldið strikinu í öllu rótinu, varðveitt íslenzka kjarnann og alla tíð staðið trúan vörð um listform sitt. Hún er einn þeirra listamanna sem þekkja tak- markanir sínar og reisa sér ekki hurðarás um öxl. Þess vegna hefur starf hennar verið svo jákvætt sem raun ber vitni. í myndum hennar er lygn straumur, angurværð og friður og indælt jafnvægi, kvenleg þolinmæði og næmleiki. Það er ekki alltaf hátt spilað í listaskalanum, en listgripin þeim mun öruggari og fínlegri. Stund- um er eins og Júlíana sjái viðfangsefni sín á mörkum svefns og vöku, í hillingum og ævintýraljósi, en lítið er um sterkar afmark- anir í ákveðnum formum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.