Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 60

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 60
Mvniflicf Yfirlitssýning á verkum Júlíönu Sveins- ' dóttur í Listasafni ríkisins 14. sept. — 6. o k t. 1957. Það er gott til þess að vita, að Menntamálaráð skuli gangast fyrir yfirlitssýningum á verkum beztu listamanna okkar. Á s. 1. hausti var ein slík sýning haldin í Listasafni ríkisins, yfir- litssýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur. Æsku landsins og öllum almenningi gafst þar kostur á að kynnast ævistarfi eins braut- ryðjanda íslenzkrar myndlistar. Hafa þessar sýningar verið mikill menningarauki fyrir höfuðborgina, og er vonandi að haldið verði áfram á þessari braut. Júlíana Sveinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 1889 og mun hafa dvalizt æskuár sín þar, en hlaut undirstöðumenntun í list sinni við Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Undir list hennar renna því ýmsar stoðir, en fslendingseðli bennar er sterkt og ósvikið, og ber sýningin ■ því ljósastan vottinn. Júlíana hefur verið köllun sinni trú frá upphafi, og hefur verið lærdómsríkt að fylgjast með listferli þessarar merku konu. Á sýningunni heilsaði maður aftur uppá gamla kunningja sem maður sá fyrst í Listvinahúsinu á Skólavörðuhæð fyrir mörgum árum, svo sem Smaladrenginn og Brim við Vestmannaeyjar, og mikið þótti þetta djarft málað í gamla daga — og það var það líka. Margt hefur gerzt í heims- listinni síðan 1924, margt stórviðrið geisaði, en Júlíana er í ætt við klettana í Vestmannaeyjum, hún hefur haldið strikinu í öllu rótinu, varðveitt íslenzka kjarnann og alla tíð staðið trúan vörð um listform sitt. Hún er einn þeirra listamanna sem þekkja tak- markanir sínar og reisa sér ekki hurðarás um öxl. Þess vegna hefur starf hennar verið svo jákvætt sem raun ber vitni. í myndum hennar er lygn straumur, angurværð og friður og indælt jafnvægi, kvenleg þolinmæði og næmleiki. Það er ekki alltaf hátt spilað í listaskalanum, en listgripin þeim mun öruggari og fínlegri. Stund- um er eins og Júlíana sjái viðfangsefni sín á mörkum svefns og vöku, í hillingum og ævintýraljósi, en lítið er um sterkar afmark- anir í ákveðnum formum.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.