Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 37

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 37
ALKOHÓL Í7ð sjúklingar neyta þó alkohóls án sýnilegs tjóns, enda hefir alkohól lengi verið notað sem róandi magalyf. Meginefnaskipti eða bruni alkohóls fer fram í lifrinni og er algerlega hliðstæður nýtingu annarra næringarefna. Rannsóknir sýna, að meðal óhófsneytenda alkohóls eru ákveðnir lifrarsjúkdómar (cirrhosis) mun tíð- ari en hjá öðrum. Eigi að síður ber að gæta þess, að hjá mörgum óhófsmönnum verður þessara sjúkdóma eigi vart. Þær breytingar, sem hér um ræðir, standa í sambandi við fituvinnslu lifrarfrumanna, en starf þeirra er m. a. að breyta fitusamböndum í svonefnd fosfatlipoid-sambönd til nota fyrir vefi lík- amans. Ákveðin efnasambönd, svo sem sölt þungra málma og eiturefni frá ígerðum, ennfremur áhrif hindraðra sykurefnaskipta í sykursýki, hamla þessu frumustarfi á hlið- stæðan hátt. Afleiðingin verður fituhleðsla í lifrarfrumunum ásamt bandvefsmyndun. Flest rök hníga að því, að hér sé raunveru- lega um vaneldissjúkdóm að ræða vegna ónógrar og misræmdrar fæðu, en alkunnugt er, hversu óhófsmenn vanrækja oft matar- neyzlu sína. Sykur- og eggjahvítugjöf hefir reynzt gagnleg til viðnáms þessum lifrar- breytingum. Hliðstæðan sjúkdóm er hægt að framleiða í kanínum með einhliða alkohól- gjöf, en í öðrum dýrum hefir það reynzt mjög erfitt. Þetta hefir leitt til þess, að ýmsir rannsóknarar telja nú hæpið, hvort alkohól- neyzla sé eins þýðingarmikið atriði í þessu efni og talið hefir verið. Starf nýrnanna er m. a. að halda söltum, sýrum og lútum blóðsins í jafnvægi, og eftir mikla alkohólneyzlu verður þess vart, að jafn- vægi þetta hefir raskazt, einkum hefir kalíum- magn blóðsins lækkað og lútmagn þess hækkað. Ekki er hér um alvarlega truflun að ræða né langvarandi, en líkur eru til þess, að vanlíðan sú, sem alþekkt er undir nafninu timburmenn, eigi að nokkru rætur að rekja til þessara breytinga, ásamt vatns- tapi því, sem á sér stað við þvagaukning- una og þorsti sjúklingsins ber glöggt vitni. Um langvarandi nýrnaskemmdir af völdum alkohóls er ekki að ræða. Hjarta og æðar taka vitanlega þátt í dreif- ingu alkohólsins, en áhrifin á þessi líffæri verða fyrir milligöngu taugakerfisins. Hjart- siáttur eykst við upphaf alkohólneyzlu vegna ertingqráhrifa á kok og vélinda, en þó einkum ef um sterka drykki er að ræða. Á svipaðan hátt getur blóðþrýst- ingur hækkað lítillega við byrjun neyzlu, en lækkar brátt á ný vegna sefandi áhrifa alkohólsins. Útþensla á æðum hjartavöðv- ans á sér stað, og hefir alkohól verið notað sem læknislyf í þeim tilgangi. Áhrif óhófs á hjartað eru einkum óbeins eðlis vegna breyttra lifnaðarhátta og aukinnar áreynslu í sambandi við þá, og eru því hliðstæð öðru auknu erfiði, svo sem íþróttum. í hóflegum skömmtum hefir alkohól hamlandi áhrif á taugakerfi mannsins, sem einkum koma fram í hægari viðbrögðum. Taugavefir eru auðugir að lipoidsambönd- um, sem hafa sterka hneigð til alkohól- hleðslu. Svo virðist sem hömlun þessi sé hliðsíæð þeirri, er á sér stað við súrefnis- skort, en mestar líkur eru til, að raunveru- lega sé um að ræða truflun á sykur- og fjörvanýtingu. Eigi að síður getur aukin súrefnisgjöf dregið úr þessum áhrifum. í hófneyzlu hverfa þessi áhrif að loknum bruna og útskilnaði alkohólsins, og engra langvarandi breytinga verður vart. Með vaxandi alkohólmagni í blóði verða hömlur þessar að lömunum, sem lýsa sér í óstyrkum hreyfingum, truflun vöðvasamleiks, jafn- vægistapi og loks fullkominni vangetu vöðvakerfisins. Ef um langvarandi sjúkneyzlu er að ræða, verða breytingar þær, sem eiga sér stað í taugakerfinu, ekki einungis starfrænar, heldur og einnig vefrænar. Búast má við, að fyrr eða síðar hljóti 15—20 af hundraði sjúkneytenda þessi sjúkdómsform, sem í aðalatriðum eru bólgukyns og hefjast í út- limum, einkum fótum. Grundvöllur þessara sjúklegu breytinga eru næringartruflanir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.