Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Blaðsíða 23

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.02.1964, Blaðsíða 23
að þegar athugunin var gerð í júlílok 1940 mældist hún víðast 60—70 cm há, og í vatnsrásum og lægðum var hún víða um og yfir 100 cm. 10. Gulstarar-hálmgresis-engjarósar hverfi (C. Lyngbyei-Calamagrostis neglecta-Comarum palustre soc.) (Tab. II. A—B 8—10). Hverfi þetta hef ég einungis athugað í hálendi landsins eins og síð- ast talið gróðurhverfi, og væri ef til vill réttast að telja það einungis engjarósar-auðugt afbrigði þess. Samt er hverfi þetta tegundasnauðara en gulstarar-hálmgresishverfið og engin tegund, sem finnst þar að stað- aldri önnur en einkennistegundirnar þrjár, enda þótt hengistör (C. ra- riflora), ljósastör (C. rostrata) og mýrastör (C. nigra) nái allmikilli tíðni liver á sínum athugunarbletti. Hlutföll lífmyndanna eru lík og í áður- töldu hverfi nema HH% er þó öllu hærra. Athugunarblettirnir eru á sömu slóðum og undanfarandi hverfis, 8 í Nauthaga en 9—10 í Hvítár- nesi. Staðhættir og lífsskilyrði því að mestu sömu og þar er lýst. c. Ljósustararflói (Caricétum rostratae). Þriðja megin gróðursveit íslenzka flóans er ljósustararflóinn eða Caricéturn rostratae. Hann er þó hvergi nærri eins víðlendur eða út- breiddur og brokflóinn. Mest er um hann í hinum lægri heiðalöndum á milli 200 og 400 m, t. d. á sunnanverðum Kaldadal, Mosfellsheiði, heiðunum suður af Húnavatnssýslu og á Fljótsheiði nyrðra. Þá eru miklir flákar ljósustararflóa á Hrunamannaafrétti, og liggur hann þar einna hæst á landinu í Miklumýrum. Alls staðar þar sem ljósastör vex setur hún mjög svip á gróðurlend- ið, enda þótt flötur hennar sé jafnvel minni en fylgitegunda hennar. Veldur því bæði, að hún er hávöxnust planta í gróðursveitinni og eins hinn sérkennilegi, blágræni litur hennar. Staðhættir í ljósustararflóa eru um margt ólíkir brokflóanum. Mestu munar á því, að landinu hallar venjulega lítils háttar, svo að jarðvatnið staðnar ekki eins og í brokflóanum, þá er Ijósustararflóinn að öllum jafnaði blautari, og mun hann aldrei þorna að ráði nokkurn hluta sumars, nema í óvenjulegum þurrkum. Yfirborðið er stundum smáþýft. Mosagróður er meiri hér en í brokflóanum og háplöntugróð- urinn því gisnari, sjaldan myndast sinuflóki að ráði, og mun vatnið eiga þátt í því. Að því er bezt verður séð tekur ljósustararflóinn litlum breytingum, og mun því vera staðfastara gróðurlendi en brokflóinn. TÍMARIT UM ÍSI.ENZKA GRASAFRÆflI - FlÓra 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.