Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 16
föstudagur 17. ágúst 200716 Helgarblað DV Við brýnum okkar raust Tónlistarmenn á Íslandi líkt og víðar hafa reynt að hafa áhrif á samfélagið og koma boðskap sínum á framfæri í gegnum tón- listina. Aðferðirnar eru mismunandi. Allt frá Stefáni Hilmars- syni sem söng um átján rauðar rósir fyrir Alþýðuflokkinn, til Sigur Rósar sem hélt tónleika á hálendi Íslands til að mótmæla stóriðjustefnunni. Fáir hafa sagt skoðun sína með jafn afger- andi hætti og Bubbi Morthens. Stríð, náttúruvernd, sjávarút- vegskerfið og jafnréttisbarátta eru helstu yrkisefni margra tón- listarmanna eins og Valgeir Örn Ragnarsson komst að. „Vel gerður og grípandi lagatexti með skýrum póli- tískum boðskap hefur meiri áhrif en hundrað lang- lokugreinar í Mogganum og langar ræður stjórn- málamanna,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur þegar DV leitar til hans. Hér á landi líkt og á öðrum Vesturlöndum hafa tónlistarmenn reynt að hafa áhrif á samfélagið og stjórnmálin með því að koma skoðunum sínum á framfæri í gegnum tónlistina. Á meðan Bob Dylan og Neil Young, svo einhverjir séu nefndir, hafa spil- að og sungið lög með sterkum boðskap áratugum saman, hafa Íslendingar ekki farið varhluta af þess- ari menningu. Fjölmargir tónlistarmenn hafa í ár- anna rás deilt á málefni og komið skoðunum sínum á framfæri, ýmist undir átján rauðum rósum eða beint og opinskátt. Stjórnmálamenn syngja Tónlistarmenn eru reyndar ekki þeir einu sem reynt hafa að koma skoðunum sínum á framfæri og hrífa fólk með sér. Ýmsir stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina fetað í fótspor tónlistarmanna með afar misjöfnum árangri. „Verstu lögin með pólitískum boðskap eru alveg án efa þegar stjórn- málamennirnir sjálfir syngja þau. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir söng Ó borg mín borg hér um árið og Framsóknarflokkurinn hefur farið í hljóðver einu sinni eða tvisvar og það var svo slæmt að því má líkja við dauðann sjálfan,“ segir Stefán Pálsson og bætir við: „Eins og það getur verið árangursríkt að fá góða listamenn til þess að gera góð lög, þá er það verst af öllu þegar pólitíkusunum sjálfum dettur í hug að syngja lögin sjálfir.“ Í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningar árið 1987 spiluðu Stefán Hilmarsson og Jakob Frí- mann Magnússon gamla lagið Átján rauðar rósir fyrir Alþýðuflokkinn. Textinn fékk nýja merkingu og skilaboðin áttu að vera skýr, rósin var merki Alþýðu- flokksins og talan átján vísaði til þess þingmanna- fjölda sem Jón Baldvin Hannibalsson formaður flokksins gerði sér vonir um að ná í kosningunum. Tilraunin til að líkja þingmannsefnum Alþýðu- flokksins við rauðar rósir heppnaðist ekki nægilega vel, því flokkurinn fékk á endanum aðeins tíu þing- menn kjörna og átta vongóð þingmannsefni náðu aldrei að springa út sem rauðar rósir. Leit úr lofti leikföng stórvelda Á Vesturlöndum fjalla þeir pólitísku textar sem orðið hafa hvað vinsælastir oft um friðarmál og and- stöðu við hernað. Ísland er engin undanteknin á því sviði. Árið 1999 gáfu Samtök hernaðarandstæðinga út safnplötuna Baráttusöngvar fyrir friði og þjóð- frelsi, en platan inniheldur tuttugu og þrjú lög sem öll eru áróður gegn hernaði og hersetu Bandaríkja- manna hér á landi. Þannig söng Hörður Torfason í laginu 10. maí: „Því svíður mig alltaf sárast og sátt- um aldrei ég næ, við tindáta sem landið tóku, tíunda daginn í maí. Þeir fara um í nafni frelsis, en í fótspor- um þeirra er blóð.“ Í laginu Segulstöðvarblús eftir Bubba Morthens og Þórarin Eldjárn sem fjallar um kjarnorkuógn- ina sem heimsbyggðin bjó við á kaldastríðsárunum er kjarnorkusprengjum líkt við leikföng Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. „Veit sá sem ekki spyr, til- hvers segullinn sé hér, veit sá sem ekki spyr: Til að vinir mínir í vestrinu viti um dauðann fyrr,“ segir í þriðja erindi lagsins. Bubbi Morthens lét kjarnorkuógnina sig miklu varða og vafalaust er frægasta lagið sem sungið hef- ur verið um ástandið hér á landi hið einfalda og grípandi Hírósíma eftir Utangarðsmenn, þar sem þeir sungu um að hættan væri að aukast með hverri mínútu og dauðinn færi á stjá. Klofvega dauðinn sit- ur á atómbombu sem fer engum fram hjá. Þó kalda stríðið væri löngu liðið undir lok tók Ceres 4 þráð- inn upp árið 2001 með plötunni Kaldastríðsbörn, Ceres 4 segir sjálfur að platan skelli á hlustendum eins og höggbylgja úr atómbombu. Við brýnum okkar raust Fjölmargir tónlistarmenn hafa einnig lagt kven- réttindabaráttunni lið. Í aðdraganda kvennafrí- dagsins árið 1975 kom platan Áfram stelpur út. Fyrir kvennafrídaginn árið 2005 var Áfram stelp- ur svo endurútgefin á geisladisk. Platan inniheld- ur bæði baráttulög femínista og ádeilutexta á hlut- verk kvenna í karllægum heimi. Titlar laganna eru afgerandi og gefa hugmyndir um um hvað lög- in fjalla. Platan inniheldur meðal annars Söng um kvenmannslausa sögu Íslendinga, Í eðli þínu ertu bara reglulega kvenleg Signý, auk lagsins Einstæð móðir í dagsins önn, svo fáein séu nefnd. Í plötu- umslaginu er saga og tilurð plötunnar rakin í sam- talsformi á milli Steinunnar Jóhannesdóttur leik- BjöRk „Lýsið yfir sjálfstæði, látið þá ekki gera ykkur þetta.“ DaVíð ODDSSOn Og jón BaLDVin HanniBaLSSOn Jón Baldvin fékk stefán Hilmarsson til liðs við sig. Stefán PáLSSOn telur góða lagatexta vera gagnlegt tæki til að koma boðskap á framfæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.