Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 17
DV Helgarblað föstudagur 17. ágúst 2007 17 Við brýnum okkar raust konu og Kjartans Eggertssonar, en þau stóðu að baki útgáfunni. Flestir textarnir á plötunni eru upphaflega eftir Suzanne Orstein frá Svíþjóð sem stödd er hér á landi um þessar mundir. Í niðurlagi samtalsins segir Steinunn frá því þegar hún stóð á sviði á Lækjartorgi með hópi syngjandi Rauðsokka fyrir framan þrjátíu þúsund konur og söng: „Áfram stelpur og við brýnum okkar raust svo berist hún um heiminn!“ Allir hafa skoðun á hafinu „Á skrifstofunni arðræninginn situr og hlær, því línuritið sýnir meiri afköst í dag en í gær,“ söng Bubbi Morthens í laginu Ísbjarnarblús og fjallaði þar um líf- ið á verbúðinni sem honum hugnaðist lítið. Bubbi hefur sungið mikið um pólitíkina sem tengist hafinu, því seinna spurði Bubbi í samnefndu lagi: „Er nauð- synlegt að skjóta þá?“ og átti þar við hvalveiðar Ís- lendinga. Bubbi lagðist eindregið gegn hvalveiðum í textanum og sagði lífið aðeins snúast um peninga. Fleiri lög um erfiða og ósanngjarna lífsbaráttu íbúa í sjávarþorpum á landsbyggðinni hafa fylgt í kjölfarið. Í laginu Kyrrlátt kvöld við fjörðinn söng Bubbi texta eftir Tolla bróður sinn um íbúana í þorpinu sem hafa neyðst til þess að flytja suður „í kjölfar hins drottn- andi herra“ sem flutti fiskvinnsluna suður til Reykja- víkur með fylgjandi atvinnuleysi. Árið 1991 skaut Helgi Björnsson föstum skotum að Bubba í laginu Undir regnboganum eftir Magnús Þór Sigmundsson og Sigurð Helgason. Lagið er sennilega eina stuðningslag sem gefið hefur verið út um hval- veiðar hér á landi. Í laginu söng Helgi um hina grænu friðarspilla og að þjóð sem býr á norðurslóðum þurfi að skjóta hvalina til að afla sér lífsviðurværis. Helgi segist enn hafa fastmótaðar skoðanir á hvalveiðum. „Það er ekkert að því að stunda takmarkaðar hval- veiðar, það er svo mikill tvískinnungur í allri þessari umræðu, Bandaríkjamenn eru ósáttir við hvalveiðar Íslendinga en veiða svo sjálfir miklu meira af þeim en við höfum nokkurn tíma gert. Auk þess er allt í lagi að halda þeim aðeins í skefjum því þeir éta gríðarlega mikið af fiski í hafinu,“ segir hann. Fleiri hafa fjallað um sjávarútveginn, árið 2005 gaf pönkhljómsveitin Rass út plötuna Andstaða. Sveitin tók afgerandi afstöðu til kvótakerfisins og boðskapur- inn var auðmeltanlegur: Burt með helvítis kvótann! Álið er ekki málið Stóriðju- og náttúruverndarumræðan hefur getið af sér lög þar sem afstaða er tekin til málanna. Pönk- ararnir í Rass létu sér til að mynda ekki nægja að fjalla um kvótakerfið, þeir létu líka sína rödd heyrast í um- hverfismálunum. Lagið Kárahnjúkar af Andstöðu frá 2005 er skýrt, skorinort og verður ekki misskilið. Leiðtogi umhverfisverndarbyltingarinnar hér á landi er þó óumdeilanlega Ómar Ragnarsson sem hefur fjallað gífurlega mikið um mikilvægi umhverf- isverndar. Á síðasta ári fékk hann Bubba til liðs við sig og tóku þeir félagar meðal annars upp lagið Landi og lýð til hagsældar, sem er ádeila á stóriðjustefnu stjórnvalda. Í upphafi síðasta árs hélt Hættu-hópurinn stór- tónleika í Laugardalshöll þar sem landslið íslenskra poppara kom fram til þess að vekja athygli á þeim svæðum sem verða stóriðjustefnunni að bráð. Með- al þeirra sem komu fram voru Björk og hljómsveit- in Sigur Rós. Damon Albarn fyrrverandi forsprakki Blur steig síðan á svið með hljómsveitinni Ghostigital og lagði sitt á vogarskálarnar með laginu Aluminum sem síðan þá hefur hljómað um allan heim. Bæði Björk og Sigur Rós hafa lýst yfir andúð á stóriðjustefnunni, þannig hélt Sigur Rós órafmagn- aða tónleika við Snæfell á hálendi Íslands, þar sem hópur mótmælenda hélt til síðasta sumar. Björk hef- ur lýst því yfir í fjölmiðlum um allan heim að hálendi Íslands sé leikvangur álbræðslufyrirtækja og eitt af fáum ósnortnum hálendissvæðum sem eru eftir í Evrópu sé í stórhættu. Stefán Pálsson náttúruverndarsinni segir flóru náttúruverndarlaga ennþá vera fremur þunna. „Um- hverfisverndarsinna vantar alveg svona grípandi lag á borð við Ísland úr Nató, eins og hernaðarandstæð- ingar hafa,“ segir hann léttur í bragði. Tónlistarmenn verða aðgerðasinnar Tónlistarmönnum eru engar skorður settar um hvað þeir mega fjalla og margir hafa gagnrýnt fleira en stóriðju og sjávarútvegsstjórn í tónlist sinni. Þannig deildi Bjartmar Guðlaugsson á neysluhyggju og kapp- hlaupið við tímann sem einkennir nútímamanninn, í laginu Súrmjólk í hádeginu. Lagið hefur öðlast sess sem nokkurs konar baráttusöngur barna. Snemma á áttunda áratugnum gerðu Fræbbblarnir lagið Bjór, sem var baráttusöngur fyrir því að leyfa bjór hér á landi. Á Volta, nýjustu plötu Bjarkar, syngur hún baráttusönginn Declare Indipendence fyrir nágranna okkar Grænlendinga og Færeyinga. Í textanum segir: „Lýsið yfir sjálfstæði, látið þá ekki gera ykkur þetta,“ og á hún þá við Dani. Hip hop-tónlistarmaðurinn Móri sendi árið 2003 frá sér lagið Grænir fingur þar sem hann hvatti stjórnvöld til þess að lögleiða notkun kannabisefna. Skömmu síð- ar voru fjölmennir baráttutónleikar vegna kannabis- efna haldnir í Austurbæ. Móri er ekki eini hip hop-tónlistarmaðurinn sem hefur látið til sín taka í þjóðfélagsumræðunni. XXX Rottweilerhundar með Erp Eyvindarson í fararbroddi hafa skotið föstum skotum að stjórnmálamönnum, meðal annars að Árna Johnsen. Árið 2001 komst Erp- ur í kast við lögin fyrir að vera vitorðsmaður í árás á bandaríska sendiráðið í Reykjavík þegar svokölluðum mólotov-kokteil var kastað inn á lóð sendiráðsins. Deilt um áhrifin Það er ekki nóg að semja áróðurslög, það verður einhver að hlusta og taka mark á þeim boðskap sem tónlistarmennirnir reyna að koma á framfæri. Gunnar Lárus Hjálmarson, betur þekktur sem Dr. Gunni, telur að hér á landi hafi það lítið vægi að koma boðskap áleiðis í gegnum tónlist. Hann telur að þeir sem taki til sín slíkan boðskap séu þegar sömu skoð- unar. „Þetta hefur held ég engin áhrif. Er ekki bara verið að messa yfir hinum trúuðu? Fólk sem mætir á tónleika til styrktar náttúruverndarsamtökum var náttúruverndarsinnar áður en það mætti á tónleik- ana,“ segir hann. „Kannabis er ennþá bannað og Árni Johnsen er kominn aftur á þing.“ Stefán Pálsson er ekki sömu skoðunar, en seg- ir það þó afar vandmeðfarið að gera góðan pólitísk- an texta og komast upp með það, stjórnmálamenn- irnir hafi sannað það sjálfir. Sumir textar eldast vel, en aðrir hafa skemmri líftíma og þannig þyki mörg- um lög sem samin voru á sjöunda áratugnum held- ur hallærisleg nú um stundir. „Ég tel að þetta sé mjög öflugt tæki, grípandi og einfalt dægurlag getur virkað vel. Það verður þó að vera mjög vel gert. Annars get- ur þetta snúist í höndunum á fólki. Það er fátt sem er hallærislegra en illa saminn pólitískur texti.“ valgeir@dv.is „Verstu lögin með pólitískum boðskap eru al- veg án efa þegar stjórnmálamennirnir sjálfir syngja þau. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir söng Ó borg mín borg hér um árið og Framsóknar- flokkurinn hefur farið í hljóðver einu sinni eða tvisvar og það var svo slæmt að því má líkja við dauðann sjálfan.“ BuBBi MorThens fáir hafa sagt skoðanir sínar með jafn afgerandi hætti í gegnum tónlist og Bubbi. FlATeyri Lífið í sjávarpláss- um er vinsælt yrkisefni Bubba MóTMæli Kárahnjúkar og stóriðjustefnan eru vinsælt efni í lagasmíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.