Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 42
rður Hákon-
ardóttir ákvað
þriggja ára gömul
að hún ætlaði að
verða söngkona.
Hún lét söngko-
nudrauminn hins
vegar ekki rætast fyrr
en hún var orðin fullorðin, eins og
hún sjálf orðar það, en í dag er Urð-
ur söngkonan í hljómsveitinni Gus
Gus sem hefur getið sér gott orð inn-
an danstónlistarheimsins jafnt hér-
lendis sem erlendis. Gus Gus gaf út
plötuna Forever í apríl síðastliðnum
og hefur hljómsveitin fylgt plötunni
eftir með tónleikum um allan heim,
með hljómsveitinni í för hefur hins
vegar verið lítill gleðigjafi en Kría
Ragnarsdóttir, eins árs gömul dótt-
ir Urðar, hefur fylgt mömmu sinni
eftir á tónleikaferðalaginu. Blaða-
maður hitti mæðgurnar á Kaffitári
þar sem Kría litla sat stillt og prúð í
stólnum sínum með trópí og franskt
horn enda veraldarvön þrátt fyrir
ungan aldur.
Ætlaði að verða söngkona
þriggja ára
„Þegar ég var þriggja ára var ég
ákveðin í því að verða söngkona. Ég
lærði reyndar líka á píanó og fiðlu
en tók bara grunnnám í hljóðfæra-
leiknum því ég gafst alltaf upp áður
en það náði eitthvað lengra. Það
var reyndar alltaf meiri löngun hjá
mér að syngja frekar en að ég hafi
eitthvað endilega þorað því,“ segir
Urður sem var söngkona í tveimur
hljómsveitum áður en hún byrjaði
í Gus Gus en söng hins vegar aldrei
með sveitunum. „Við bjuggum til
tónlistina og allt en þegar kom að
því að ég þyrfti að syngja þorði ég
því aldrei sem varð bara til þess að
hljómsveitirnar hættu. Það var ekki
fyrr en ég var orðin fullorðin sem ég
þorði að syngja fyrir framan aðra.“
Nokkrum árum eftir að seinni til-
raun Urðar til að vera í hljómsveit
varð að engu starfaði hún á Kaffi-
barnum um tíma þar sem hún
kynntist þáverandi meðlimum Gus
Gus. „Á þessum tíma var mig far-
ið að langa til þess að syngja svo ég
sló bara til þegar tækifærið gafst. Ég
hafði alltaf verið að tala um það við
Magga Legó sem þá var í Gus Gus að
við þyrftum að gera eitthvað verkefni
saman. Einn daginn var svo ákveðið
í einhverju algjöru djóki að ég myndi
syngja með honum og Stebba Steph
sem voru að fara að DJ-ast á Thom-
sen um kvöldið. Ég mætti með þeim
í hljóðprufuna og það var bara geð-
veikt stuð svo ég söng með þeim um
kvöldið. Ég lét engan vita af því svo
vinir mínir voru frekar hissa þeg-
ar ég steig allt í einu á sviðið. Þegar
fólk kom svo eftir showið og fór að
hrósa mér margfaldaðist egóið mitt
bara algjörlega.“
Var að uppgvötva
danstónlistina
Í dag eru liðin sjö ár síðan Urð-
ur steig fyrst á svið með hljómsveit-
armeðlimum Gus Gus en töluverðar
mannabreytingar hafa orðið á tíma-
bilinu. „Þegar ég byrjaði árið 2000
voru fyrir í hljómsveitinni þeir Stebbi
Steph, Biggi, Maggi Legó, Siggi Kjart-
ans og Stefán Árni. Siggi og Stefán
hættu reyndar stuttu seinna og svo
fór Maggi úr hljómsveitinni líka,“ seg-
ir Urður sem segist hafa verið að upp-
gvötva danstónlist á þeim tíma sem
hún hóf störf með Gus Gus. „Sem
unglingur var ég alltaf að uppgvötva
hverja tónlistarstefnuna af annarri:
indí, og pönk og hip hop. Það er bara
þannig að þegar maður er ungling-
ur er maður alltaf að prófa eitthvað
nýtt og ætli það sama gildi ekki bara
um tónlistina. Danstónlistin var bara
næsti þröskuldur í tónlistinni hjá
mér.“
Tveggja og hálfs árs tónleika-
ferðalag
Í þann tíma sem Urður hefur
sungið með Gus Gus hafa komið út
tvær breiðskífur með sveitinni. sú
fyrri, Attention, kom út árið 2002 og
í kjölfarið var haldið í stórt og langt
tónleikaferðalag. „Við túruðum
mjög mikið eftir Attention, við fór-
um til Bandaríkjanna, Asíu og Evr-
ópu og vorum á túrnum í alveg tvö
og hálft ár. Þetta var alveg ótrúlega
skemmtilegt tímabil og allt svo nýtt
fyrir manni. Það er alveg frábært
að túra svona og fá tækifæri til að
ferðast til landa sem maður myndi
annars örugglega aldrei heimsækja
og ég held að það sem standi efst
upp úr sé að hafa fengið að ferðast
svona mikið. Við ferðuðumst um öll
Bandaríkin og til Rússlands og höf-
um líka spilað mjög mikið í Austur-
Evrópu.“
Ein með ellefu karlmönnum
Urður segir félagsskapinn líka
hafa verið ótrúlega skemmtilegan
en að sjálfsögðu sé erfitt að vera í
svona langan tíma með sama fólk-
inu. „Það var líka svolítið erfitt að
vera eina stelpan svona lengi. Á
tímabili túruðu strákarnir í Trabant
líka með okkur og þá var ég allt í
einu orðin eina stelpan með ellefu
karlmönnum í mánuð á rútuferða-
lagi,“ segir Urður sem fann sér hins
vegar áhugamál til að halda sér ró-
legri innan um fulla rútu af karl-
mönnum. „Ég fór bara að prjóna
peysu sem endaði reyndar sem
sirkustjald því ég bara prjónaði og
prjónaði endalaust,“ segir söngkon-
an hlæjandi.Handprjónaða sirku-
stjaldið náði þó ekki að verða mik-
ið stærra því í næstu tónleikaferð
kom Hrafnhildur Guðrúnardótt-
ir, vinkona Urðar, með hljómsveit-
inni í ferðina sem breytti miklu fyrir
Urði. „Hún er rosaleg stoð og stytta
en hún hefur mikið verið að stílis-
era okkur og svoleiðis. Hún útskrif-
aðist úr fatahönnun fyrir nokkrum
árum og er ótrúlega klár. Hún hefur
verið dugleg við að túra með okkur
síðan.“
Á djassbraut í FÍH
Haustið 2005 hóf Urður nám
við tónlistarskólann FÍH þar sem
hún hefur lært söng á djassbraut.
Nú er hún hins vegar í ársfríi. „Ég
er að túra svo mikið og er í einka-
tímum hjá Kristjönu Stefánsdóttur
söngkennara sem er mesti snilling-
ur sem ég hef nokkurn tíma kynnst.
Hún er alveg geðveik söngkona og
æðislegur kennari og bara alveg
ógeðslega klár. Það er eiginlega út
af henni sem ég fór í FÍH. Ég var
búin að heyra það hjá vinum mín-
um að ég ætti að fara til hennar og
svo komst ég að í tímum hjá henni
og ég er alveg ótrúlega glöð að hafa
fengið hana sem kennarann minn
því hún er svo klár í allri tækni og
frábær manneskja.“
Langt og erfitt vinnuferli
Erfiðlega gekk hjá hljómsveitinni
að koma plötunni Forever frá sér og
vinnuferlið var heldur langt. „Það
var svolítið skrítið vinnuferlið með
Forever. Það fór einhvern veginn allt
í marga hringi bara. Við vorum að
mörgu leyti búin með plötuna fyrir
tveimur árum en svo varð einhvern
veginn svo erfitt að klára bara og
senda plötuna frá sér þegar vinnu-
ferlið er orðið svona langt. Maður
fattar ekki alveg hvar maður á að
stoppa eða hvenær maður er orð-
inn sáttur. Þetta var svolítið erfitt á
tímabili en þegar við loksins ákváð-
um að hún væri tilbúin og gáfum
hana út var frábært að fá góðar við-
tökur og vita að maður hafi þó alla-
vega verið að gera eitthvað rétt. Ég
held maður verði bara blindur á það
sem maður er að gera þegar maður
liggur í baði svona lengi.“ Þrátt fyrir
að hljómsveitarmeðlimir hafi verið
orðnir sáttir við plötuna í lok síðasta
árs var beðið aðeins með útgáfu á
henni þar sem Urður var á þeim
tíma með Kríu litlu nýfædda og vissi
að það yrði erfitt að fara strax í tón-
leikaferðalög með hana svona unga.
„Kría var átta mánaða þegar við fór-
um fyrst í tónleikaferðalagið og það
hefur alltaf bara komið barnapía
með og aldrei verið neitt vesen að
hafa Kríu með í ferðinni.“
Kría var fljót að aðlagast
Urður segir það aldrei hafa
hvarflað að sér að fyrst hún væri að
verða mamma þyrfti hún að hætta í
hljómsveitinni. „Ég hugsaði aldrei
með mér að jæja fyrst ég væri nú
að verða mamma þyrfti ég bara að
gerast húsmóðir og finna mér vinnu
frá klukkan níu til fimm og hætta að
gera tónlist. Ef ég myndi hætta í Gus
Gus myndi það vera af einhverj-
um allt öðrum ástæðum en af því
að ég væri að eignast barn.“ Urður
segir janframt að það séu furðulitl-
ar breytingar sem fylgi því að hafa
ungbarn með í tónleikaferðalag-
inu. „Ég var auðvitað með einhverj-
ar áhyggjur af því í byrjun að börn
þyrftu að vera í ákveðinni rútínu en
það er ótrúlegt hvað þau eru fljót að
aðlagast. Við ferðumst oftast í rútu á
nóttinni og gistum í henni og þá er
Kría bara uppi í koju hjá mér og svo
erum við stundum á hóteli. Það eru
náttúrulega líka tólf manns saman á
ferðalaginu og allir eru ofsalega til-
búnir til þess að halda á henni og
passa hana svo hún hefur það bara
mjög fínt.“
Með tónlistina í blóðinu
Kría litla er svo sannarlega með
tónlistina í blóðinu því að sögn
Urðar byrjar hún að dilla sér leið
og hún heyrir í bassatrommunum.
„Það þarf ekki annað en bara ham-
ar og nagla slegið í takt og þá byrjar
hún að dansa. Hún er reyndar yfir-
leitt farin að sofa þegar við byrjum
að spila svo hún er þá bara úti í rútu
með barnapíunni. Hún kom samt á
Gus Gus tónleika síðasta mánudag
í Búdapest. Þá stóð hún við hliðina
á sviðinu og kallaði alltaf mamma,
mamma og var algjört krútt.“ Kría
hefur alltaf verið í góðum höndum
hjá félögum Urðar. „Í byrjun kom
föstudagur 17. ágúst 200742 Helgarblað DV
Þorði aldrei að syngja
Urður Hákonar-
dóttir er söngkona
hljómsveitarinnar
Gus Gus sem hefur
notið mikilla vin-
sælda jafnt hérlend-
is sem erlendis.
Fyrir rúmu ári eign-
aðist Urður dóttir-
ina Kríu sem hefur
frá átta mánaða
aldri túrað með
hljómsveitinni víða
um heim við kynn-
ingar á nýjustu
afurð sveitarinnar,
Forever.
UrðUr og KrÍa
Hafa ferðast saman um heiminn og
kynnt plötuna forever.