Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 56
föstudagur 17. ágúst 200756 Helgarblað DV
TónlisT
Hljómsveitin Monastereo
verður heldur betur iðin við
tónleikahald á Menningarnótt
en hljómsveitin kemur til með
að spila á þrennum tónleikum.
„Við spilum í portinu hjá Gull-
smiðju Ófeigs klukkan fjög-
ur, svo er stelpa sem ég þekki,
sem heitir Viktoría og býr í
Moskvu, að opna listasýningu
í Hinu húsinu svo við spilum
líka þar klukkan fimm og svo
endum við í Iðnó klukkan sex,“
segir Sigurður Atli Sigurðsson,
gítarleikari og söngvari hljóm-
sveitarinnar, en hann ásamt
yngri bróður sínum Arnari
Sigurðssyni stofnaði hljóm-
sveitina fyrir ári. „Við erum
fimm í hljómsveitinni. Fjór-
ir strákar og ein stelpa en svo
syngur kærastan mín reyndar
með í nokkrum lögum,“ segir
Sigurður en meðlimir Mona-
stereo eru fyrir utan hann og
Arnar bróður hans, þau Hlín
Ólafsdóttir, Sævar Már Ósk-
arsson og Hörður Freyr Harð-
arson. Meðlimirnir notast við
ýmis hljóðfæri við gerð tónlist-
arinnar sem verður best lýst
sem blöndu af indírokki og el-
ektrópoppi. „Við spilum á gítar,
bassa, trommur, bongótromm-
ur, þverflautu, bouzouki, ukul-
ele, midi-hljómborð og jap-
anska flautu.“ Enn sem komið
er hefur Monastereo ekki gefið
út neina plötu en það er aldrei
að vita hvenær ráðist verður í
gerð fyrstu plötunnar. „Við ætl-
um bara að vera dugleg við að
spila á tónleikum áður en við
förum í að gefa út einhverja
plötu,“ segir Sigurður að lok-
um en tónlistaráhugamönn-
um er svo sannarlega bent á
að láta þessa hljómsveit ekki
framhjá sér fara á morgun.
krista@dv.is
Sjónvarpsþátt-
urinn Year Zero
trent reznor og félagar í Nine Inch
Nails hyggjast nú gera plötuna Year
Zero að sjónvarpsþætti. Þátturinn er
sagður eiga að verða framtíðarþáttur
sem eigi að fjalla um ákveðið tímabil
þar sem mikið einræði ríkir í Bandaríkj-
unum og hægrisinnaður stjórnmála-
flokkur fer með völdin í landinu, en það
endurspeglar þemað á lögum Year
Zero-plötunnar. „Við erum nú þegar
búin að finna okkur framleiðanda og
ræðum nú við handritshöfunda,“ segir
trent reznor sem einnig er sagður hafa
gefið í skyn að hann hefði líka áhuga á
að gera kvikmynd byggða á plötunni.
Tónlistarakademía DV segir
Hlustaðu á þessa!
Empire fall - Elíza
örlög og Viðlög - Hagkvæm skemmtun í núinu
Hey Hey My My Yo Yo - Junior senior
Crazy? Yes! dumb? No! - the Mint Chicks
top Quality Bones and a little terrorist - Britta Person
Mynd um aðdá-
endur Morrisey
Mynd sem byggð verður á samskiptum
aðdáenda Morrisey við söngvarann
mun brátt koma út. Myndin ber heitið
Passions Just Like Mine og fjallar um
breiðan hóp aðdáenda sem hafa
fengið innblástur frá goðinu sínu
Morrisey. sagan kemur til með að vera
sögð með augum aðdáendanna sjálfra
og fá áhorfendur að sjá frá fyrstu hendi
hversu gríðarleg þráhyggja aðdáenda
getur orðið.
Einstakur Pearl
Jam DVD-diskur
tuttugasta og fimmta september
verður gefinn út dVd-diskur með
myndbrotum frá fimm af tónleikum
hljómsveitarinnar Pearl Jam á Ítalíu í
fyrra. Leikstjórinn danny Clinch lofar að
á þessum mynddiski muni fólk sjá Pearl
Jam í gjörsamlega nýju ljósi. „Þetta
verður einstakur diskur og ólíkur öllu
öðru. Það verða viðtöl við strákana á
bak við tjöldin á tónleikunum, við
fylgjumst með lífi þeirra á túrnum og
svo verða auðvitað geðveikar upptökur
frá tónleikunum.“
Hagkvæm skemmtun í núinu er hugmynd sem varð að hljómsveit.
Meðlimirnir eru nú orðnir um hundrað talsins og þeim fer ört fjölgandi. Jón
Bjarki Magnússon, einn af hugmyndasmiðum Hagkvæmrar skemmtunar í
núinu, segir alla sem eru fylgjandi hugmyndinni verða meðlimi í sveitinni.
Hagkvæm skemmtun í núinu
er eftirtektarverð og upprenn-
andi hljómsveit sem nýlega gaf
út plötuna Örlög og viðlög en sú
plata inniheldur tíu viðlög og er
platan sjö og hálf mínúta á lengd.
Jón Bjarki Magnússon er einn af
hugmyndasmiðum Hagkvæmrar
skemmtunar í núinu en segir hug-
myndina hafa vaknað á taílenskri
eyðieyju. „Þetta er í rauninni
hljómsveit sem byrjaði sem hug-
mynd. Allir þeir sem töluðu um
hugmyndina einhvern tímann og
eru fylgjandi hugmyndafræðinni
á bak við hagkvæma skemmtun í
núinu eru meðlimir, þannig að ef
þú finnur þig í hugmyndinni ertu
sjálfkrafa orðinn meðlimur. Þetta
snýst um það að fólk finni núið og
gleðjist og skapi eitthvað áhugavert
og skemmtilegt í núinu en það má
ekki vera of mikið sem þú leggur á
þig því þá er þetta kannski orðið of
skemmtilegt og of mikil skemmtun
getur bara haft niðurtúr í för með
sér sem er þar af leiðandi ekki orð-
ið mjög hagkvæmt,“ segir Jón Bjarki
og bætir því jafnframt við að mjög
mikilvægt sé að meðlimir leggi alls
ekki of mikið á sig og að allt gerist á
staðnum. „Við vorum til dæmis al-
veg búnir að hugsa um einhverjar
þrjár aðrar plötur áður en við tók-
um upp Örlog og viðlög en þær
plötur voru bara í einhverjum allt
öðrum núum sem liðu bara hjá því
við vorum ekki með neitt stúdíó til
að taka þær upp þegar við feng-
um hugmyndina að þeim. Svo vor-
um við bara allt í einu komnir með
stúdíó, við vorum í núinu og það
var hagkvæm skemmtun í gangi
svo þessi plata varð til.“
Unnið að þriðju útgáfu
Á Örlögum og viðlögum má
finna lög á borð við Hagkvæmt
diskó, Hagkvæmt reggae og Hag-
kvæma heimstónlist. „Það er bara
svona viðlagaþema á þessum diski
en okkur fannst hins vegar ekki
nógu hagkvæmt að hún væri bara
sjö og hálf mínúta á lengd á með-
an það er pláss fyrir miklu meira
á geisladisknum. Við tókum þess
vegna öll lögin upp átta sinnum til
að nýta plássið og þar af leiðandi er
fólk eiginlega að kaupa átta plöt-
ur í einni sem er náttúrulega mjög
hagkvæmt. Við erum reyndar núna
að endurútgefa plötuna. Fyrstu út-
gáfu gáfum við í útflutningspartíi
sem við fórum í sama kvöld og plat-
an var tekin upp,“ segir Jón Bjarki
sem bætir því við að hún hafi ver-
ið kláruð á seglskútu. „Við tókum
okkur klukkutíma pásu frá hljóð-
verinu og skelltum okkur á segl-
skútu þar sem við sömdum síðasta
lagið á plötunni sem er Hagkvæmt
sing along. Aðra útgáfu gáfum við
svo um verslunarmannahelgina
þegar fólk var að kaupa sér einnota
tjöld og fannst okkur þá sniðugt að
gefa einnota geisladiska með tjöld-
unum. Á annarri útgáfu voru lögin
reyndar bara tekin upp einu sinni
því við komumst að því að það
væri náttúrulega óhagkvæmt fyrir
okkur að eyða of miklum tíma fyr-
ir framan tölvuna. Nú erum við svo
að vinna í þriðju útgáfu sem verð-
ur seld í Tólf tónum og er því meiri
vinna lögð í þá útgáfu. Það er til
dæmis listamaður að sauma saman
umslagið og þetta mun líta svolítið
út eins og öskupoki með geisladisk
og textabútum með hugmynda-
fræði Hagkvæmrar skemmtunar í
núinu,“ segir Jón Bjarki.
Ekki spurning um fjárhagslega
hagkvæmni
Hljómsveitarmeðlimum Hag-
kvæmrar skemmtunar í núinu fer
ört fjölgandi en áður en platan var
tekin upp voru meðlimirnir fjöru-
tíu og þrír en nú eru þeir hins vegar
orðnir hátt í hundrað. „Það er öllum
sem finna sig í hugmyndinni frjálst
að hóa í vini sína og gefa út plötu.
Það er engin skylda að það séu við-
lög, það var bara þemað á fyrstu
plötunni, en fólk má útfæra sína
hugmynd eins og það vill. Við erum
ekki með neinn einkarétt á hug-
myndinni en við yrðum örugglega
fúlir úti í horni ef einhver myndi
bara misskilja hugmyndafræðina
en það eru samt engar reglur á bak
við Hagkvæma skemmtun í núinu.
Það væri náttúrulega alveg ógeðs-
lega gaman ef þetta yrði að svona
hljómsveit sem gæfi út flestar plötur
af öllum hljómsveitum og það væri
bara gefin út ein plata í hverri viku
jafnvel,“ segir Jón en bætir því jafn-
framt við að það sé engin spurning
um peningalega hagkvæmni held-
ur sé þetta frekar spurning um gleði
og skemmtun enda verður platan
seld fyrir einungis fimm hundr-
uð krónur. „Hljómsveitin er orðin
mjög alþjóðleg í dag. Johnny vinur
minn frá Englandi söng til dæmis
lagið Hagkvæm heimstónlist á ís-
lensku. Svo eru meðlimir frá Ísra-
el, Svíþjóð, Kanada og svo má lengi
telja. Við vonum bara að sem flest-
ir finni sig í Hagkvæmri skemmtun
í núinu,“ segir Jón Bjarki að lokum
en nánar má lesa sér til um hug-
myndafræðina á myspace-síðunni
myspace.com/practicalfun.
krista@dv.is
Hljómsveitin Monastereo spilar hressandi blöndu af indírokki og
elektrópoppi og spilar á þrennum tónleikum í miðbænum á morgun: Monastereo fer
hamförum á
Menningarnótt
HAGKVÆM
SKEMMTUN
Í NÚINU
Jón Bjarki og Árni Hjörvar
Eru tveir af hundrað meðlimum
Hagkvæmrar skemmtunar í núinu.
DV-mynd Ásgeir