Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 40
Elvis Presley, dáðasti söngvari allra tíma, lést á heimili sínu í Memp- his í Bandaríkjunum 16. ágúst 1977, fjörutíu og tveggja ára. Andlát hans vakti töluverða fjölmiðlaumfjöllun hér á landi þó Íslendingar lifðu enn við sovétkerfi í útvarpsmálum 1977. Í Kananum voru lögin hans leikin nánast samfellt í heila viku og þeir sem upplifðu rokkæðið tuttugu árum áður, treguðu þennan dagfarsprúða dreng og spurðu auðvitað í leiðinni, eins og skáldið forðum: „Hvar hafa dagar lífs mins lit sínum glatað?“ Presley og fyrsta unglingakyn- slóðin Við lát Presleys rifjuðu menn það gjarnan upp að hann var í raun miklu meira en venjuleg tískubóla í dæg- urlagaheiminum. Atvikin höguðu því svo að Elvis Presley varð stærsta nafnið í rokkbylgjunni sem upphófst í Bandaríkjunum 1955 og flæddi þaðan um allan hinn vestræna heim á næstu tveimur árum. Þessi fátæki, feimni og viðkvæmi unglingur sem hafði verið lagður í einelti í skóla sín- um í Memphis, varð persónugerv- ingur fyrir tónlistarstefnu sem víða um heim markaði upphafið að sér- stakri unglingamenningu, meðal annars hér á landi. Aldurshópur sem áður hafði hvorki verið fugl né fiskur í samfé- laginu, of ungur til að vera fullorðinn og of gamall til að vera börn, var allt í einu orðinn sýnilegur og óþægilega fyrirferðarmikill, en um leið álitleg- ur markaðshópur, með eigin tónlist, dans, klæðnað, hárgreiðslu, sam- komustaði, plötuverslanir, tímarit, viðhorf og framkomu. Rokkið færði ungar kvennaskólastúlkur úr síðpils- um og í gallabuxur og renndi brillj- antínblautri greiðunni í gegnum hár piltanna niðri á Ísborg og Hressó. Þetta var rokkkynslóðin hans Presleys - fyrstu unglingar Íslandssögunnar - sem nú eru á leið á elliheimilin. Róttækt rokk Hræringar rokksins höfðu heldur betur ögrað íhaldssömum góðborg- urum og ráðsettum menningarvitum á árunum 1956 og 1957, ekkert síð- ur hér á landi en í Bandaríkjunum. Tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins (sem þá var auðvitað eina útvarpsstöðin hér á landi fyrir utan Kanann) hafði bannað lagið Allt á floti með Skafta Ólafssyni, 1957, og Morgunblað- ið hafði skyndilega miklar áhyggjur af unglingum á glapstigum og hafði ekki undan að spá fyrir um endalok rokksins. Og kannski voru þetta skiljanleg viðbrögð hinna fullorðnu því þeir voru sko engir fermingardrengir, hörðustu og róttækustu rokkararn- ir á borð við Little Richard, Jerry Lee Lewis og Chuck Berry sem söng glað- beittur: „Roll over Beethoven and tell Tchaikovsky the news.“ Rokkið var menningarbylting sem hafði feikileg áhrif á réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. Rokkinu blæðir Elvis varð hins vegar aldrei eins róttækur menningarskelfir og gamla fólkið óttaðist, og hrein- ræktuðustu rokkararnir létust ann- aðhvort langt fyrir aldur fram eða týndu taktinum. Elvis var kallaður í herinn og hélt til Vestur-Þýska- lands 1958, Little Richard sneri baki við rokkinu af trúarlegum ástæð- um, Jerry Lee Lewis giftist korn- ungri frænku sinni og missti þá frétt í fjölmiðla, Buddy Holly, Ritchie Valens og Big Bopper fórust allir í sama flugslysinu í febrúar 1959 og Chuck Berry fékk á sig furðulegan fangelsisdóm. Hið tæra og ögrandi rokk frumkvöðlanna þokaði smám saman fyrir daufari eftirhermum á borð við Pat Boon, Ricky Nelson, Connie Francis og Fabian sem sum hver voru lítið annað en snoppu- fríðar markaðsímyndir dægurlaga- iðnaðarins. Taugaveiklaðir menn- ingarvarðhundar gátu því slakað á og náð áttum árið 1959. Presley og rokkið Því hefur stundum verið haldið fram að ráðandi markaðs- og stjórn- málaöfl hafi átt stóran þátt í því að draga tennurnar úr hinni upphaf- legu rokkbylgju og Elvis Presley hafi til dæmis verið þvingaður til að syngja sykursætar ástarmelódíur í síauknum mæli. Jerry Lee Lewis lét svo um mælt löngu síðar að Presley hefði svikið rokkið. Það er að vísu rétt að Presley varð konungur rokksins á upphafsárum þess. En það breytir ekki þeirri stað- reynd að tónlistarrætur hans lágu mun víðar en í rokkinu. Hann ólst upp við kántrítónlist, r&b-tónlist og gospeltónlist, sótti sinfóníutónleika og óperur og átti sem unglingur plöt- ur með Mario Lanza og Dean Mart- in. Það gátu því ýmsir orðið kaþólsk- ari en páfinn í þessum efnum. Bítlar og pólitík Þeir sem skelfdust rokkið hér á landi 1957, áttu eftir að fá alvarlegri áföll með Beatles-bylgjunni 1963, hippahreyfingunni upp úr 1967 og pólitískum mótmælasöngvurum á borð við Donovan, Bob Dylan og Joan Baez (eða Jóhönnu frá Bægisá eins og Laxness kallaði þessa vin- konu sína). Elvis Presley var því fyrir löngu orðinn yndislegur, saklaus drengur og málsvari vestrænnar menningar í huga íhaldsmanna af öllu tagi þeg- ar hann lést, saddur lífdaga, í ágúst 1977. Eftir stóð minningin um sæta, hlédræga strákinn sem upphaflega hristi á sér lappirnar af tómum sviðs- skrekk. Með fyrstu plötu sinni hjá RCA, Heartbreak Hotel, í ársbyrj- un 1956, hafði honum einnig tekist að hrista duglega menningarstoðir vestrænna samfélaga. En hann söng líka betur en allir aðrir og það er lík- lega kjarni málsins. Ættfræði DV ættfræði U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s Í fréttum var þetta helst... 17. ágúst 1977 Rokkarinn er þagnaður Ættfræði DV Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp frétt- næma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk�dv.is föstudaGur 17. áGúst 200740 Bjarni Guðjónsson framreiðslumaður Bjarni Guðjónsson fæddist á Bjarnastöðum á Grím- staðarholtinu. Hann lauk sveinsprófi frá Mat- reiðsluskóla Íslands 1949. Bjarni var fram- reiðslumaður á Hótel Borg 1949-54, yfirþjónn á Naustinu 1954-62, stofn- aði þá Klúbbinn og var framreiðslumaður þar til 1965 er hann réðst til Hótel Loftleiða. Þar var hann ráðgjafi við bygg- ingu hótelsins, yfirþjónn á Loftleiðum, barþjónn á Vínlandsbar og loks framreiðslumaður og barþjónn á Hótel Esju frá 1991. Bjarni var formaður Félags framreiðslumanna 1962, gjaldkeri Barþjónaklúbbsins, varð Íslands- meistari barþjóna 1978, hlaut silf- urverðlaun á heimsmeistaramóti barþjóna í Tókýó 1971, Norður- landameistari í Kaupmannahöfn 1979 og hlaut heiðursviðurkenn- ingar fyrir störf sín hjá finnska forsetaembættinu og sænska konunginum, er heiðursfélagi Barþjónaklúbbs Íslands og Félags framreiðslu- meistara. Eiginkona Bjarna var Diljá Esther Þorvalds- dóttir, f. 17.10. 1929, d. 30.8. 2003, húsmóðir og verslunarmaður. Börn Bjarna og Dilj- ár eru Gróa Reykdal, f. 11.8. 1947, hjúkrunar- fræðingur í Reykjavík; Guðrún Valgerður, f. 29.8. 1949, verslunarmaður í Reykjavík; Jón Þorvaldur, f. 13.2. 1957, bifvélavirki í Reykjavík; Guðjón, f. 7.2. 1959, arkitekt og myndlistamaður í Reykjavík. Foreldrar Bjarna voru Guðjón Bjarnason, f. 29.8. 1888, d. 1952, útvegsbóndi á Bjarnastöðum, og k.h., Guðrún Valgerður Guðjóns- dóttir, f. 24.6. 1896, d. 1988, hús- móðir. Bjarni verður í sumarbústað sínum í Grímsnesinu á afmælis- daginn. Geir fæddist í Reykja- vík en ólst upp á Akur- eyri 1951-67. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1967, kandídatsprófi í læknisfræði frá HÍ 1974, og stundaði sérfræði- nám í barnalækningum í Svíþjóð 1975-80. Geir starfaði við Östra sjukhuset í Gautaborg 1980-81 og á Húsavík 1981-82, var sérfræð- ingur við FSA frá 1982, um skeið yfirlæknir við barnadeild Fylkissjúkra- hússins í Lillehammer, svæfinga- læknir og yfirlæknir lyflæknis- deildar Sjúkrahúss Suðurlands 1998-99, rekur læknastofu á Domus Medica og er auk þess aðili að Barnalæknaþjónustunni og starfar við Ungbarnaverndina á Sólvangi í Hafnarfirði. Geir kenndi læknanemum í Gautaborg og Eskiltuna, var stundakennari við hjúkrunar- svið HA, var formaður Lands- sambands áhugafólks um floga- veiki á Norðausturlandi, sat í stjórn Læknafélags Akureyrar og í stjórn Læknafélags Suður- lands. Eiginkona Geirs er Kolbrún Þormóðsdóttir, f. 11.1. 1952, kennari og leiðsögumaður. Börn Geirs og Kol- brúnar eru Steinunn, f. 4.3. 1971, dýralælknir í Reykjavík; Nanna, f. 23.1. 1975, ferðamála- fræðingur, tækniteiknari og nemi í byggingafræði í Kaupmannahöfn; Auður, f. 24.3. 1976, nemi í viðskiptafræði við HÍ; Þormóður, f. 11.9. 1979, nemi í lyfjafræði við HÍ. Foreldrar Geirs voru Friðgeir Hólm Eyjólfsson, f. 18.10. 1918, d. 16.10. 1996, skipstjóri á Akur- eyri og síðar í Reykjavík, og k.h., Elín Auðunsdóttir, f. 2.4. 1915, d. 21.4. 1992, húsmóðir. Geir heldur upp á afmælið í faðmi fjölskyldunnar og íslenskr- ar náttúru. Helgi fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MT 1977, BA-prófi í fé- lagsfræði frá HÍ 1982, MA-prófi í félagsfræði frá University of Mis- souri-Columbia 1985, fyrri hluta doktorsprófs þaðan 1987 og Ph.d-prófi frá sama skóla 1992 með áherslu á afbrotafræði. Þá stundaði hann nám við Evrópska sumarhá- skólann í Berlín 1988 og lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði við HÍ 1992. Helgi stundaði rannsóknir fyr- ir félags- og samgönguráðuneytin og fyrir Framkvæmdastofnun Ís- lands 1981-83, var aðstoðarkenn- ari við Missouri-háskóla 1982-85, sjáflstæður kennari þar 1985-87, kenndi við MR 1987-96, stunda- kennari við félagsvísinda- deild HÍ 1987-90, lektor þar frá 1990, dósent frá 1995 og er prófessor við deildina frá 2001. Helgi er formaður Fé- lagsfræðingafélags Ís- lands og fulltrúi Íslands í Norræna sakfræðiráð- inu. Eigikona Helga er Kristín Hildur Ólafsdótt- ir, f. 10.9. 1960, mynd- og handmenntakennari. Börn Helga og Kristín- ar Hildar eru Páll Fannar Helgason, f. 13.10. 1989, nemi; Elín Áslaug Helgadóttir, f. 21.7. 1993, nemi. Foreldrar Helga: Gunnlaugur Pálsson, f. 25.3. 1918, d. 14.7. 1983, arkitekt í Reykjavík, og k.h., Áslaug Zoega, f. 19.1. 1926, húsmóðir. Helgi heldur upp á afmælið með fjölskyldunni. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við HÍ Geir Friðgeirsson barnalæknir 80 ára á föstudag 60 ára á laugardag 50 ára á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.