Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 47
Meistarinn Elsa Yeoman Matgæðingurinn DV Helgarblað föstudagur 17. ágúst 2007 47 „Ég fékk Ameríkana í mat og lang- aði til að bjóða honum upp á hrefnu- kjöt. Ég fékk þá hugmynd að þessu og kokkaði þetta bara upp. Og þetta var ofsa gott,“ segir Elsa Yeoman, húsmóðir í Vesturbænum og mat- gæðingur vikunnar, sem býður upp á hvalkjötsforrétt og humarsúpu. Að sögn Elsu getur hvalkjötsréttur- inn líka alveg virkað sem aðalréttur. Hún hefur aðeins eldað hann í þetta eina skipti fyrir gestinn að vestan en hyggst gera það margoft í framtíðinni þar sem vel tókst til. Humarsúpuna kokkaði Elsa líka bara upp úr sjálfri sér fyrir tólf manna matarboð sem hún var með nýverið. „Súpan var æði, var algjört hit,“ segir Elsa sem neitar því að vera einhvers konar áhættufíkill, þótt hún taki upp á því að prófa nýjan rétt fyr- ir tólf manna matarboð. „Mér finnst bara svo gaman að prófa og bulla bara eitthvað úr alls konar hráefni. Ég held að fólk þurfi einmitt að prófa að púsla alls kyns hráefni saman og opna á sköpunargáfuna. Ef það verð- ur vont fær fólk sér bara pylsu á leið- inni heim.“ Hrefnu-Gull fyrir 4 1 pakki blandaðir sveppir (fæst í Hagkaupum) 8 sneiðar beikon 1 ½ teskeið svartur pipar 400 g hrefnukjöt frá KáEss 1 gullostur Blóðberg eftir smekk (má sleppa) saltað eftir smekk steikt á pönnu: beikon, sveppir og pipar. steikt á sérpönnu: fínt skorið hrefnu- kjöt, steikt um það bil 1 ½ mínútu á hvorri hlið. gullostur skorinn í 4 sneiðar þvert á hringinn og hrefnukjötið lagt ofan á sneiðarnar og sveppablöndunni hellt ofan á. Kryddað með blóðbergi og salti eftir smekk og stemningu. Humarsúpa fyrir 4 500 g humar (tekinn úr skeljum) 1 l vatn 2 grænmetisteningar 1/2 blaðlaukur 1 laukur 3 hvítlauksrif 1 teskeið svartur pipar 2 matskeiðar hunang 2 matskeiðar tómatþykkni 250 g smjör 2 bollar hvítvín ferskt óreganó ferskur parmesanostur Soðið í potti: humarskeljarnar, vatnið, grænmetisteningar, blaðlauk- ur, laukurinn, hvítlaukurinn, pipar- inn, hunangið og þykknið í um það bil 1 klst. Jukk og skeljar sigtað frá og vökvi færður í stærri pott. Bætið þá út í smjörinu. Humarinn settur út í og látin malla í um það bil 3 mínútur. Að lokum er hvítvíninu hellt út í. Borið fram með fersku óreganó og rifnum parmesanosti. Yndislegt er að drekka kalt þýskt eða austurrískt hvítvín með þessum rétti. Elsa skorar á vinkonu sína, Hörpu Hilmarsdóttur, að vera matgæðingur næstu viku. Shiraz-þrúgan í Ástralíu Nafnið á shiraz-þrúgunni er dregið af borginni shiraz í Íran en á þeim slóðum er talið að vínrækt hafi hafist fyrir um 7000 árum. sagan segir að krossfarinn guy de´sterimberg hafi komið með þrúguna til frakk- lands. Hann varð einsetumaður í rónardalnum og vínbúgarður hans nefndur Hermitage. Þrúgan er kölluð syrah í frakklandi og yfir- leitt í Bandaríkjunum en í ástralíu, Kanada og suður-afríku nefnist hún shiraz. Petite sirah er hins vegar blendingur og því ekki sama þrúgan. Lengst af var hún reyndar kölluð hermitage í ástralíu. Það var James Busby sem kom með shiraz-þrúg- una til ástralíu 1832. shiraz er algengasta þrúgan í ástralíu en svo hefur ekki alltaf verið. á áttunda áratugnum voru ýmsar hvítvíns- þrúgur svo vinsælar að shiraz-þrúgan var víða rifin upp með rótum. Þetta breyttist á níunda og tíunda áratugnum, meðal annars vegna velgengni vína eins og Lindem- ans og Jacob´s Creek í Bretlandi og ros- emount í Bandaríkjunum. skattastefna stjórnvalda undir lok síðustu aldar ýtti einnig undir ræktun á shiraz og fleiri þrúgum. Þrúgan er aðallega rækt- uð í suður-ástralíu, í Barossa-daln- um, McLaren Vale og Clare-daln- um. áströlsk shiraz-vín eru yfirleitt afar bragðmikil og alkóhólrík. Þau eru með mikið og gott tannín og afar vel fallin til geymslu. Mörg þeirra er gott að geyma í 10 til 15 ár. dökk ber, fjólur, súkku- laði, espressokaffi, svartur pipar, villtar kryddjurtir, mold, leð- ur og trufflur er oft notað til að lýsa þess- um vínum. áströlsk vín hafa farið sigurför um heiminn og eru vinsæl á Íslandi. Það kemur því mörgum á óvart að fram- leiðsla ástralíu er 1/12 hluti framleiðslunnar á Ítalíu og aðeins 2% af heimsframleiðsl- unni.Pálmi jónasson vínsérfræðingur DV TEMPUS TWO VINE VALE SHIRAZ 2005 tempus two er skemmtilegt fyrirtæki í örum vexti. upphafsár- ið 1997 framleiddu þeir 6.000 kassa af víni en nú eru þeir yfir 100.000. Víntegundirnar eru 19 og flöskurnar sérinnfluttar, sérkennilegar í laginu og með miða úr málmi. Venjulega eru slíkar æfingar til að skapa útlit utan um ómerkilegt innihald en ekki hér. Þetta er afar áfengt (15%) og ágengt vín. sterkur ilmur af plómum, sveskjum, brómberjum, pipar og eikarvan- illu. Þessi mikla og áfenga lykt minnir á bláan Ópal, Victory V og hóstasaft. Í munni enn meiri pipar, plómur og brómber með karmellukeim af tólf mánuðum í eikartunnum. Mjög kraft- og bragðmikið vín. áberandi tannín sem myndi mildast á nokkrum árum í kjallara. Kröfuhart vín sem reyndist vel með villibráð og sterkum ostum. 1.830 krónur. D´ARENBERG FOOTBOLT SHIRAZ 2003 Það eru ekki mörg fjölskyldufyrirtæki eftir í ástralskri víngerð, en þetta er sannarlega eitt þeirra. Bindindismaðurinn Joseph Osborn keypti fyrirækið 1912 en hann var framkvæmdastjóri vínfyrirtækisins thomas Hardy & sons. sonur hans tók við rekstrinum 1943 og sonarsonurinn, francis d´arenberg, hætti í skóla 16 ára til að hjálpa sjúkum föður sínum. Hann tók við rekstrinum 1957 og innleiddi rauða strikið sem hefur einkennt flöskurnar æ síðan. sonur hans, Chester d´arenberg Osborn, varð aðalvíngerðarmaður 1984 og þeir feðgar stýra enn rekstrinum. Vínið heitir footbolt eftir veðhlaupahestinum sem gerði stofnandanum kleift að kaupa víngerðina. angan af dökku súkkulaði, dökkum berjum, rúsínum, kryddi og kirsuberjum. Bragð af dökkum berjum, pipar, leðri, tóbaki, mold, rúsínum, kaffi og villtum kryddjurtum. Lokað í upphafi en tók hressilega við sér við öndun. Batnar örugglega enn frekar við geymslu. 1.650 krónur. WYNDHAM ESTATE BIN 555 SHIRAZ 2004 fyrirtækið hefur framleitt vín í meira en 175 ár. Það var breskur innflytjandi, george Wyndham, sem hóf vínrækt á bökkum árinnar Hunter árið 1830. sjö árum síðar kom fyrsta vínið á markað, undir merkjum dalwood Wines. Nafninu var breytt í Wyndham Estate árið 1970, hundrað árum eftir lát stofnandans, george Wyndham. Bin 555 er með áberandi lykt af lakkrísjurt og plómum en einnig má greina bláan Ópal, kerfil, sveskjur og möndlur. Meiri plómur og lakkrís í munni, sveskjusteinn, hindber, möndlur og súkkulaði. Milt tannín og lítil eik miðað við 15 mánuði á tunnu. Þykkt og bragðmikið. gott vín en nær ekki alveg fjórða glasinu. 1.550 krónur. Einkunn í vínglösum: IIIII Stórkostlegt IIII Mjög gott III Gott II Sæmilegt I Slakt á heimleiðinni Pylsa ef illa fer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.