Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 22
Hin hliðin DV HIN HLIÐIN RagnhilduR Steinunn JónSdóttiR dagSkRáRgeRðaRkona n Nafn og kyn: „Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, kona.“ n Atvinna: „Dagskrárgerðarkona.“ n Hjúskaparstaða: „Í sambúð með Hauki Inga Guðnasyni.“ n Fjöldi barna: „Engin.“ n Áttu gæludýr? „Nei.“ n Ef þú værir bíll, hvaða bíltegund vildirðu vera og hvers vegna? „BMW vegna þess að mér finnst þeir bílar ansi liprir.“ n Hefurðu komist í kast við lögin? „Já, en þó ekkert stórvægilegt.“ n Borðarðu þorramat? „Nei, ég hef ekki einu sinni smakkað hákarl!“ n Hefurðu farið í megrun? „Nei.“ n Græturðu yfir minningargreinum um ókunnuga? „Já, hiklaust.“ n Hefurðu tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Nei.“ n Lestu blogg? „Já, ég les ýmis blogg á hverjum degi.“ n Trúirðu á framhaldslíf? „Já, ég trúi á framhaldslíf í öðru formi.“ n Er líf á öðrum hnöttum? „Að sjálfsögðu!“ n Kanntu dónabrandara? „Ég er mjög gleymin á alla brandara en, já, ég kann nú einhverja.“ n Kanntu þjóðsönginn? „Ahhh... nei, ekki allan. Þykist samt alltaf kunna hann á landsleikjum, hreyfi varirnar og syng annað hvert orð!“ n Kanntu trúarjátninguna? „Já, ég kann hana en ég er ekki viss um að ég trúi öllu sem stendur í henni.“ n Spilarðu á hljóðfæri? „Já, ég var að byrja að læra að spila á gítar. Sit öllum stundum, með sigg á fingrunum og reyni að komast í gegnum „stóru söngbókina“.“ n Styðurðu ríkisstjórnina? „Pass.“ n Hvað er mikilvægast í lífinu? „Heilsan.“ n Hvaða fræga einstakling myndirðu helst vilja hitta og af hverju? „Ég myndi pottþétt vilja hitta Madonnu vegna þess að ég hef haldið upp á hana síðan ég var 5 ára.“ n Hefurðu eytt peningum í vitleysu - þá hvaða? „Já, oft og mörgum sinnum, ég hef til dæmis oft keypt föt sem mér finnst falleg þótt þau passi engan veginn á mig.“ n Heldurðu með einhverju íþróttafélagi? „Já, ég held með Fylki.“ n Hefurðu ort ljóð? „Já.“ n Eru fatafellur að þínu mati listamenn? „Pass.“ n Eru briddsspilarar að þínu mati íþróttamenn? „Pass.“ n Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Valdafíkn.“ n Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Pass.“ n Stundarðu íþróttir? „Já, fullt af þeim, syndi, dansa, spila „fótbolta“ og fleira.“ n Hefurðu látið spá fyrir þér? „Nei, ég hef reyndar aldrei látið spá fyrir mér, þarf að fara að hafa samband við Sigríði Klingenberg!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.