Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 45
DV Ferðalög föstudagur 17. ágúst 2007 45
U m s j ó n : B a l d u r G u ð m u n d s s o n . N e t f a n g : b a l d u r @ d v . i s
á ferðinni
Samferda.net
Vefsíðan samferda.net er líklega ein
besta og umhverfisvænsta hugmynd
sem fram hefur komið á netinu til
þessa. Vefsíðan er ætluð þeim sem
vilja deila með sér bensínkostnaði
með því að ferðast saman á einum bíl.
á síðunni getur hver sem er óskað
eftir fari frá einum stað til annars, eða
boðið öðrum far með sér. Viðkomandi
þarf einungis að segja hvert og
hvenær hann vill fara og hvort hann
óski eftir fari eða farþegum. Loks skilur
auglýsandinn eftir nafn og símanúmer
og getur þá átt von á símtali frá
einhverjum þeim er síðuna skoðar.
Heimasíðan er að þýskri fyrirmynd en
það var kona að nafni anita Hubner
sem kom með hugmyndina til Íslands
en Birgir Þór Halldórsson setti íslenska
útgáfu á laggirnar árið 2005. Þess ber
að geta að síðan er öllum opin og
auglýsingarnar ókeypis.
Jakobína fór um verslunarmanna-
helgina ásamt 12 vinum sínum og
ættingjum í fjögurra daga göngu-
ferð um hálendi Íslands, frá Sveins-
tindi að Strút. Ekið var af stað í lang-
ferðabíl frá Umferðarmiðstöðunni í
Reykjavík til Víkur í Mýrdal, þar sem
snæddur var hádegisverður. Að svo
búnu var haldið í uppsveitir Vestur-
Skaftafellssýslu þar sem leiðin lá að
Hólaskjóli. Þar gerði hópurinn, sem
var 20 manns, klárt fyrir gönguna, en
ferðin var svokölluð trússferð sem
þýðir að farangrinum var ekið á án-
ingarstað. Hópnum var því næst ekið
að Langasjó þar sem gangan hófst.
Gengið á Sveinstind
„Fyrsta daginn tókum við stefn-
una beint á Sveinstind. Sú ganga
tekur 1 til 2 tíma en leiðin er nokk-
uð brött,“ segir Jakobína en ferðin
var farin á vegum Útivistar, sem er
áhugamannaferðafélag. „Við feng-
um mjög gott og bjart veður fyrsta
daginn. Á tindinum sáum við Heklu,
Eyjafjallajökul, Mýrdalsjökul, Hofs-
jökul, Vatnajökul; í rauninni megn-
ið af hálendi landsins. Það var alveg
stórkostlegt. Eftir að hafa stoppað
nokkra stund á tindinum lögðum við
af stað í átt að skálanum sem við gist-
um í um nóttina,“ segir Jakobína en
með í för var vinafólk hennar frá Sví-
þjóð sem var í sinni fyrstu Íslands-
ferð. „Í hópnum voru auk þess tvö
ungmenni, piltur og stúlka sem eru
13 ára gömul. Þessi ganga er löng
og ströng og þess vegna frábært að
þau skyldu koma með okkur og klára
gönguna.“
Frá Sveinstindi til Álftavötnum
„Við vöknuðum í rigningarsudda
á föstudeginum. Það var hins veg-
ar ekki mjög hvasst þannig að við
gátum vel haldið áætlun en þenn-
an dag var stefnan tekin á Skælinga.
Við gengum niður með Skaftá þar
sem við skoðuðum ótrúlegar hraun-
myndanir úr Lakagígum og fallegar
mosabreiður,“ segir Jakobína. Hópur-
inn var svo kominn í kofa um kvöld-
matarleytið en þá voru margir orðnir
blautir og þreyttir enda ausandi rign-
ing. „Þegar við vöknuðum á laugar-
daginn hafði stytt upp og sólin skein.
Það var kærkomið því þá gafst okk-
ur tækifæri á að þurrka skó, föt og
búnað. Þegar allir voru orðnir þurr-
ir var haldið af stað. Við gengum upp
á Gjátind við Eldgjá. Fararstjórarnir
sögðu okkur að það væri afskaplega
fátítt að komast
bæði á Sveinstind og Gjátind
í björtu og góðu veðri. Seinna um
daginn skoðuðum við Ófærufoss
sem er sérstaklega fallegur. Áður fyrr
lá náttúruleg steinbrú yfir ána við
fossinn en hún hrundi árið 1993. Við
héldum því næst áfram niður í Álfta-
vötn sem var ansi langur spotti. og
við vorum ekki komin í skála fyrr en
klukkan 9 eða 10 um kvöldið,“ segir
Jakobína. Þar þurftu þau að bera all-
an farangurinn 100-200 metra niður
brekku, að skálanum. Um morgun-
inn þurfti svo að bera farangurinn
upp brekkuna aftur svo hægt væri að
sækja hann. Jakobína segir það hafa
verið eitt það erfiðasta við ferðina.
„Það voru allir orðnir þreyttir eftir
langa göngu um daginn svo þetta var
býsna mikil raun.“
Huldufólk við skála
Á sunnudeginum var mjög bjart
og hlýtt en töluvert rok. Hópurinn
gekk meðfram Syðri-Ófæru, yfir heið-
ar og niður að Hólmsárbotnum. Þar
þurftu þau að vaða Hólmsá. „Vatnið
náði okkur upp undir hné og var ekki
nema um 6 gráðu heitt. Kuldinn stakk
mann í fæturna en fólki fannst þetta
misjafnlega óþægilegt, sumir hér um
bil æptu af sársauka,“ segir Jakobína
en fólk var fljótt að gleyma kuldan-
um þegar það var komið upp á bakka
hinum megin. Eftir að hafa gengið
nokkurn spöl skelltu þau sér í heitan
pott. „Við fórum í Strútslaug sem
er náttúrugerður heitur pottur, líklega
um 40 gráður. Það var æðislegt að
láta þreytuna líða úr fótunum á með-
an við slökuðum á í pottinum,“ segir
Jakobína en frá Strútslaug er hálfur
annar tími að skála. „Þegar við kom-
um á áfangastað höfðu skálaverðir og
einhver hópur fólks grillað fyrir okk-
ur lambalæri. Við settumst svöng við
matarborðið en á meðan við borðuð-
um var eins og fólkið hefði gufað upp.
Við gátum ekki einu sinni þakkað al-
mennilega fyrir okkur því það voru
allir farnir. Þetta hlýtur að hafa verið
eins konar huldufólk,“ segir Jakob-
ína létt í bragði. „Eftir matinn vökt-
um við fram eftir kvöldi og sungum
saman. Bróðir minn spilar á gítar og
hann spilaði fyrir söng. Það var alveg
frábært að enda ferðina með þessum
hætti.“ Á mánudeginum var haldið
til byggða. Jakobína segir margt hafa
komið sér á óvart í þessari ferð. „Það
sem kom mér mest á óvart var hve
langar dagleiðirnar voru. Náttúrufeg-
urðin var auk þess alveg einstök en
við vorum víst mjög heppin með veð-
ur. Þessi ferð var æðisleg í alla staði en
vissulega var hún nokkuð erfið. Þetta
er ekki eitthvað sem maður ákveður
að gera með hálfum huga. Dagarnir
eru langir en náttúran og upplifunin
vegur það upp,“ segir Jakobína að lok-
um.
Jakobína Grétars-
dóttir er fimmtug
að aldri og vinnur
sem geislaeðlisfræð-
ingur í Svíþjóð þar
sem hún hefur búið
undanfarin 30 ár.
Hún notar sumarfrí-
in mikið til göngu-
ferða og reynir í það
minnsta að komast í
tvær góðar göngu-
ferðir á sumrin. Hér
segir hún frá krefj-
andi fjögurra daga
gönguferð sem hún
fór í á dögunum.
Með Iceland express
til Barcelona
Iceland Express hefur flug til Barce-
lona í vetur og hófst salan á hádegi í
gær. fram kom í tilkynningu frá
Express að þeir fyrstu sem bóka flug
eiga þess kost að fljúga fram og til
baka fyrir minna en 8 þúsund krónur.
Barcelona verður fimmtándi áfanga-
staðurinn sem Iceland Express flýgur
til, en flogið verður tvisvar í viku, á
mánudögum og föstudögum, á
tímabilinu frá 9. nóvember til loka maí
að undanskildu hléi frá miðjum
desember fram til 1. febrúar.
Hver er sjálfum sér næstur?
Vísindavefnum berast margar óvenjulegar spurningar. Þeir svara þeim eftir
bestu getu en hér eru dæmi um nokkrar ansi sérstakar: Hver er sinnar gæfu
smiður? Er hægt að troða sér um tær? Er bragð að vatni? Er til hálf hola?
Halda mýs að leðurblökur séu englar? Hvernig finnur maður draumaprins-
essuna sína? Hver er hornasumma einhyrnings? og síðast en ekki síst;
finnst sumu fólki hákarl góður í alvöru eða er það bara að þykjast?
Jakobína á Gjátindi
útsýnið af tindinum var
stórbrotið eins og sjá má.
og huldufólk
Náttúrufegurð
Við Strútsskálaallir glaðir í ferðalok.
Síðdegisbað í Strútslaug Potturinn sem er
af náttúrunnar hendi var um 40 gráðu heitur.
Opið á virkum dögum 11-18
Laugardögum 11-16
Holtasmári 1 517 8500 www.tvolif.is
Haustvörurnar komnar!
Full búð af flottum vörum fyrir verðandi mæður og börn