Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 34
föstudagur 17. ágúst 200734 Sport DV H inn 37 ára gamli Sinisa Valdimar Kekic hef- ur sjaldan eða aldrei spilað eins vel frá því hann kom hingað til lands og akkúrat í sum- ar. Hann er næstmarka- hæsti leikmaður Lands- bankadeildar karla í knattspyrnu með sjö mörk í ellefu leikjum, í liði sem er í neðri hluta deildarinnar. Kekic var valinn í lið 7. til 12. umferðar, enda leikið mjög vel að undanförnu. Kekic fæddist 19. nóvember 1969 í bæ þrjátíu kílómetra frá Belgrad, höfuðborg Ser- bíu. Hann hóf að leika knattspyrnu með sínu heimaliði og komst í meistaraflokk félagsins rúmlega sextán ára. Liðið lék þá í þriðju deild- inni í gömlu Júgóslavíu, sem var mjög sterk á þeim tíma. Kekic ólst upp við góðar aðstæður ásamt bróður sínum sem er ellefu mánuðum eldri og systur sinni sem er þremur árum eldri. „Mamma þurfti aldrei að vinna. Pabbi vann í stóru fyrirtæki. Það voru aðrir tímar þá, það var ekkert stríð í Júgóslavíu. Það var alveg nóg að pabbi ynni. Við áttum stórt hús, fórum í skóla og hann var með allt, bíl og það var ekk- ert vandamál. Foreldrar mínir voru ekki ríkir en við áttum pening fyrir mat og ég og bróð- ir minn fórum oft út að skemmta okkur,“ segir Kekic. Hann segir að allt hafi breyst þegar stríð- ið skall á árið 1991, þrátt fyrir að stríðið hafi ekki verið í Serbíu. „Stríðið byrjaði í Slóveníu, fór yfir í Króatíu og svo var stríð í Bosníu í sex ár. Það fór allt niður á við. Ekki bara hjá okk- ur heldur öllum. Það var erfitt. Ég man þetta mjög vel. Ég var bara strákur og var ekkert að hugsa um hvað gerðist á morgun. Ég fór að sofa og þegar ég vaknaði var mamma að horfa á sjónvarpið og hún var grátandi. Ég spurði hana hvað væri að gerast og hún og sagði að það væri stríð byrjað í Slóveníu og það var erf- itt að skilja þetta. Ég veit ekki enn í dag hvern- ig þetta byrjaði og til hvers,“ segir Kekic. Fjögur mörk dugðu ekki til Kekic kom til Grindavíkur árið 1996. Áður en það gerðist hafði hann þó farið á reynslu hjá grísku liði. „Ég æfði í tíu daga og spilaði æfingaleik. Við unnum 6–1 og ég skoraði fjög- ur mörk. Þjálfarinn sagði að það vantaði eitt- hvað meira og ég var niðurbrotinn eftir það. Stríðið var í gömlu Júgóslavíu, ekki mikill pen- ingur þar og allir voru að svindla. Allir voru að hugsa um að fara eitthvert, til Grikklands, Möltu, Kýpur eða hvert sem er. Bara að fara og fá einhverja peninga. Ég ætlaði að fara til Hollands og Belgíu en það breytt- ist alltaf. Ég var hættur að hugsa um að fara eitthvert. Hugsaði að kannski væri best fyr- ir mig að fara að vinna og spila fótbolta. Svo kom þetta tilboð frá Grindavík og ég var ró- legur yfir því. Ég vissi mjög lítið um Ísland og ég sagði: Ókei, ég skal fara og kíkja og sjáum svo til. Ég var að hugsa um að koma hingað í fjóra mánuði og spila frá maí til september,“ segir Kekic. Hann segir það hafa verið mikil viðbrigði fyrir sig að koma til Íslands. „Hér er allt öðru- vísi. Fólkið er mjög rólegt, ekki mikið stress, allir á bíl og allir með allt sem til þarf. Þetta var yndislegt. Ég var að koma frá Belgrad þar sem búa tvær og hálf milljón til þrjár milljónir manna. Þar er allt á fullu. Þetta var ekki erfitt en þetta var eitthvað sem ég hafði aldrei séð og aldrei spáð í. Ég vaknaði klukkan tíu og fór út til að fá mér kaffi og sígarettu. Ég fór út og það var enginn á götunum. Allir að vinna. Kannski einn til tveir bílar á klukkutíma og ég var spá hvort fólkið væri ennþá sofandi. Ég komst mjög fljótlega inn í þetta,“ segir Kekic og bætir við að það hafi verið erfiðara að komast inn í fótboltann. „Ég skildi ekki neitt. Maður þarf meira en fjóra mánuði til að komast inn í fótboltann, hvernig liðið spilar og af hverju það spilar svona.“ Kekic segir að með tímanum hafi hann far- ið að kunna vel við sig í Grindavík. „Grinda- vík gaf mér allt. Þar eru margir sem elska fót- bolta. Ég fann ekki fyrir því að fólk væri með fordóma. Það var mikilvægt. Ég þurfti bara að spila vel og sigra. Ekkert annað. Það var öðru- vísi fyrir mig. Ég fékk tíma til að sýna mig. Það var aldrei nokkur pressa. Grindavík var ekki að spila vel í deildinni en það var alltaf hugsað um að vinna næsta leik. Það var ekki mikið rifist í klefanum. Leikurinn bara kláraður og hugsað um að gera allt til að vinna næsta leik,“ segir Kekic. Rifrildi við Sigurð Sigurður Jónsson tók við Grindavík fyrir tímabilið 2006. Hann og Kekic náðu illa sam- an og Kekic yfirgaf Grindavík sumarið 2006. „Þetta var erfitt fyrir mig. Ég var búinn að vera með marga þjálfara hjá Grindavík og það var aldrei neitt vandamál. Ég er fótboltamaður og ég skrifa undir samning sem segir að ég eigi að leggja mig hundrað prósent fram. Ef þjálf- ari segir að þú eigir að hlaupa hundrað kíló- metra, þá verður þú að hlaupa hundrað kíló- metra. Ef þú mætir á æfingu og þjálfarinn segir að það sé frí í dag og við skulum fara að spila golf, þá ferðu og spilar golf. Hann ræður og hann er pabbi minn á vellinum. Ég á pabba heima og pabba á vellinum. Hann veit hvað er best fyrir mig í dag og á morgun,“ segir Kek- ic sem hafði verið hjá Grindavík í rúm níu ár þegar Sigurður tók við. „Svo kom Siggi Jóns og byrjaði að trufla mig alltof mikið. Ég var mjög jákvæður þegar hann kom til Grindavíkur. Hann hafði komið Víkingi upp og var stór fótboltamaður hjá Ars- enal,“ segir Kekic. Rifrildi hans og Sigurðar urðu til þess að Kekic ákvað að yfirgefa Grindavík. „Ég spil- aði ekki vel og ég get ekki sagt að það hafi verið honum að kenna. Allt liðið spilaði illa. Við spiluðum á móti Breiðabliki, unnum 3-2 og Siggi sagði við mig að þetta væri ekki nógu gott. Ég svaraði honum. Við vorum að tapa 2-1 og Óskar Hauksson skoraði tvö mörk og við unnum. Við rifumst í hálfleik en eftir leik var allt í lagi á milli okkar. Eftir það spiluðum við við ÍBV. Mig minnir að við höf- um tapað og eftir þann leik tal- aði Siggi ekki við mig í fjóra eða fimm daga. Síðan var hald- inn fundur og hann byrjaði að skamma mig eins og ég væri krakki. Ég held að hann hafi verið að sýna að hann væri stór og mætti skamma. Ég sagði bara: Ekkert mál, ef þetta á rétt á sér. Ef ég geri mistök. En ef þetta er bara eitthvað til að sýna sig, þá verð ég pirraður. Siggi sagði að ef hann segði mér að fara í Sandgerði þá ætti ég að fara í Sandgerði. Ég svaraði honum strax og sagði að hann væri ekki góður maður að segja svona. Eftir það var ekki gaman á æfingum. Ég mætti á æfingar, spilaði fótbolta en var að hugsa um eitthvað allt annað. Ég sagði honum hreint út að svona virkaði þetta ekki hjá mér,“ seg- ir Kekic, sem var heldur ekki sáttur við þjálfunaraðferðir Sigurðar. „Við æfðum mjög mik- ið en það voru ekki erf- ið hlaup. Við vorum að spila fótbolta, leika okkur og hann spil- aði með. Það voru skotæfingar í einn og hálfan tíma. Ég sagði í janúar að ef við héld- um áfram að æfa svona, þá væri það ekki gott fyrir Grindavík. Ég var ekki ánægður með þetta. Ég fór til Jónasar (þáverandi formanns knattspyrnu- deildar Grinda- víkur) og sagði að kannski væri best fyrir mig að fara. Ég var í tíu ár í Grindavík og kannski var þetta rétti tím- inn til að fara. Ég var ekki hundr- að prósent viss því ég kunni vel við mig. Átti marga vini þarna, allir vissu hver ég var og ég vissi hverjir allir voru. Það eina sem ég þurfti að gera var að mæta á æfingu. En ég fór í Þrótt og ég var búinn að koma mér fyrir eftir fjóra daga. Ég fór að elska fót- bolta aftur,“ segir Kekic. Nokkur úrvalsdeildarlið ósk- uðu eftir því að fá Kekic í sínar raðir. Grindavík vildi hins vegar ekki selja hann til liðs í úrvalsdeildinni og Kekic fór í Þrótt í júní 2006. Hann segir að Atli Eðvaldsson, þáverandi þjálfari Þróttar, hafi hjálpað honum mikið. „Atli var landsliðsþjálfari, þjálfari KR og hann er stór karakter fyrst og fremst. Ég var niðurbrotinn eftir allt þetta rugl í Grindavík, rifrildi við stuðnings- menn og við Sigga. Ég fór í Þrótt og leið strax vel. Það var mjög mikilvægt fyr- ir mig,“ segir Kekic. Ísland Hefur gefið mér allt Sinisa Valdimar Kekic hefur verið einn besti leik- maður efstu deildar hér á landi undanfarin ár. Hann hóf að leika með Grindavík fyrst eftir komu sína hingað til lands, fór svo til Þróttar í Reykjavík eftir deilur við þjálfara Grindavíkur og leikur nú með Víkingi. Þrátt fyrir að vera á 38. aldursári slær Kekic ekki slöku við og hefur skorað sjö mörk í ellefu leikjum í sumar. Dagur Sveinn Dagbjarts- son settist niður með Kekic og ræddi við hann um lífið og tilveruna. Slær ekki slöku við sinisa Valdimar Kekic hefur sjaldan eða aldrei spilað eins vel og í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.