Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 27
DV Helgarblað föstudagur 17. ágúst 2007 38 „Menningarnóttin er orðin skemmtun fyrir fólk sem kemur vanalega ekki í miðbæinn,“ seg- ir Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona um þýð- ingu Menningarnætur fyrir borgarlífið. Hún segir til- gang hátíðarinnar hafa breyst örlítið og bendir á að nú séu íbúar í Þingholtunum hvattir til þess að bjóða fólkinu úr úthverfunum í vöfflur á menningardag. Sjálf segist hún fá á tilfinninguna að fólk sé að kíkja á það hvernig fólk í miðborginni lifi og dafni í hinu hverdags- lega amstri. „Miðbærinn er að verða að eins og Árbæjarsafn framtíðarnnar,“ segir Gabríela um stöðu miðbæjarins og líkir hún því við að fólk komi á Menningarnótt og gægist inn í þennan skrýtna heim líkt og þau séu að skoða fornminjar. Myndlist krefst tíma Að sögn Gabríelu þjónar Menningarnótt frekar hagsmunum tónlistarmanna heldur en myndlistar- manna. Hún bendir á að það sé frábært tækifæri fyrir fólk að koma í miðbæinn og hlýða á fjölbreytta tónlist sem nær til almennings. Einnig að tónlistarmenn geti varla fengið annað eins tækifæri yfir árið þar sem tugir þúsunda flykkist niður í bæ til þess að hlýða á uppá- haldshljómsveitina sína eða þá bara uppgvöta eitthvað nýtt. „Myndlistin er þó oftar en ekki þeirri gáfu gædd að fólk verður að taka smá tíma til þess að njóta hennar, segir Gabríela um ólíkt hlutskipti listanna Hún sé ekki eins og lag sem er sungið í þrjár mínútur og svo geti fólk haldið áfram. Hún krefst þess að fólk staldri ögn við og oft er hún ekki aðgengileg fyrir alla. Flugeldasýningin sú sama „Dagskrá Menningarnætur er miðar við að reyna að geðjast öllum,“ segir Gabríela og segir slíkt hið besta mál. Hún segir hátíðina til þess fallna að laða sem flesta að skemmtunum miðbæjarins og allir geti fundið eitt- vað við hæfi. Aðspurð hvort Menningarnóttin sé að missa marks segir hún svo ekki vera. „Það hafa alltaf verið flugelda- sýningar,“ segir hún og bendir á að það eina sem hafi í rauninni breyst sé umgjörðin sjálf. Einu sinni var hún lítil hátíð þar sem nokkrir mættu og drukku í sig menn- ingu, í dag koma tugþúsundir. Gabríela fagnar því jafn- framt að Menningarnótt sé að taka yfir fánadaga eins og 17. júní og aðra slíka helgidaga. Umdeildur gjörningur „Ég man eftir því að ég horfði á gjörning sem Ásdís Sif Gunnarsdóttir framkvæmdi eitt sinn á Menning- arnótt,“ segir Gabríella um eftirminnilegustu nóttina sína. Hún segir gjörninginn hafa verið tröllaukinn og finnst henni persónulga hann vera einn besta gjörning sem framinn hefur verið hér á landi fyrr og síðar. Hún segir fólk þó hafa verið afar tvístígandi varðandi hann en hún heyrði oft fólk spyrja í miðjum gjörningnum hvenær hann myndi byrja. „Það voru líka tveir leikarar við hliðina á mér, þeir sögðu þetta vera eitthvað allt annað en gjörning og þeir myndu aldrei gera slíkt,“ segir Gabríella og árétt- ar að hættan við að flytja slíkt verk á Menninganóttu sé einmitt það að hópurinn meðtekur ekki alltaf það sem listamaðurinn gerir. Passar ömmubarnið „Ég fer ekki niður bæ, ég er orðinn amma og verð að passa um kvöldið,“ segir Gabríela og segist ekki sjá eftir því. Hún segist ætla að hlusta á fjarlægan óminn í tónlistinni og fólkinu í gegnum rifu á svefnherberg- isglugganum. Hún segist ekki heldur ætla að baka vöf- flur fyrir gesti og gangandi sem vilja sjá hið nýja Árbæj- arsafn. Hún hefur verið ansi upptekin undanfarið við undirbúning á sýningu sem hún hyggst halda í haust í Berlín. „Ég er í svolítið einangruðu mengi þessa dagana,“ segir hún að lokum. valur@dv.isM enn ing arn ótt 20 07 DV ræðir við lista- og menningarspírur um kosti og galla Menn- ingarnætur í Reykjavík. Viðmælendurnir segja frá forvitnilegum upplifunum á Menningarnótt ásamt því að lýsa skoðunum sínum á því hvort skemmtanir í kjölfar viðburðarins séu farnar úr böndunum. Nóttin snýst að sumu leyti um samkennd og kærleika að mati Ellenar Kristjánsdóttur. KÆRLEIKUR Á MENNINGARNÓTT Gabríella Fr iðriksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.