Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 2
föstudagur 17. ágúst 20072 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Yfir helmingur ísbúða sýndi
ófullnægjandi niðurstöður á mæl-
ingum matvælaeftirlits umhverfis-
sviðs Reykjavíkurborgar á gæðum
íss úr vélum. Alls féllu 19 ísbúðir á
fyrsta prófinu þar sem sýni reyndust
innihalda of mikið af gerlum. Í ann-
arri tilraun féllu 6 afgreiðslustaðir á
prófinu; Kúlan við Réttarholtsveg,
N1 Bíldshöfða, Söluturninn Hraun-
bergi, Ísgrillið við Bústaðaveg og
tveir afgreiðslustaðir Burger King.
Loka þurfti ísvélum tveggja
þeirra síðastnefndu, Burger King og
Ísgrillsins. Burger King hefur ákveð-
ið að hætta sölu á ís eftir að hafa fall-
ið á sýnatökunni þrívegis og saur-
gerlar mældust í ísnum.
Of mikill fjöldi kólígerla er al-
gengasta orsök þess að sýni stand-
ast ekki kröfur. Kólígerlar þrífast í
þörmum á fólki og geta valdið alvar-
legum sýkingum og niðurgangi. Þeir
mynda eiturefni sem valda alvarleg-
um blæðingum í þörmum. Þessi
sýkill hefur einkum borist í menn
með menguðu kjöti sem er soðið
eða steikt á ófullnægjandi hátt.
Berglind Guðmundsdóttir, heil-
brigðisfulltrúi hjá matvælaeftirlit-
inu, er ánægð með árangurinn að
þessu sinni í samanburði við slæ-
legar niðurstöður síðasta árs. Í fyrra
þurfti að loka tímabundið fyrir ís-
sölu 11 fyrirtækja á móti tveggja í ár.
„Þetta er allt á réttri leið og við lítum
á þetta sem góðar niðurstöður mið-
að við í fyrra. Við fylgdum því svo
eftir að þar sem niðurstöður reynd-
ust ófullnægjandi var bætt úr,“ segir
Berglind.
Aðspurð telur Berglind nær
ómögulegt að útrýma alfarið ófull-
nægjandi sýnum úr ísvélum. Hún
segir gerlamagn yfir mörkum sem
geti reynst hættulegt. „Auðvitað
ætti hlutfallið hjá okkur að vera
100% góð sýni. Það er mjög erfitt
að eiga við þessa vöru og tíð starfs-
mannaskipti búðanna hafa einn-
ig áhrif,“ segir Berglind. „Gerlar
mældust yfir gæðamörkum og
það getur verið hættulegt fyrir þá
sem eru viðkvæmir. Það er mis-
jafnt hvernig þetta leggst í fólk og
viðkvæmir geta verið óheppnir að
lenda á þeim sem illa standa sig.“
trausti@dv.is
Féllu á prófinu
19 ísbúðir féllu í fyrstu mælingu, 6 í annarri og
2 í þriðju mælingu. Hættulegt magn kólígerla
reyndist í sýnum sem getur verið hættulegt
viðkvæmum.
Saurgerlar mælast í ísvélum á höfuðborgarsvæðinu:
Helmingur ísbúða selur hættulegan ís
Kviknaði í
skemmu
Slökkviliðið á höfuðborgar-
svæðinu var kallað að Ránar-
grund í Garðabæ seint í fyrra-
kvöld. Hafði eldur komið upp í
skemmu sem stóð tóm en hún er
í eigu bæjarins.
Skemmdir á skemmunni
urðu töluverðar en tjón óveru-
legt þar sem til stóð að rífa hana.
Slökkviliðið sendi tvo bíla á stað-
inn en einn bíll sá um að slökkva
eldinn. Að sögn varðstjóra hjá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
tók um klukkustund að ráða nið-
urlögum eldsins en upptök hans
eru ókunn.
Vatnið flæddi
á Faxabraut
Heitavatnslögn undir Faxa-
braut í Reykjanesbæ brast um
ellefuleytið í gærmorgun með
þeim afleiðingum að malbikið
gaf sig og vatn bunaði upp úr
því. Að sögn varðstjóra lög-
reglunnar í Keflavík þurfti lög-
reglan að loka götunni.
Viðgerðarmenn hófust strax
handa við að gera við lögnina
og götuna sem gaf sig vegna
þrýstingsins. Vatn flæddi inn í
nærliggjandi bílskúr og dældu
Brunavarnir Suðurnesja vatn-
inu úr skúrnum. Nokkrar
skemmdir urðu á innbúinu en
ekki hlaust meiri skaði af
vatnsflaumnum óvænta.
Brutust inn
á Akureyri
Tvö innbrot voru framin á
Akureyri í fyrrinótt með stuttu
millibili. Annars vegar var reynt
að brjótast inn í Lundaskóla en
viðvörunarkerfi fór í gang og
flúðu þjófarnir af vettvangi áður
en lögregla komst á staðinn.
Stuttu síðar var reynt að brjótast
inn í tannlæknaheildsölu við
Laufásgötu á Eyrinni. Þjófarn-
ir náðu ekki að stela neinu en
komust í burtu. Til að komast inn
brutu þjófarnir rúðu en að sögn
lögreglu er málið í rannsókn og
enginn verið handtekinn.
Tveir teknir
með fíkniefni
Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu handtók í gærmorg-
un tvo menn í Skaftahlíðinni
sem grunur leikur á að hafi
ekið undir áhrifum fíkniefna.
Voru mennirnir stöðvað-
ir því eitthvað óeðlilegt þótti
við aksturslag ökumannsins.
Lögregla vildi ekki gefa upp
frekari upplýsingar um málið
en staðfesti þó að tveir menn
hefðu verið handteknir. Að
sögn lögreglu koma slík atvik
upp á hverjum degi.
„Ég á bara ekki pening. Þær litlu fjár-
hæðir sem ég fæ fara allar í skuldahala
og uppihald ásamt því að lána vin-
um mínum aur við og við þannig að
þeir geti keypt sér mat,“ segir Ingólfur
Sigurgeirsson, 72 ára ellilífeyrisþegi.
Hann býr á götunni eftir að honum
var nýverið vísað úr þjónustuíbúðum
aldraðra við Lönguhlíð 3.
Þjónustuíbúðirnar eru ætlaðar
fólki sem þarf meiri aðstoð og stuðn-
ing en hægt er að veita í heimahúsi
en heilsufar þess er ekki orðið það
slæmt að þörf er fyrir hjúkrunar-
heimili. Félagsbústaðir leigja þjón-
ustuíbúðirnar út og á þeim bænum
töldu menn fullreynt að innheimta
húsaleigu af Ingólfi. Eftir að hafa
hlotið úrskurð dómara var ákveðið
að vísa honum úr íbúðinni .
Að sögn Sigurðar Friðrikssonar,
framkvæmdastjóra Félagsbústaða,
er afar fátítt að grípa þurfi til þess
neyðarúrræðis. Hann segir einfald-
lega ekki hægt að leyfa fólki að búa
í íbúðunum án þess að greiða leigu.
„Hann var borinn út vegna skuldar.
Það er svo einfalt að hann borgaði
ekki leiguna og reglurnar ætlast til
þess. Þetta er nánast einsdæmi að
bera þurfi leigjendur út úr þjón-
ustuíbúðum fyrir aldraða og áður
en til slíkra ráða er tekið er það
kannað til fullnustu hvort viðkom-
andi eigi að geta borgað leiguna,“
segir Sigurður.
Í basli eftir að konan lést
Ingólfur er verulega vonsvik-
inn yfir að hafa verið kastað á göt-
una og segir taka verulega á að sofa
undir berum himni. Hann segist
hafa verið tilbúinn að vinna upp í
húsaleiguna. „Ég bjó áður með kon-
unni minni og við vorum að reyna að
kaupa íbúð saman. Hún dó því mið-
ur, blessunin, og upp úr því hef ég
verið í basli vegna skulda við íbúða-
kaupin. Ég á ekki neitt og átti bara
ekki fyrir leigunni. Það er ömurlegt
að lenda síðan í því að vera borinn
út og ég gef lítið út á þá herramenn
sem stóðu fyrir því,“ segir Ingólfur.
„Það er rosalega kalt að sofa úti en ég
hef þurft að gera það nokkrar næt-
ur í vikunni. Ég hef þá stundum far-
ið niður á Umferðarmiðstöð en þeir
opna klukkan 4 og þar hef ég fengið
heitt kaffi. Ég veigra mér ekki við því
að taka upp tuskuna og hefði verið til
í að skúra upp í leiguna. Mest væri ég
til í að komast aftur á sjóinn en ég er
bara orðinn of gamall til þess.“
Algjört neyðarúrræði
Sigurður Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Félagsbústaða, segir
starfað eftir skýrum reglum og ekki sé
hægt að leigja þeim sem ekki standa
í skilum með húsaleigu. Hann segir
að kannað hafi verið hvort Ingólfur
væri borgunarmaður fyrir leigunni.
„Peningunum var greinilega ráð-
stafað annað en hvers vegna vitum
við ekki. Að fólk sé borið út úr félags-
legri þjónustuíbúð er algjört neyðar-
úrræði. Það er alveg ljóst að við get-
um ekki haft hjá okkur fólk sem ekki
borgar leiguna,“ segir Sigurður.
Aðspurður hafnar Ingólfur því
alfarið að hann hunsi vísvitandi að
greiða leiguna og ítrekar að hann
hafi ekki átt fyrir henni. Hann tel-
ur sig hafa verið plataðan út í vitl-
eysu. „Þeir eru greinilega ekki góðir
í að reikna og það er algjör vitleysa
að ég eigi fyrir leigunni. Ég var plat-
aður til að fara þarna inn og mér sagt
að redda bara fyrir leigunni. Ég sagði
þeim alveg frá upphafi að ég ætti
ekki fyrir henni. Mér brá þess vegna
mjög þegar herskari fólks mætti inn
til mín og vísaði mér út. Ég varð svo
reiður að mér varð óglatt. Nú reyni
ég bara að þrauka hvern dag,“ segir
Ingólfur.
Ingólfur Sigurgeirsson, 72 ára, býr á götunni eftir að hann var borinn út úr þjónustu-
íbúðum aldraðra við Lönguhlíð. Félagsbústaðir segja ástæðu útburðarins vangoldna
húsaleigu. Ingólfur undrast kaldlyndi kerfisins og reynir að þrauka einn dag í einu.
TrAuSTI hAFSTeInSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
VILDI SKÚRA Á MÓTI LEIGU
Býr á götunni Ingólfur hefur þurft að
sofa undir berum himni í vikunni. Hann
telur sig heppinn að eiga velgjörðarmann
sem veitir honum kaffi og heitar máltíðir.
Lúxuskáetur í ferjunni
>>Meðal þess sem fundið er að við endurgerð Grímseyjar-
ferjunnar eru lúxusvistarverur áhafnarinnar. Ríkisendurskoð-
un finnst fullmikið lagt í aðbúnað sjómannanna.
fréttir
>> Flestir geta tekið sig á og eflt
líkamann og sálina. Í DV í dag er
sérblað um fólk sem hefur endur-
skipulagt líf sitt og stundar holla
hreyfingu og vandar sig í mataræði.
DV Heilsa
fimmtudagur 16. ágúst 2007 13
Heilbrigð sál
Framhald
á næstu opnu
dv mynd ásgeir
Í HrAUsTUM lÍKAMA
Heilsa er
forsenda þess að við
getum tekist á við
þær þrautir sem lífið
leggur á okkur. góð
andleg og líkamleg
heilsa veitir okkur kraft
og dug til að spila af
skynsemi úr þeim spil-
um sem við fæðumst með
á hendi. ekki verður deilt
um tengsl hreyfingar og
góðrar heilsu en þrátt fyrir
þessi augljósu tengsl eiga
fjölmargir við heilsubresti
að stríða. Í mörgum tilvik-
um er óhollu mataræði og
langvarandi kyrrsetu um að kenna. við
töluðum við nokkra Íslendinga sem hafa
sagt óheilbrigði stríð á hendur og breytt
um lífsstíl. á baksíðu er rætt við Arnald
Birgi Konráðsson, Bootcamp-þjálfara,
sem gefur þeim góð ráð sem hafa í
hyggju að ástunda heilbrigðara líferni.
Umsjón: Baldur Guðmundsson.
Netfang: baldur@dv.is
D
V
M
yn
d
Ás
ge
ir
gamall og
fátækur og á
hvergi heima
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
fimmtudagur 16. ágúst 2007 dagblaðið vísir 124. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235
fátækum gömlum manni var vísað af elliheimili:
fólk
>>Rétt þrjátíu ár eru frá
meintum dauða Elvis
Presley. Fjöldi fólks um
allan heim minnist
kóngsins á þessum
tímamótum.
>> Manchester United varði miklu fé í
nýja leikmenn fyrir leiktíðina. Þrátt
fyrir það er liðið aðeins með tvö stig
eftir tvo fyrstu leikina í ensku
deildinni. Liðið gerði jafntefli
við Portsmouth í gær en
sex aðrir leikir voru háðir
í deildinni. Guðjón
Þórðarson var valinn
besti þjálfarinn í umferðum
7 til 12 í Landsbankadeild-
inni og Helgi Sigurðsson besti
leikmaðurinn.
Lítið gengur
hjá man. utd
Hraust og
heilbrigð
félagsbústaðir vildu sitt og þar sem gamli
maðurinn gat ekki borgað var honum
vísað á dyr. eigandi Svarta svansins
gefur gamla manninum að
borða, en hann á
hvergi húsaskjól.
Sjá bls. 2.
Kóngurinn
lifir
fólk
sport
FIMMTuDAGInn 16. ÁGÚST