Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 50
föstudagur 23. febrúar 200750 Helgarblað DV
Rík hefð er fyrir áhrifum frá
danska konungsveldinu í Stykk-
ishólmi. Daði Heiðar Sigurþórs-
son, framkvæmdastjóri Danskra
daga, sem haldnir verða hátíðleg-
ir í Hólminum um helgina, segir
að með hátíðahöldunum sé meðal
annars verið að rækta danska arf-
leifð sem nær aftur til einokunar-
verslunarinnar.
„Það er stundum sagt að í Stykk-
ishólmi sé töluð danska á sunnu-
dögum og það er ekki alveg laust
við að það sé rétt,“ segir Daði. Hann
segir að á tímum einokunarinnar
hafi verið umfangsmikil verslun í
Stykkishólmi. Dönsku kaupmenn-
irnir og fjölskyldur þeirra hafi tal-
ist fína fólkið á þessum tíma. „Auð-
vitað vildi fólk líkjast stjörnunum.
Þessa vegna klæddi fólk sig upp og
talaði dönsku á sunnudögum,“ seg-
ir Daði.
Í fjórtánda sinn
„Þetta er í fjórtánda skiptið sem
við höldum þessa hátíð hérna. Fyr-
ir helgina leggja bæjarbúar venju-
lega sitt af mörkum og skreyta hús
og götur. Á föstudagskvöldið sam-
einast fólk svo og syngur og spilar.
Þá kemur reyndar sérstakur mats-
maður sem ferðast uppáklæddur
með pípuhatt um bæinn og gerir
úttekt á skreytingunum í bænum.
Hann veitir svo verðlaun fyrir bestu
frammistöðuna,“ segir Daði.
Fregnir hafa borist af því að
hægt sé að hafa áhrif á störf mats-
mannsins, til dæmis með smávægi-
legri peningaaðstoð og einnig mun
hann aldrei bregðast illa við því að
vera boðið upp á ákavíti.
„Öllum gestum hér í hólminum
er velkomið að koma í hverfagrill til
fólksins í bænum og skemmta sér,“
bætir Daði við.
Danski bærinn
Daði segir hinn eiginlega tilgang
hátíðarinnar vera að styrkja ímynd
bæjarfélagsins og ekki síður að fá
brottflutta Hólmara til þess að kíkja
í heimsókn og rækta frændgarð-
inn. „Eins og á öllum öðrum há-
tíðum minnumst við einhvers sem
við stöndum fyrir, hvort sem það
eru jól, páskar, 17. júní eða aðrar
hátíðir.“ Þess vegna sé danska skír-
skotunin eðlileg. Stykkishólmur
hafi stundum verið kallaður danski
bærinn við eyjarnar.
„Við reynum að höfða sérstak-
lega til fjölskyldna og yngri kyn-
slóðarinnar. Hérna spila ungl-
ingahljómsveitir á tónleikum og
svo verðum við með leiktæki og
skemmtanir fyrir börnin,“ segiri
Daði. Á laugardeginum verður svo
markaðstorg þar sem safnast munu
saman galdrakonur, skransalar og
danskir pylsusalar. „Það verður
sannkölluð tívolístemning þarna.“
Bryggjuball og golfmót
Á laugardagskvöldið verður svo
haldið ball á bryggjunni. „Ballið fer
fram á sjálfri bryggjunni. Það verð-
ur brotið upp með flugeldasýningu
og svo færist leikurinn i miðbæ-
inn, þar sem dansað verður og spil-
að fram á morgun,“ segir Daði. Það
verður því úr einhverju að velja fyr-
ir eldri kynslóðina.
Daði segir að hápunktur há-
tíðarinnar sé í raun þetta laugar-
dagskvöld. „Fyrir þá allra hressustu
verður síðan golfmót klukkan átta á
sunnudagsmorgninum. Í kjölfarið
verður að sjálfsögðu dönsk messa
í gömlu kirkjunni, sem við erum
ákaflega stolt af.“ Messað verður
bæði á dönsku og íslensku.
„Á sunnudagseftirmiðdaginn
verða svo tónleikar með kvartettin-
um Blaut í gegn. Svo getur fólk allt-
af brugðið sér í siglingu um eyjarn-
ar hér á Breiðafirði, enda fegurðin
alveg einstök,“ segir Daði.
Galdrakonur oG
skransalar í Hólminum
Stykkishólmur hefur stundum verið kallaður danski bærinn við eyjarnar, enda var þar miðstöð danskrar ein-
okunarverslunar á árum áður. Daði Heiðar Sigurþórsson segir frá galdrakerlingum, grillveislum, ákavíti og
heljarinnar bryggjuballi sem haldið verður á laugardagskvöldið í Hólminum.
„Það er stundum sagt
að í Stykkishólmi sé töl-
uð danska á sunnudög-
um og það er ekki alveg
laust við að það sé rétt.“
Sigtryggur Ari jóHAnnSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Frá Stykkishólmi snæfellsnes og breiðafjörður eru
rómuð fyrir náttúrufegurð. danskir dagar verða
haldnir hátíðlegir í stykkishólmi um helgina.
Múgur og margmenni fjöldi fólks sótti
stykkishólm heim á dönskum dögum í fyrra.
50%
alveg ágætis tilboð
Nýir áskrifendur fá DV frítt í ágúst og borg
a
aðeins 2.995 kr. fyrir september og októb
er.
Gangtu frá áskrift með því að hringja í sím
a
512 7080, senda póst á askrift@dv.is,
senda sms skilaboðin „ja dv“ í 821 5521
eða með því að fara inn á www.dv.is
afsláttur af áskrift!