Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Blaðsíða 36
föstudagur 17. ágúst 200736 Sport DV í dag 19:10 Man. Utd. - Reading 19:10 Man. Utd. - Reading 21:20 PReMieR LeagUe PReview Vikulegur þáttur þar sem hitað er upp fyrir leiki helgarinnar. 21:50 PL CLassiC MatChes svipmyndir frá leik Norwich og southampton leiktíðina 1993-1994. 22:20 PL CLassiC MatChes svipmyndir frá leik Liverpool og Blackburn leiktíðina 1994-1995. 22:50 engLish PReMieR LeagUe Ensku mörkin 2007/2008 23:50 season highLights allar leiktíðir úrvalsdeildarinnar gerðar upp í hröðum og skemmtilegum þætti. LaUgaRdagUR 08:25 PReMieR LeagUe woRLd Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. 08:55 PL CLassiC MatChes svipmyndir frá leik Norwich og southampton leiktíðina 1993-1994. 09:25 PL CLassiC MatChes svipmyndir frá leik Liverpool og Blackburn leiktíðina 1994-1995. 09:55 season highLights allar leiktíðir úrvalsdeildarinnar gerðar upp í hröðum og skemmtilegum þætti. 10:55 PReMieR LeagUe PReview Vikulegur þáttur þar sem hitað er upp fyrir leiki helgarinnar. 11:25 PoRtsMoUth - BoLton (B) 13:45 BiRMinghaM - west haM (B) 16:00 newCastLe - aston viLLa (B) 18:10 4 4 2 19:30 4 4 2 20:50 4 4 2 22:10 4 4 2 23:30 4 4 2 sUnnUdagUR 09:10 Reading - eveRton 10:50 4 4 2 12:10 Man. City - Man. Utd (B) 14:40 LiveRPooL - CheLsea (B) 17:15 tottenhaM - deRBy 18:55 FULhaM - MiddLesBRo 20:35 4 4 2 21:55 Man. City - Man. Utd 23:35 LiveRPooL - CheLsea Fyrsti risaslagur tímabilsins fer fram um helgina þegar Liverpool mætir Chelsea á Anfield Road. Einnig munu erkifjendurnir í Manchester United og Manhester City mætast í grannaslag. Fyrsti risaslaguriNN Fyrsti risaslagur tímabilsins er á milli erkifjendanna Liverpool og Chels- ea. Leikurinn er athyglisverður fyrir margra hluta sakir. Liverpool-menn eru staðráðnir í að byrja þetta tíma- bil vel og stefna þeir að því að verða enn með í baráttunni um titilinn um áramót, ólíkt því sem hefur verið undanfarin ár. Jose Mourinho hefur lofað því að lið hans muni spila meiri sóknar- bolta á þessu tímabili en áður. Hann hefur margsinnis komið fram í við- tölum og sagt að hann vilji að leik- menn sínir losi um hömlur innra með sér og spili frjálsan fótbolta. Leikir liðsins hafa verið skemmtileg- ir á þessu tímabili. Fyrst sigruðu þeir Birmingham 3-2 og síðan Reading 2-1 í skemmtilegum leik. Ólíkt und- anförnum tímabilum hefur varnar- leikurinn í fyrstu leikjunum ekki ver- ið nægilega góður en búist er við því að John Terry komi inn í liðið í leikn- um gegn Liverpool og munar aldeil- is um minna. Vanalega eru ekki mörg mörk skoruð í leikjum liðanna ef undan er skilinn 4-1 sigur Chelsea á Anfield Road fyrir tveimur árum. Rafa Ben- itez framkvæmdastjóri mun vafalítið biðja sína menn um að byrja leikinn af krafti og skora snemma. Steven Gerrard verður fjarri góðu gamni en hann tábrotnaði í leik á móti Touluse á miðvikudag. „Leikurinn á sunnudag er gríð- arlega mikilvægur. Chelsea er með- al helstu keppinauta okkar og við ætlum okkur að enda ofar en þeir. Allir eru að tala um að við verðum að byrja tímabilið vel. Það eykur á sjálfstraust okkar fyrir þann leik að við unnum þá í fyrra og nú erum við með enn betra lið en þá. Við erum nú á heimavelli þannig að við munum sækja á þá. Við erum þegar komnir með einn sigur en það þýðir ekki að við byrjum vel. Við þurfum nokkra sigra í fyrstu leikjunum til þess að geta talað um það,“ segir Steve Finn- an, varnarmaður Liverpool. Manchester City – Manchester United Alex Ferguson og félagar í Manchester United munu leitast við að koma tímabilinu í réttan farveg í borgarslagnum gegn Manchest- er City. Ferguson verður án helstu stjarnanna Waynes Rooney og Christianos Ronaldo en hann er hvergi banginn fyrir leikinn og segist hafa næga möguleika til þess að stilla upp góðu liði í leiknum. Sérstaklega er koma Carlosar Tevéz mikilvæg fyrir liðið en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið gegn Portsmouth í miðri viku. „Hann var frábær í leikn- um, vonandi verður hann tilbúinn fyrir leikinn á sunnudag. Það er ekki amalegt að geta notað hann í fjar- veru Rooneys og Ronaldos,“ segir Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United. Manchester City er þó sýnd veiði en ekki gefin og menn Svens-Gör- ans Eriksson, framkvæmdastjóra City, hafa byrjað tímabilið vel með tveimur sigrum og það sem meira er, er að liðið á enn eftir að fá á sig mark. Rolando Bianchi, nýr sóknar- maður Manchester City, hefur byrj- að tímabilið vel og er þegar búinn að opna markareikning sinn og verður athyglisvert að sjá hann gegn þeim bestu. „Þetta er stórleikur og erfitt verk- efni fyrir okkur gegn meisturunum. Okkur vantar meiri hroka í leik okkar og við munum reyna að ná honum fram,“ segir Sven-Göran Eriksson, framkvæmdastjóri City. Fleiri athyglisverðir leikir Nokkrir athyglisverðir leikir fara fram um helgina. Everton getur hald- ið toppsætinu með sigri á Reading. Reading-menn töpuðu fyrir Chelsea í miðri viku en geta blásið á fallspár gegn Everton á laugardag með sigri. Verkefnið er þó erfitt þar sem Evert- on hefur byrjað tímabilið með tveim- ur góðum sigrum. Ívar Ingimarsson verður væntanlega í vörn Reading í leiknum og ekki er ólíklegt að Brynj- ar Björn komi inn í liðið að nýju eftir að hafa komið inn á sem varamað- ur gegn Chelsea. Þarna munu einn- ig mætast einu leikmennirnir sem spiluðu allar mínútur síðasta tíma- bils, þeir Joseph Yobo og Ívar Ingi- marsson. Blackburn spilar á heimavelli gegn Arsenal á sunnudag. Þetta verður mikil prófraun fyrir ungt lið Arsenal sem vann góðan útisigur á Spörtu Prag í Meistaradeildinni í vikunni. Blackburn-menn eru erf- iðir heim að sækja en í þetta skipt- ið þurfa þeir líkt og Arsenal undan- farin ár að spila í Evrópukeppni og því verður aukið álag á þeim á þessu tímabili. Spurning er hvort það hafi áhrif á frammistöðu þeirra í deild- inni. Mikil pressa er á Tottenham að sigra Derby eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. „Derby mun koma hingað og berjast um alla bolta. En ég held að ef allt verður eðlilegt munum við fá þrjú stig,“ seg- ir Martin Jol, framkvæmdastjóri Tot- tenham. Síðasti sigur Derby á Tot- tenham var árið 1997 en þá var Paolo Wanchope markaskorari liðsins. West Ham fer í heimsókn til Birmingham og mun reyna að bæta fyrir slaka frammistöðu um síðustu helgi gegn Manchester City. Nýir menn Birmingham, Oliver Kapo og Gary O’Connor, hafa báðir skorað og líta vel út. West Ham eyddi fúlg- um fjár fyrir tímabilið og Bellamy og Ljungberg verða meðal leikmanna liðsins. Roy Keane og félagar úr Sund- erland hafa byrjað tímabilið vel og eru með 4 stig. Þeirra bíður ferðalag til Wigan þar sem fram fer slagur á milli liða sem margir hafa spáð falli. Sjaldan er lognmolla í kringum Roy Keane, framkvæmdastjóra Sunder- land, sem hrósaði sínum mönnum eftir leik í miðri viku við Birming- ham sem endaði með 2-2 jafntefli þar sem Sunderland jafnaði í blálok- in á leiknum. „Einu sinni enn sýndu leikmenn mínir vilja til þess að ná árangri og náðu jafntefli sem virt- ist ómögulegt,“ sagði Roy Keane eft- ir leikinn. Wigan náði sínum fyrsta sigri á tímabilinu með sigri á Midd- lesbrough í vikunni. Fleiri athyglisverðir leikir verða um helgina. Aston Villa tekur á móti Sam Allardyce og lærisveinum hans í Newcastle. Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson munu kljást á Fratton Park þegar Portsmouth fær Bolton í heimsókn og á Craven Cottage tekur Fulham á móti Midd- lesbrough. Það er því spennandi helgi framundan fyrir fótboltaþyrsta Íslendinga. viðaR gUðjónsson blaðamaður skrifar: vidar@dv.is sigurinn tryggður Manchester united svo gott sem tryggði sér enska meistaratitilinn á síðasta tímabili með sigri á Manchester City. Hér sést Edwin van der sar verja vítaspyrnu í leiknum. stjórar berjast rafa Benitez og Jose Morinho eiga vandasamt verk fyrir höndum á sunnudag. 3. umferð í torfærumótaröð Tómstundahúsins á fjarstýrðum torfærubíl- um fer fram á sunnudaginn 19.júní á athafnasvæði Gæðamoldar í Grafarvogi. Skráning keppenda er á staðnum, mæting er kl. 13:00. Frekari upplýsingar um keppnina er að finna á www.sbki.is og í Tómstundahúsinu sími: 5870600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.