Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Page 22
Hin hliðin DV HIN HLIÐIN RagnhilduR Steinunn JónSdóttiR dagSkRáRgeRðaRkona n Nafn og kyn: „Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, kona.“ n Atvinna: „Dagskrárgerðarkona.“ n Hjúskaparstaða: „Í sambúð með Hauki Inga Guðnasyni.“ n Fjöldi barna: „Engin.“ n Áttu gæludýr? „Nei.“ n Ef þú værir bíll, hvaða bíltegund vildirðu vera og hvers vegna? „BMW vegna þess að mér finnst þeir bílar ansi liprir.“ n Hefurðu komist í kast við lögin? „Já, en þó ekkert stórvægilegt.“ n Borðarðu þorramat? „Nei, ég hef ekki einu sinni smakkað hákarl!“ n Hefurðu farið í megrun? „Nei.“ n Græturðu yfir minningargreinum um ókunnuga? „Já, hiklaust.“ n Hefurðu tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Nei.“ n Lestu blogg? „Já, ég les ýmis blogg á hverjum degi.“ n Trúirðu á framhaldslíf? „Já, ég trúi á framhaldslíf í öðru formi.“ n Er líf á öðrum hnöttum? „Að sjálfsögðu!“ n Kanntu dónabrandara? „Ég er mjög gleymin á alla brandara en, já, ég kann nú einhverja.“ n Kanntu þjóðsönginn? „Ahhh... nei, ekki allan. Þykist samt alltaf kunna hann á landsleikjum, hreyfi varirnar og syng annað hvert orð!“ n Kanntu trúarjátninguna? „Já, ég kann hana en ég er ekki viss um að ég trúi öllu sem stendur í henni.“ n Spilarðu á hljóðfæri? „Já, ég var að byrja að læra að spila á gítar. Sit öllum stundum, með sigg á fingrunum og reyni að komast í gegnum „stóru söngbókina“.“ n Styðurðu ríkisstjórnina? „Pass.“ n Hvað er mikilvægast í lífinu? „Heilsan.“ n Hvaða fræga einstakling myndirðu helst vilja hitta og af hverju? „Ég myndi pottþétt vilja hitta Madonnu vegna þess að ég hef haldið upp á hana síðan ég var 5 ára.“ n Hefurðu eytt peningum í vitleysu - þá hvaða? „Já, oft og mörgum sinnum, ég hef til dæmis oft keypt föt sem mér finnst falleg þótt þau passi engan veginn á mig.“ n Heldurðu með einhverju íþróttafélagi? „Já, ég held með Fylki.“ n Hefurðu ort ljóð? „Já.“ n Eru fatafellur að þínu mati listamenn? „Pass.“ n Eru briddsspilarar að þínu mati íþróttamenn? „Pass.“ n Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Valdafíkn.“ n Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Pass.“ n Stundarðu íþróttir? „Já, fullt af þeim, syndi, dansa, spila „fótbolta“ og fleira.“ n Hefurðu látið spá fyrir þér? „Nei, ég hef reyndar aldrei látið spá fyrir mér, þarf að fara að hafa samband við Sigríði Klingenberg!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.