Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Side 40
Elvis Presley, dáðasti söngvari
allra tíma, lést á heimili sínu í Memp-
his í Bandaríkjunum 16. ágúst 1977,
fjörutíu og tveggja ára. Andlát hans
vakti töluverða fjölmiðlaumfjöllun
hér á landi þó Íslendingar lifðu enn
við sovétkerfi í útvarpsmálum 1977.
Í Kananum voru lögin hans leikin
nánast samfellt í heila viku og þeir
sem upplifðu rokkæðið tuttugu árum
áður, treguðu þennan dagfarsprúða
dreng og spurðu auðvitað í leiðinni,
eins og skáldið forðum: „Hvar hafa
dagar lífs mins lit sínum glatað?“
Presley og fyrsta unglingakyn-
slóðin
Við lát Presleys rifjuðu menn það
gjarnan upp að hann var í raun miklu
meira en venjuleg tískubóla í dæg-
urlagaheiminum. Atvikin höguðu
því svo að Elvis Presley varð stærsta
nafnið í rokkbylgjunni sem upphófst
í Bandaríkjunum 1955 og flæddi
þaðan um allan hinn vestræna heim
á næstu tveimur árum. Þessi fátæki,
feimni og viðkvæmi unglingur sem
hafði verið lagður í einelti í skóla sín-
um í Memphis, varð persónugerv-
ingur fyrir tónlistarstefnu sem víða
um heim markaði upphafið að sér-
stakri unglingamenningu, meðal
annars hér á landi.
Aldurshópur sem áður hafði
hvorki verið fugl né fiskur í samfé-
laginu, of ungur til að vera fullorðinn
og of gamall til að vera börn, var allt
í einu orðinn sýnilegur og óþægilega
fyrirferðarmikill, en um leið álitleg-
ur markaðshópur, með eigin tónlist,
dans, klæðnað, hárgreiðslu, sam-
komustaði, plötuverslanir, tímarit,
viðhorf og framkomu. Rokkið færði
ungar kvennaskólastúlkur úr síðpils-
um og í gallabuxur og renndi brillj-
antínblautri greiðunni í gegnum hár
piltanna niðri á Ísborg og Hressó.
Þetta var rokkkynslóðin hans Presleys
- fyrstu unglingar Íslandssögunnar -
sem nú eru á leið á elliheimilin.
Róttækt rokk
Hræringar rokksins höfðu heldur
betur ögrað íhaldssömum góðborg-
urum og ráðsettum menningarvitum
á árunum 1956 og 1957, ekkert síð-
ur hér á landi en í Bandaríkjunum.
Tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins (sem
þá var auðvitað eina útvarpsstöðin
hér á landi fyrir utan Kanann) hafði
bannað lagið Allt á floti með Skafta
Ólafssyni, 1957, og Morgunblað-
ið hafði skyndilega miklar áhyggjur
af unglingum á glapstigum og hafði
ekki undan að spá fyrir um endalok
rokksins.
Og kannski voru þetta skiljanleg
viðbrögð hinna fullorðnu því þeir
voru sko engir fermingardrengir,
hörðustu og róttækustu rokkararn-
ir á borð við Little Richard, Jerry Lee
Lewis og Chuck Berry sem söng glað-
beittur: „Roll over Beethoven and tell
Tchaikovsky the news.“ Rokkið var
menningarbylting sem hafði feikileg
áhrif á réttindabaráttu blökkumanna
í Bandaríkjunum.
Rokkinu blæðir
Elvis varð hins vegar aldrei
eins róttækur menningarskelfir
og gamla fólkið óttaðist, og hrein-
ræktuðustu rokkararnir létust ann-
aðhvort langt fyrir aldur fram eða
týndu taktinum. Elvis var kallaður
í herinn og hélt til Vestur-Þýska-
lands 1958, Little Richard sneri baki
við rokkinu af trúarlegum ástæð-
um, Jerry Lee Lewis giftist korn-
ungri frænku sinni og missti þá frétt
í fjölmiðla, Buddy Holly, Ritchie
Valens og Big Bopper fórust allir í
sama flugslysinu í febrúar 1959 og
Chuck Berry fékk á sig furðulegan
fangelsisdóm. Hið tæra og ögrandi
rokk frumkvöðlanna þokaði smám
saman fyrir daufari eftirhermum
á borð við Pat Boon, Ricky Nelson,
Connie Francis og Fabian sem sum
hver voru lítið annað en snoppu-
fríðar markaðsímyndir dægurlaga-
iðnaðarins. Taugaveiklaðir menn-
ingarvarðhundar gátu því slakað á
og náð áttum árið 1959.
Presley og rokkið
Því hefur stundum verið haldið
fram að ráðandi markaðs- og stjórn-
málaöfl hafi átt stóran þátt í því að
draga tennurnar úr hinni upphaf-
legu rokkbylgju og Elvis Presley
hafi til dæmis verið þvingaður til að
syngja sykursætar ástarmelódíur í
síauknum mæli. Jerry Lee Lewis lét
svo um mælt löngu síðar að Presley
hefði svikið rokkið.
Það er að vísu rétt að Presley varð
konungur rokksins á upphafsárum
þess. En það breytir ekki þeirri stað-
reynd að tónlistarrætur hans lágu
mun víðar en í rokkinu. Hann ólst
upp við kántrítónlist, r&b-tónlist og
gospeltónlist, sótti sinfóníutónleika
og óperur og átti sem unglingur plöt-
ur með Mario Lanza og Dean Mart-
in. Það gátu því ýmsir orðið kaþólsk-
ari en páfinn í þessum efnum.
Bítlar og pólitík
Þeir sem skelfdust rokkið hér á
landi 1957, áttu eftir að fá alvarlegri
áföll með Beatles-bylgjunni 1963,
hippahreyfingunni upp úr 1967 og
pólitískum mótmælasöngvurum á
borð við Donovan, Bob Dylan og
Joan Baez (eða Jóhönnu frá Bægisá
eins og Laxness kallaði þessa vin-
konu sína).
Elvis Presley var því fyrir löngu
orðinn yndislegur, saklaus drengur
og málsvari vestrænnar menningar
í huga íhaldsmanna af öllu tagi þeg-
ar hann lést, saddur lífdaga, í ágúst
1977. Eftir stóð minningin um sæta,
hlédræga strákinn sem upphaflega
hristi á sér lappirnar af tómum sviðs-
skrekk. Með fyrstu plötu sinni hjá
RCA, Heartbreak Hotel, í ársbyrj-
un 1956, hafði honum einnig tekist
að hrista duglega menningarstoðir
vestrænna samfélaga. En hann söng
líka betur en allir aðrir og það er lík-
lega kjarni málsins.
Ættfræði DV
ættfræði
U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n
N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s
Í fréttum var þetta helst... 17. ágúst 1977
Rokkarinn er þagnaður
Ættfræði DV
Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir
þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið
í fréttum í vikunni, rifjar upp frétt-
næma viðburði liðinna ára og minnist
horfinna merkra Íslendinga. Lesendur
geta sent inn tilkynningar um
stórafmæli á netfangið kgk�dv.is
föstudaGur 17. áGúst 200740
Bjarni Guðjónsson
framreiðslumaður
Bjarni Guðjónsson fæddist á
Bjarnastöðum á Grím-
staðarholtinu. Hann
lauk sveinsprófi frá Mat-
reiðsluskóla Íslands 1949.
Bjarni var fram-
reiðslumaður á Hótel
Borg 1949-54, yfirþjónn á
Naustinu 1954-62, stofn-
aði þá Klúbbinn og var
framreiðslumaður þar
til 1965 er hann réðst til
Hótel Loftleiða. Þar var
hann ráðgjafi við bygg-
ingu hótelsins, yfirþjónn
á Loftleiðum, barþjónn
á Vínlandsbar og loks
framreiðslumaður og
barþjónn á Hótel Esju frá 1991.
Bjarni var formaður Félags
framreiðslumanna 1962, gjaldkeri
Barþjónaklúbbsins, varð Íslands-
meistari barþjóna 1978, hlaut silf-
urverðlaun á heimsmeistaramóti
barþjóna í Tókýó 1971, Norður-
landameistari í Kaupmannahöfn
1979 og hlaut heiðursviðurkenn-
ingar fyrir störf sín hjá finnska
forsetaembættinu og sænska
konunginum, er heiðursfélagi
Barþjónaklúbbs Íslands
og Félags framreiðslu-
meistara.
Eiginkona Bjarna var
Diljá Esther Þorvalds-
dóttir, f. 17.10. 1929, d.
30.8. 2003, húsmóðir og
verslunarmaður.
Börn Bjarna og Dilj-
ár eru Gróa Reykdal, f.
11.8. 1947, hjúkrunar-
fræðingur í Reykjavík;
Guðrún Valgerður, f. 29.8.
1949, verslunarmaður í
Reykjavík; Jón Þorvaldur,
f. 13.2. 1957, bifvélavirki í
Reykjavík; Guðjón, f. 7.2.
1959, arkitekt og myndlistamaður
í Reykjavík.
Foreldrar Bjarna voru Guðjón
Bjarnason, f. 29.8. 1888, d. 1952,
útvegsbóndi á Bjarnastöðum, og
k.h., Guðrún Valgerður Guðjóns-
dóttir, f. 24.6. 1896, d. 1988, hús-
móðir.
Bjarni verður í sumarbústað
sínum í Grímsnesinu á afmælis-
daginn.
Geir fæddist í Reykja-
vík en ólst upp á Akur-
eyri 1951-67. Hann lauk
stúdentsprófi frá MA
1967, kandídatsprófi í
læknisfræði frá HÍ 1974,
og stundaði sérfræði-
nám í barnalækningum
í Svíþjóð 1975-80.
Geir starfaði við Östra
sjukhuset í Gautaborg
1980-81 og á Húsavík
1981-82, var sérfræð-
ingur við FSA frá 1982,
um skeið yfirlæknir við
barnadeild Fylkissjúkra-
hússins í Lillehammer, svæfinga-
læknir og yfirlæknir lyflæknis-
deildar Sjúkrahúss Suðurlands
1998-99, rekur læknastofu á
Domus Medica og er auk þess
aðili að Barnalæknaþjónustunni
og starfar við Ungbarnaverndina
á Sólvangi í Hafnarfirði.
Geir kenndi læknanemum
í Gautaborg og Eskiltuna, var
stundakennari við hjúkrunar-
svið HA, var formaður Lands-
sambands áhugafólks um floga-
veiki á Norðausturlandi,
sat í stjórn Læknafélags
Akureyrar og í stjórn
Læknafélags Suður-
lands.
Eiginkona Geirs er
Kolbrún Þormóðsdóttir,
f. 11.1. 1952, kennari og
leiðsögumaður.
Börn Geirs og Kol-
brúnar eru Steinunn, f.
4.3. 1971, dýralælknir
í Reykjavík; Nanna, f.
23.1. 1975, ferðamála-
fræðingur, tækniteiknari
og nemi í byggingafræði
í Kaupmannahöfn; Auður, f. 24.3.
1976, nemi í viðskiptafræði við
HÍ; Þormóður, f. 11.9. 1979, nemi
í lyfjafræði við HÍ.
Foreldrar Geirs voru Friðgeir
Hólm Eyjólfsson, f. 18.10. 1918,
d. 16.10. 1996, skipstjóri á Akur-
eyri og síðar í Reykjavík, og k.h.,
Elín Auðunsdóttir, f. 2.4. 1915, d.
21.4. 1992, húsmóðir.
Geir heldur upp á afmælið í
faðmi fjölskyldunnar og íslenskr-
ar náttúru.
Helgi fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp. Hann
lauk stúdentsprófi frá
MT 1977, BA-prófi í fé-
lagsfræði frá HÍ 1982,
MA-prófi í félagsfræði
frá University of Mis-
souri-Columbia 1985,
fyrri hluta doktorsprófs
þaðan 1987 og Ph.d-prófi
frá sama skóla 1992 með
áherslu á afbrotafræði.
Þá stundaði hann nám
við Evrópska sumarhá-
skólann í Berlín 1988
og lauk prófi í uppeldis-
og kennslufræði við HÍ
1992.
Helgi stundaði rannsóknir fyr-
ir félags- og samgönguráðuneytin
og fyrir Framkvæmdastofnun Ís-
lands 1981-83, var aðstoðarkenn-
ari við Missouri-háskóla 1982-85,
sjáflstæður kennari þar 1985-87,
kenndi við MR 1987-96, stunda-
kennari við félagsvísinda-
deild HÍ 1987-90, lektor
þar frá 1990, dósent frá
1995 og er prófessor við
deildina frá 2001.
Helgi er formaður Fé-
lagsfræðingafélags Ís-
lands og fulltrúi Íslands
í Norræna sakfræðiráð-
inu.
Eigikona Helga er
Kristín Hildur Ólafsdótt-
ir, f. 10.9. 1960, mynd- og
handmenntakennari.
Börn Helga og Kristín-
ar Hildar eru Páll Fannar
Helgason, f. 13.10. 1989,
nemi; Elín Áslaug Helgadóttir, f.
21.7. 1993, nemi.
Foreldrar Helga: Gunnlaugur
Pálsson, f. 25.3. 1918, d. 14.7. 1983,
arkitekt í Reykjavík, og k.h., Áslaug
Zoega, f. 19.1. 1926, húsmóðir.
Helgi heldur upp á afmælið
með fjölskyldunni.
Helgi Gunnlaugsson
prófessor í félagsfræði við HÍ
Geir Friðgeirsson
barnalæknir
80
ára á
föstudag
60
ára á
laugardag
50
ára á
laugardag