Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2007, Page 17
DV Helgarblað föstudagur 17. ágúst 2007 17 Við brýnum okkar raust konu og Kjartans Eggertssonar, en þau stóðu að baki útgáfunni. Flestir textarnir á plötunni eru upphaflega eftir Suzanne Orstein frá Svíþjóð sem stödd er hér á landi um þessar mundir. Í niðurlagi samtalsins segir Steinunn frá því þegar hún stóð á sviði á Lækjartorgi með hópi syngjandi Rauðsokka fyrir framan þrjátíu þúsund konur og söng: „Áfram stelpur og við brýnum okkar raust svo berist hún um heiminn!“ Allir hafa skoðun á hafinu „Á skrifstofunni arðræninginn situr og hlær, því línuritið sýnir meiri afköst í dag en í gær,“ söng Bubbi Morthens í laginu Ísbjarnarblús og fjallaði þar um líf- ið á verbúðinni sem honum hugnaðist lítið. Bubbi hefur sungið mikið um pólitíkina sem tengist hafinu, því seinna spurði Bubbi í samnefndu lagi: „Er nauð- synlegt að skjóta þá?“ og átti þar við hvalveiðar Ís- lendinga. Bubbi lagðist eindregið gegn hvalveiðum í textanum og sagði lífið aðeins snúast um peninga. Fleiri lög um erfiða og ósanngjarna lífsbaráttu íbúa í sjávarþorpum á landsbyggðinni hafa fylgt í kjölfarið. Í laginu Kyrrlátt kvöld við fjörðinn söng Bubbi texta eftir Tolla bróður sinn um íbúana í þorpinu sem hafa neyðst til þess að flytja suður „í kjölfar hins drottn- andi herra“ sem flutti fiskvinnsluna suður til Reykja- víkur með fylgjandi atvinnuleysi. Árið 1991 skaut Helgi Björnsson föstum skotum að Bubba í laginu Undir regnboganum eftir Magnús Þór Sigmundsson og Sigurð Helgason. Lagið er sennilega eina stuðningslag sem gefið hefur verið út um hval- veiðar hér á landi. Í laginu söng Helgi um hina grænu friðarspilla og að þjóð sem býr á norðurslóðum þurfi að skjóta hvalina til að afla sér lífsviðurværis. Helgi segist enn hafa fastmótaðar skoðanir á hvalveiðum. „Það er ekkert að því að stunda takmarkaðar hval- veiðar, það er svo mikill tvískinnungur í allri þessari umræðu, Bandaríkjamenn eru ósáttir við hvalveiðar Íslendinga en veiða svo sjálfir miklu meira af þeim en við höfum nokkurn tíma gert. Auk þess er allt í lagi að halda þeim aðeins í skefjum því þeir éta gríðarlega mikið af fiski í hafinu,“ segir hann. Fleiri hafa fjallað um sjávarútveginn, árið 2005 gaf pönkhljómsveitin Rass út plötuna Andstaða. Sveitin tók afgerandi afstöðu til kvótakerfisins og boðskapur- inn var auðmeltanlegur: Burt með helvítis kvótann! Álið er ekki málið Stóriðju- og náttúruverndarumræðan hefur getið af sér lög þar sem afstaða er tekin til málanna. Pönk- ararnir í Rass létu sér til að mynda ekki nægja að fjalla um kvótakerfið, þeir létu líka sína rödd heyrast í um- hverfismálunum. Lagið Kárahnjúkar af Andstöðu frá 2005 er skýrt, skorinort og verður ekki misskilið. Leiðtogi umhverfisverndarbyltingarinnar hér á landi er þó óumdeilanlega Ómar Ragnarsson sem hefur fjallað gífurlega mikið um mikilvægi umhverf- isverndar. Á síðasta ári fékk hann Bubba til liðs við sig og tóku þeir félagar meðal annars upp lagið Landi og lýð til hagsældar, sem er ádeila á stóriðjustefnu stjórnvalda. Í upphafi síðasta árs hélt Hættu-hópurinn stór- tónleika í Laugardalshöll þar sem landslið íslenskra poppara kom fram til þess að vekja athygli á þeim svæðum sem verða stóriðjustefnunni að bráð. Með- al þeirra sem komu fram voru Björk og hljómsveit- in Sigur Rós. Damon Albarn fyrrverandi forsprakki Blur steig síðan á svið með hljómsveitinni Ghostigital og lagði sitt á vogarskálarnar með laginu Aluminum sem síðan þá hefur hljómað um allan heim. Bæði Björk og Sigur Rós hafa lýst yfir andúð á stóriðjustefnunni, þannig hélt Sigur Rós órafmagn- aða tónleika við Snæfell á hálendi Íslands, þar sem hópur mótmælenda hélt til síðasta sumar. Björk hef- ur lýst því yfir í fjölmiðlum um allan heim að hálendi Íslands sé leikvangur álbræðslufyrirtækja og eitt af fáum ósnortnum hálendissvæðum sem eru eftir í Evrópu sé í stórhættu. Stefán Pálsson náttúruverndarsinni segir flóru náttúruverndarlaga ennþá vera fremur þunna. „Um- hverfisverndarsinna vantar alveg svona grípandi lag á borð við Ísland úr Nató, eins og hernaðarandstæð- ingar hafa,“ segir hann léttur í bragði. Tónlistarmenn verða aðgerðasinnar Tónlistarmönnum eru engar skorður settar um hvað þeir mega fjalla og margir hafa gagnrýnt fleira en stóriðju og sjávarútvegsstjórn í tónlist sinni. Þannig deildi Bjartmar Guðlaugsson á neysluhyggju og kapp- hlaupið við tímann sem einkennir nútímamanninn, í laginu Súrmjólk í hádeginu. Lagið hefur öðlast sess sem nokkurs konar baráttusöngur barna. Snemma á áttunda áratugnum gerðu Fræbbblarnir lagið Bjór, sem var baráttusöngur fyrir því að leyfa bjór hér á landi. Á Volta, nýjustu plötu Bjarkar, syngur hún baráttusönginn Declare Indipendence fyrir nágranna okkar Grænlendinga og Færeyinga. Í textanum segir: „Lýsið yfir sjálfstæði, látið þá ekki gera ykkur þetta,“ og á hún þá við Dani. Hip hop-tónlistarmaðurinn Móri sendi árið 2003 frá sér lagið Grænir fingur þar sem hann hvatti stjórnvöld til þess að lögleiða notkun kannabisefna. Skömmu síð- ar voru fjölmennir baráttutónleikar vegna kannabis- efna haldnir í Austurbæ. Móri er ekki eini hip hop-tónlistarmaðurinn sem hefur látið til sín taka í þjóðfélagsumræðunni. XXX Rottweilerhundar með Erp Eyvindarson í fararbroddi hafa skotið föstum skotum að stjórnmálamönnum, meðal annars að Árna Johnsen. Árið 2001 komst Erp- ur í kast við lögin fyrir að vera vitorðsmaður í árás á bandaríska sendiráðið í Reykjavík þegar svokölluðum mólotov-kokteil var kastað inn á lóð sendiráðsins. Deilt um áhrifin Það er ekki nóg að semja áróðurslög, það verður einhver að hlusta og taka mark á þeim boðskap sem tónlistarmennirnir reyna að koma á framfæri. Gunnar Lárus Hjálmarson, betur þekktur sem Dr. Gunni, telur að hér á landi hafi það lítið vægi að koma boðskap áleiðis í gegnum tónlist. Hann telur að þeir sem taki til sín slíkan boðskap séu þegar sömu skoð- unar. „Þetta hefur held ég engin áhrif. Er ekki bara verið að messa yfir hinum trúuðu? Fólk sem mætir á tónleika til styrktar náttúruverndarsamtökum var náttúruverndarsinnar áður en það mætti á tónleik- ana,“ segir hann. „Kannabis er ennþá bannað og Árni Johnsen er kominn aftur á þing.“ Stefán Pálsson er ekki sömu skoðunar, en seg- ir það þó afar vandmeðfarið að gera góðan pólitísk- an texta og komast upp með það, stjórnmálamenn- irnir hafi sannað það sjálfir. Sumir textar eldast vel, en aðrir hafa skemmri líftíma og þannig þyki mörg- um lög sem samin voru á sjöunda áratugnum held- ur hallærisleg nú um stundir. „Ég tel að þetta sé mjög öflugt tæki, grípandi og einfalt dægurlag getur virkað vel. Það verður þó að vera mjög vel gert. Annars get- ur þetta snúist í höndunum á fólki. Það er fátt sem er hallærislegra en illa saminn pólitískur texti.“ valgeir@dv.is „Verstu lögin með pólitískum boðskap eru al- veg án efa þegar stjórnmálamennirnir sjálfir syngja þau. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir söng Ó borg mín borg hér um árið og Framsóknar- flokkurinn hefur farið í hljóðver einu sinni eða tvisvar og það var svo slæmt að því má líkja við dauðann sjálfan.“ BuBBi MorThens fáir hafa sagt skoðanir sínar með jafn afgerandi hætti í gegnum tónlist og Bubbi. FlATeyri Lífið í sjávarpláss- um er vinsælt yrkisefni Bubba MóTMæli Kárahnjúkar og stóriðjustefnan eru vinsælt efni í lagasmíðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.