Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 5

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 5
í Kúlunni við Sigtún: Stíll gerir engan stóran og heldur engan lítinn — segir Ásmundur Sveinsson Síðdegissólskinið skar í augun, þeg- ar það endurvarpaðist frá mjallhvít- um myndunum á túni Asmnndar við Sigtún. Töluverð nál var komin, svo að flötin var græn. Þetta nón var mjög fáförult þarna inn frá, enda fyrsti maí og fólkið að spóka sig með börn sín í miðbænum. Ofurlítil stund leið, frá því ég drap á dyr, unz þær opnuðust og Asmund- ur tók á móti mér og leiddi mig gegn- um vinnuskála sinn til stofu. Hann sezt á stól andspænis mér, tekur í nefið. Hreyfingarnar mjög hraðar og þó mikil ró yfir persónu hans. Hann tekur óðara til máls. Mikil hýra í svipnum — bláar nan- kinsbuxur — peysa — íslenzkir ullar- sokkar — inniskór — djúpir drættir kringum munninn — augun leiftr- andi. — Það er nú svo að fara að setja á prent, það sem maður segir. Maður verður að vera varkár, gæta tungu sinnar. Fólk er svo viðkvæmt fyrir öllu, sem sagt er um myndlist. Þetta er undarlegt, finnst þér ekki? í raun og veru ætti þetta ekki að vera við- kvæmt mál. Allir eiga að vera frjálsir að því, hvað þeir gera, jafnt í mynd- list sem öðrum efnum. Ég skal strax taka fram, hvernig þessi mál horfa við mér: Listin er lífið, og lífið er listin. Þess vegna er undarlegt, að fólk skuli vera svona viðkvæmt fyrir nú- tímamyndlist. Sama fólkið og fer í búðir til þess að kaupa sér nýtízku föt, nýtízku húsgögn og lætur reisa móderne hús og kaupir nýjustu vél- ar og vill yfirleitt ekki líta við neinu ómóderne, það kemur síðan til lista- mannsins og skammar hann fyrir að vera móderne. Hver kynslóð lifir líf- inu á sinn sérstaka hátt. Listin er þar engin undantekning. En fólk virð- DAGSKRÁ 3

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.