Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 32

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 32
leikritun Brechts forvitnilegust, eink- um fyrir það, að við sýningar á verk- um sínum notaði hann svokallaða „verfremdungsteknik", sem er and- stæða hinnar fullkomnu sýndar (illu- sionar) Stanislavskíjs; á sama hátt og leikarinn stendur eins og utan við þá persónu, sem hann túlkar, vill Brecht halda áhorfandanum í ákveðinni fjar- lægð, þar sem hann er knúinn til að taka hlutlægari afstöðu til þess, sem fram fer á sviðinu en þá, sem mótast af augnabliks viðkvæmni. Samúð vegna tragiskra örlaga einstakling- anna er því ekki það, sem Brecht leit- ast fyrst og fremst við að kalla fram hjá áhorfendunum, heldur reynir hann að varpa sem skýrustu ljósi á hugmyndirnar, hugtökin, hugsjónirn- ar, sem á bak við búa og móta þessi örlög. Mutter Courage er hin sama í upphafi leiks sem í leikslok. hún þrammar áfram af dugnaði með vagn- inn sinn og heldur, að hún geti haft gagn af þrjátíu ára stríðinu; það sem Brecht skiptir máli, er að áhorfend- urnir hafi eitthvað af þrammi hennar lært. M. ö. o. Brecht er predikari og leiksviðið er hans predikunarstóll, en inargur hefur boðað ónauðsynlegra en frið og mannúð. Rangt er að draga öll leikrit Brechts í sama dilk, leikrit eins og Senora Carres Gewehr, sem gerist í borgarastyrjöldinni á Spáni, minnir meira á leikrit Lorcas og Syn- ges en önnur verk Brechts sjálfs (nema kannski æskuljóðin). Brecht hirti lítt um að skapa frumlega at- burðarás, „fékk oft að láni“ eins og Shakespeare og ýmsir aðrir góðir menn (Nederlaget eftir Nordahl Grieg hefur til dæmis orðið þess heiðurs að- njótandi), en öll hans verk hafa þó persónulegan og djarfan blæ. Það var einn liður í epískum framsetningar- máta hans að skeyta lítt um hina hefðbundnu þrjá veggi leiksviðsins, kínversk leikmennt var honum meiri fyrirmynd, tónlist er ríkur þáttur í sýningum hans og tengir oft saman hin mörgu atriði, gæðir þær seið- magni og sefjandi hljóðfalli. Það er crfitt að tala um leikrit Brechts án þess að tala um sýningar á þeim, en nú eftir dauða skáldsins ætti að fara að koma í ljós, hvernig annars vegar leikritum hans og hins vegar kenn- ingum hans í leiklist sjálfstæðum reiðir af, þegar hans sjálfs nýtur ekki leng- ur við til túlkunar eða stuðnings. Eftirtektarvert er, hve fá skáld hafa reynt að feta í fótspor hans, þó að ýmsir fræðingar hafi viljað benda á, að þarna liggi þróunarleiðin. Nokkra má þó nefna, t. d. leikstjórann Erwin Piscator, sem hefur t. d. fært skáld- söguna Stríð og frið eftir Tolstoij í leiksviðsbúning og sýnt á „epískan“ máta, og svo Dúrrenmatt, sem áður er nefndur og að mörgu leyti fer eig- in leiðir. Hann er 37 ára gamall Sviss- lendingur, sem á síðustu árum hefur skrifað nokkur leikrit, sem vakið hafa alþjóða athygli, t. d. Das Besuch der Alten Dame og Die Ehe des Herrn Missisippi. Dúrrenmatt cr ádeilinn höfundur, sem fátt er heilagt, en gæddur næsta miklu hugmyndaflugi og mesti galdramaður um alla tækni. Hann er hins vegar að því leyti and- stæða Brechts, að hann dæmir ekki og predikar ekki. Hefur heldur enga jákvæða lífsforskrift í bakhöndinni. Ekki þar með sagt hann dragi ekki 30 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.