Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 58

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 58
máli en háspekilegar getraunir. Samt sem áður höfum við séð, að hann er heimspekingur að mentun, og veru- legur hluti ritverka hans fjallar um ráðgátur tilverunnar í ljósi þess pcr- sónulega skoðanakei-fis, sem hann hefur myndað sér. Iíann var ekki nema 24 ára, þegar fyrsta bókin hans kom út. ,,Rét.thverfan og ranghverf- an“; helstu viðfangsefnin eru þá þeg- ar hin sömu og æ síðan, en meðfcrðin enn á stigi vangaveltna. Menn biðu ekki boðanna með að skipa höfund- inum í flokk þeirra. sem dáðu og stældu meistarann tilvistarfróða, Je- an-Paul Sartre. Camus var sjálfur ekki eins viss um, að hann væri tagl- hnýtingur Sartrcs, j)ó að vel færi á með þeim í fvrstu, enda hafa leiðir þeirra skilist og staða þeirra inn- bvrðis sem framámanna í bókmcnnt- unum snúist við. Camus sagði síðar: „Það eina, sem ég hcf skrifað um heimspekileg efni. það hef ég skrifað á móti tilvistarþruglinu." Annars vill Camus sem minst ræða um fyrstu bók sína og ekki gcfa hana út að nýju, þykir hún ekki incð því jiroskasniði, sem hann gerir kröfu til. TNTeð þær 15—20 bækur, sem síðan hafa komið út eftir hann. virðist hann hinsvegar í alla staði ánægður. Leið ekki á löngu áður athygli var vakin á þessum unga rithöfundi um heim allan, bæði vegna liins Ijósa stíls og hnitmiðaða orðalags, sem er aðal hinna sígildu frönsku bókmenta, og eins fyrir hreinskilnislega, öfgalausa túlkun þeirra lífsskoðana, sem höf- undur aðhyllist. Þá eru og áberandi vfirburðir hans á lærdómssviðinu. Að honum hefur oft verið jafnað til Pas- cals, er Ijósasta sönnun þess, hve eft- irtakanleg stærð hann er orðinn á skömmum tíma í heimi bókment- anna. Höfuðþættirnir í lífsskoðun Cam- usar eru dregnir fram í „Sísýfosar- goðsögninni“ (1043). Allir kannast við víti Sísýfosar, sem er fólgið í því að rogast með geysistóran stcin upj) bratta brekku, en ávallt er hann hyggst munu geta komið steininum upp á brúnina, J)á veltur hann ofan á jafnsléttu aftur, og verður Sísýfos þá að taka til að velta honum á nýj- an leik, og þannig endalaust upþ aft- ur og aftur. Camus hugsar sér mann- lífið jafn tilgangslaust, jafn fráleitt og strit Sísýfosar, án lausnar og án von- ar. Það er ekkert frumlegt við ])á kenningu, síður en svo, en altaf er jarðvegur fyrir svona uppgjafar- stefnu, ef til vill fyrir þann keim, sem hún hefur af sjálfsvorkunnsemi. Hinn lærði fornmentafræðingur vcit ofur- vel, að þetta er ekki annað en kenn- ingar Epíkúrs í nýrri útgáfu. Maður- inn deyr, um það er ekki að villast, og dauðinn er endir lífsins, á jiví er ekkert framhald, bætir liann við. Epí- kúr sagði: „Þegar dauðinn er kominn yfir oss, þá erum vér ekki lengur til.“ Lífið cr j)á orðið tilgangslaust, og þeg- ar þar er komið fcr manni að skilj- ast, hvcrsvegna „Sísýfosar-goðsögn- in“ byrjar á þessari setningu: — Það er aðeins eitt atriði í heimspekinni sem skiptir verulegu máli, það er sjálfsmorðið. Þar kemur fram sjón- armið annars spekings fornaldarinn- ar, Hegesíasar frá Kyrene, sem kall- aður var Peisiþanatos — dauðafýsir. í öðru riti — leikritinu „Misskiln- 56 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.