Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 59

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 59
ingnum“ — tekur Camus þetta vandamál til meðferðar og kryfur það til mergjar. Og það er ekki um að villast, allar persónur leiksins hníga í valinn og sviðið er autt að leikslok- uin. Aðalpersónan, hin óhugnanlega Martha, rcynir hamslaust að finna sér markmið í lífinu. Hún rekur gisti- hús með móður sinni og lætur sig dreyma um sólfagurt sæluland úti við hafið. I þeim tilgangi að safna nægu fé til ferðalagsins þangað, kemur hiin þeim ferðamönnum, sem þar gista, fyrir kattarnef, rænir fjármunum þeirra og lætur öll verksummerki hverfa með aðstoð móður sinnar. Bróðir hennar kemur þar. eftir tutt- ugu ára fjarveru, mæðgurnar þekkja liann ekki aftur og hann segir ekki til sín. Það fer eins fyrir honum og svo mörgum öðrum næturgestum á undan honum. Þegar sannleikurinn kemur í Ijós, kastar móðirin sér í ána, þangað sem hún liafði áður varpað syninum. Martha stendur frammi fyrir mágkonu sinni, sem grunar að eitthvað skelfilegt sé á seyði. Martha sér fram á, að sælulandið er henni glatað fyrir fullt og allt, glæpir henn- ar komu ekki að haldi og eru henni fjötur um fót. Hún á þess þó kost að stytta sjálfri sér aldur, og það ætlar hún að gera, en fyrst vill hún deyða þá einu veru, sem enn er á lífi í þess- um harmleik, og þurka út með henni þá blckkingu, að lífið hafi nokkurt gildi. Hin glórulausa lífsfyrirlitning og nppgjöf kemur ekki víðar fyrir í verk- um Camusar. í „Sísýfosar-goðsögn- inni“ er slíkum örþrifaráðum vísað á dagskrá Albert Camus. bug, án þess þó að draga úr mark- leysu lífsins. „Að vera án vonar þýð- ir ekki að örvænta.“ Þó að skipulag heimsins sé dauðanum undirorpið, ])á má byggja upp lífshamingju með bar- áttunni einni saman við hið óyfir- stíganlega, hugsa sér Sísýfos starfs- glaðan við sitt strit, fylla út í tóm- leik tilverunnar með up])reisnardug og athafnaþrá. Dauðinn er að vísu endirinn, scm ekki verður umflúinn, sem afmáir lífið, en hann er líka það eina, sem maðurinn ræður ekki við. Lífið innan hinna luktu rnúra hans er í höndum mannanna sjálfra, þeir eru frjálsir í gleði sinni og sorg, sinnar segir: „Meðan vér erum til, er dauð- 57

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.