Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Síða 60

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Síða 60
inn ekki til.“ Og hann svarar Peisi- þanatosi með þessum orðum: „Hvílík heimska að ana út í dauðann fyrir leiða á lífinu; það er líferni ykkar sjálfra, sem kemur ykkur til að æskja dauðans.“ Afstaða Camusar er skýr. „Það verður að ímynda sér Sísýfos ham- ingjusaman.“ Það vcrður að lifa líf- inu eins og það er, finna því mark- mið og mikilvægi innan hins lukta hrings, snúa baki við múrnum og ein- beita huganum að kappleiknum. Flótti er heimskulegur. En jafn fyr- irlitlegt er að úrskurða nokkurn úr leik og láta hann hverfa af sviðinu. Camus tekur undir með Malraux, að „ekkert geti réttlætt það að binda cndi á tilveru manns.“ Látum tilvilj- anir, ástríður og blindar hvatir or- saka dauða, það breytir ekki leikregl- unum. En að taka dauðann upp í stjórnarskrá mannfélagsins og leiða dauðarefsingu í lög þess, því rís Camus öndverður á móti. Ein söguhetjan í „Plágunni“, ein þcirra, sem vafalaust tala fyrir munn höfundar, það er sonur hins opinbera saksóknara, hann hlustar á föður sinn krefjast dauðarefsingar og fyllist viðbjóði á því, sem hann getur væg- ast kallað „hið fyrirlitlegasta morð“. „ ... ég skildi, að menn vildu deyða þennan lifandi mann og af ægilegri eðlishvöt dróst ég að hlið hans í eins konar þvermóðskulegri blindni. .... rökfimin var ekki mitt verksvið. . . . En hvað sem því leið, hugsaði ég mcð mér, að ég skyldi fyrir mitt leyti aldrei viðurkenna nein rök, ekki ein einustu, skiljið þið, fyrir þessari við- bjóðslegu slátrun." Camus hefur skýrt afstöðu sína til dauðarefsingar í blaðagreinum, sem hann nefnir „Engin fórnardýr, enga böðla.“ Vill hann fá lögfesta alþjóða- réttindaskrá, þar sem fyrsta greinin hljóðaði upp á algert bann við dauða- refsingu. — Eg blygðast mín, blygðast mín niður fyrir allar hellur, að ég skuli sjálfur hafa verið morðingi, þótt úr fjarlægð væri og í trausti á góðan til- gang. Með tímanum varð mér Ijóst, að jafnvel þeir, sem voru betri en aðrir, gátu ekki nú á dögum komist hjá því að deyða eða láta aðra deyða, því að slík eru rök tilveru þeirra, og við hverja minstu athöfn okkar í þessum heimi ættum við á hættu að valda dauða einhvers. Og þegar svo er komið, er öll við- leitni hans einskorðuð við það „að reyna að skilja alla menn og vera ekki svarinn óvinur neins.“ Hann er einn af þessum góðu, mein- lausu mönnum, sem lifa, hrærast og á endanum deyja í hinum afkróaða heimi „Plágunnar“. „PIágan“ kom út í júní 1947. Hún hefur verið þýdd á íslenzku, að líkindum beint úr frum- málinu, af Jóni Óskari . . ., að því er mér finst, mjög prýðilega. Það var hrópað, að þessi skáldsaga hefði á sex mánuðum náð þeirri útbreiðslu (sölu) og áhrifum, sem tekið hafði „Condition humaine" fimtán ár að öðlast, þrátt fyrir hamagang og langtum betri aðstöðu höfundar þeirrar bókar, Malraux. Það var tal- um um, að „Plágan“ væri ein af þess- um stórpólitísku sögum, sem stór- meistarar gagnrýninnar myndu gera að stórviðburði „á heimsmælikvarða“. 58 DAGSKRÁ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.