Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Qupperneq 83

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Qupperneq 83
ingar- og viðskiptatímamót í sögu íslenzku þjóðarinnar". Með öðrum orðum saga um ör- lög íslenzku þjóðarinnar síðustu árin. Þar hefst frásögnin, að ungur maður íslenzk- ur, Aki Geirsson frá Hellisvík, situr niðri á einum af hafnarbökkum Manhattaneyjar og les Njálu. Hann bíður eftir skipi, sem er að koma heiman frá íslandi. Áki er sögumaður höfundar og segir víðast frá í fyrstu persónu. Þegar sagan hefst, hefur hann dvalizt nokkra mánuði í New York, en finnur engu að síður, þegar fossinn íslenzki kemur og skipverjar á- varpa hann, að honum er orðið stirt um móð- urmál sitt. Með skipinu kemur ung stúlka, Erla Ólafs. Hún ætlar til Minneapolis til náms þar. Hún er ókunnug í New York, og Áki gerist þar leiðsögumaður hennar. Hún kall- ar hann óðara „verndara sælan“, en hann hana „laukastcrð". Af því segir síðan, að verndarinn velur nýj- an kjól á laukastorð sína, og er mjög fjölyrt um smekkvísi hans á kvenfatnað. Þau sofa saman nóttina eftir, en að morgni fer laukastorð vestur til Minneapolis. Þá verður það tíðinda, að Áki tekur nýtt herbergi á leigu. Jafnskjótt og hann mælir hÚ6- móðurina á nýja staðnum málum, heyrir hann, að enska er ekki móðurmál hennar. Frúin sér óðara, að Áki er menntamaður, sennilega rit- höfundur eða námsmaður við Columbiaháskól- ann, sem er þarna skammt undan. Næst segir af því, að æskuvinur Áka og leik- bróðir, Þorlákur Hákonarson heildsali í Reykja- vík, kemur til New York í verzlunarerindum. Hann Ieitar Áka uppi og kemst fljótlega í kunningsskap við dóttur húsmóður hans, en sú er verðandi söngkona. Sá kunningsskapur leið- ir til þess, að þeir leikbræðurnir fornu fara á- samt dóttur hússins cg vinstúlku hennar á bað- strönd. Hún heitir Helena og vinnur hjá út- gáfufyrirtæki. í þessari för er Áki kallaður „drumbur". Lfður nú skammt, unz Helcna hringir til hans og býður honum í skemmti- ferðalag, sem Áki þiggur. í þeirri för rekur hann ævi sína fyrir Helenu, les henni smásögu eftir sig og sefur hjá henni. Er hann kemur heim aftur, bíður hans bréf frá Erlu Ólafs, sem raunar hafði verið efst í huga hans allt til þessa. I bréfinu biður hún Áka að taka á móti sér, er hún komi til New York, hefur komið, meðan hann var í reisunni með Helenu, og er honum nú týnd í stórborginni. Áki heldur því áfram að hafa gaman Helenar og gæði, og hún DAGSKRÁ kemur sögu hans á framfæri við útgefanda þann, sem hún vann hjá, en án árangurs. Nú kemur til sögunnar Hallmundur Hólm- fjörð, sportfífl utan af íslandi. Hann færir Áka bréf og þúsundir dollara frá Þorláki. Biður Þorlákur æskuvin sinn að ná sambandi við Erlu Ólafs, kosta hana til kjólamenntar og ráða sem forstöðukonu í tízkuhús sitt. Verða til sögunnar hraðir atburðir. Áki lætur ráðninguna lönd og leið og leitar Erlu ekki, en þá vill svo til, að hann hittir hana í brennivínsboði hjá íslenzkri verzlunar- sendinefnd. Þar vill hún lítt þýðast hann, ek- ur brott með ölmóðum heildsala, lendir í bíl- slysi, særist ekki, en fær taugaáfall. Áki er kvaddur til af lögreglunni, því að konan hafði nafn hans og símanúmer í pússi sfnum. Þarna hirðir Áki Erlu örvita, fer með hana heim í ból sitt, og hefjast nú stríðlegar ástir þeirra á nýjan leik. Um Helenu hirðir Áki ekki að sinni. Svo æxlast nú, að Áki ræður Erlu til Þor- láks, og eftir hóflegan ta'ma kemur Láki aftur til New York. Hefst þá æðimikil togstreita milli vinanna. Þorlákur vill eiga vingott við Erlu um skör fram, en Áki vill ógjarna sleppa. Enn fremur vill Þorlákur fá Áka með sér til ís- lands. Hann hefur í hyggju að bjóða sig fram til þings, og Áki á að verða eins konar and- Iegur brimbrjótur hans í kjördæminu, fæðing- arsveit þeirra. Þeir vinirnir báðir höfðu hlotið uppeldi sitt meðal verklýðshreyfingar í litlu sjóþorpi, og Áki hefur lengi verið málstað lít- ilmagnans trúr. Hann er „sósíaldemókrat" og svíkur ekki málstað alþýðunnar. Svo fer baráttan um ungfrúna Erlu, að Þor- lákur fær hana með sér í skemmtiför til Boston, en Áki situr eftir með sárt ennið. Er hún kemur aftur úr þeirri ferð, hringir hún til Áka til þess að skýra framkomu sína. Kemur þá upp úr dúrnum, að konan hefur barnung látið giljast af læknisfræðistúdent og síðan engum manni unnað heilum huga. Er það nú helzt áform hennar að hafa gott af Þorláki, en ala lækninum barn, sé hann fáanlegur til þeirra framkvæmda, sem slíkt fyrirtæki krefst. Áki gerist því viljandi strandaglópur, gengur niður á hafnarbakka þar í New York, hendir handriti að skáldsögu, sem hann hefur haft í smíðum, í Hudson River, hringir til konunn- ar Helenu, sem hans bíður opnum örmum, og leggur af stað þangað. Sú er í stórum dráttum þessi örlagasaga. 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.