Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Qupperneq 84

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Qupperneq 84
Það er greinilegt, að höfundur Kaupangs býr yfir töluverðri frásagnargleði. Sagan streymir fram. Þetta gæti verið mikill kostur þeim manni, sem ætlaði sér ekki alvarlegra við- fangsefni en framleiða nokkrar arkir af lestrarefni til þess að veita farþegum í lang- ferðavögnum eða fólki í biðstofum þægilega dægrastytting. Hins vegar getur það orðið skeinuhætt þeim höfundi, sem semja vill örlaga- sögu eða gerir yfirleitt kröfu til þess að vera talinn skáld. Þá gætu átök og glíma við efnið orðið vænlegri til árangurs. Ef til vill er það líka megingalli þessa verks, hversu létt höf- undi er um málbeinið og hve fyrirhafnarlaus allur gangur sögunnar er. Höfundur virðist naumast taka heils hugar á nokkru vanda- máli. Hálfverkin eru verst. Höfundur, sem finnur ekki til með persónum sínum af ein- lægni, getur naumast vænzt þess, að lesendur hafi samúð með þeim. Það, sem ekki kemur frá hjartanu, nær heldur ekki til hjartans. Gallar þessarar sögu eru sorglega margir. Til þess að hneyksla strax í upphafi það fólk, sem er svo upphafið og brennandi í andanum, að það velgir við greinarmerkjum og sundlar við stafsetningu, skal ég taka það fram, að bókina lýta margar og hirðuleysislegar prentvillur. Slíkt er auðvitað ekki annað en sóðaskapur. Það er svipaðrar ættar að ganga með skít undir nöglunum og nenna ekki að rita mál sitt rétt eða vera að minnsta kosti sjálfum sér samkvæmur í stafsetningu. Og skáld, sem lýsir baði og ilmandi sápu eitthvað í kringum tíu sinnum í ekki lengra verki, ætti einnig að vcra svo þrifið í andanum að láta ekki frá sér fara bók með a. m. k. helmingi fleiri sóðaprent- villum en baðlýsingum. Ég vona, að „Hví skyldurðu', bls. 71, sé prentvilla. Mál höfundar ber sums staðar nokkurn keim af ensku. Ef til vill er slíkt viljandi gert í því skyni að líkja eftir málfari þeirra Amer- íkumanna, sem orðræður eiga í sögunni. Af slíkum enskum hermiklausum þykir mér þessi óhugnanlegust á bls. 160: „A, hr. Gerson, ég tek yður upp í lyftunni, sjálfsagt, ungi mað- ur, til þess er lyftan.“ Þarna er um það að ræða, að húsmóðir Áka ætlar að fara með hann upp í lyftunni. Við slík tækifæri segir lyftufólk gjarna á ensku: I rake you up. En á íslenzku hljómar setning- in á þá lund, að frúin hafi ætlað að stunda einhvers konar lyftingar á leigjanda sínum, grípa hann á bakið eða jafnhatta hann. Sem dæmi um ósamkvæmni skal ég geta þess, að þjónn er á bls. 153 nefndur skutul- sveinn, en fjórum bls. aftar, bls. 157, skutils- sveinn. Þetta er í ætt við sóðaskapinn. Á bls. 111 er því lýst, að Áka langar til að vita, hvernig vinkonur hafi kynnzt, og hann segir: „Þið eruð ólíkar vinkcnur. Hvernig lenti ykkur saman?“ Að einhverjum lendi saman, hef ég hingað til skilið á þá lund, að einhverjir lendi í sennu, rifrildi eða áflogum. Að einhverjir lendi saman, hef ég hins vegar heyrt sagt um þá, sem hittast (einkum af tilviljun). Á bls. 28 er rætt um „elskendur, sem vöfðu hverja aðra örmum“. Skaði var, að Þorsteinn Erlingsson kunni ekki svo tigið málfar, er hann orti: — Hver vinur annan örmum vefur. Það, sem hér hefur nefnt verið um frágang og málfar höfundar, er aðeins gripið af handa- hófi sem dæmi, en gnægðir þess háttar eru slíkar, að endast mætti f drjúglanga ritgerð. Mál höfundar er markað mikilli tilgerð. Sér- staklega verða samtöl bókarinnar átakanlega hart úti af þeim völdum. Það er ekki einu sinni svo vel, að samtölin séu dauð eða bók- leg eins og stundum er kallað. Þau eru merki- legur bastarður af máli. Það er alkunna, að skólastrákar taka stundum í þröngum hópi upp málfar, sem er illskiljanlegt öllum þeim, sem ekki þekkja náið til. Oft hljómar þetta mái sem sindrandi fyndni í eyrum þeirra, er þekkja þær aðstæður og atvik, sem til setn- inganna liggja, en sú kímni fellur dauð niður í eyrum allra annarra. Mikið af samtölum bókarinnar minnir á þess háttar málkynblendinga. Af þeirri ætt er einnig sú árátta höfundarins að gefa persón- um einhver viðurnefni eða gælunöfn eins og „verndari", „laukastorð", „drumbur", „fögur- kinn“. Ég hef þegar getið þess, að mér virðist höf- undur búa yfir töluverðri frásagnargleði, en þegar kemur að persónusköpun hans, verður þráðurinn öllu hnökróttari. Tvær persónur bókarinnar eru þó ekki ó- sennilega gerðar og ekki alls óskemmtilegar, þó að nokkuð séu ýktar, þeir svarabræður Þor- lákur heildsali og Hallmundur Hólmfjörð. Sá er þó galli á, að í rauninni eru þeir sama per- sónan. Hallmundur kvað að vísu vera Þorláki 82 DAGSKRÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.