Félagsbréf - 01.07.1958, Síða 9
PÉLAGSBRÉF
5
greinum, að nöturlegn böðlar en áður eru dæmi um halda nú
allverulegum hluta heimsins i greip sinni og hafa setuliö í flest-
um eða öllum löndum hins hlutans. Væri því varla ófyrirsynju,
þó a'ð lýðræðisöfl þess hluta teldu nokkru varða að lægja inn-
byrðis deilur og standa þétt saman gegn þessari hættu, sýndu
hvert öðru hollustu og smáríkjum sanngimi i stað þess að leyfa
vofu sundrungar að leika lausum liala.
„Friaiýst land'*.
Og meðan þeir brýna hnifana i Peking og Moskvu, ganga
nokkrir lýðræðislega þenkjandi menn á Islandi í samstarf með
kommúnistum og stofna með þeim félag undir nafninu „Frið-
lýst land“ — fagurt nafn, sem felur sannarlega í sér það, sem
alla dreymir Um, en erfiðara mun að ná og varðveita en um
að tala, eins og nú standa sakir. Þetta félag sendir menn um
landið til fundarhalda og krefst þess, að ísland segi skilið við
samtök lýðræðisþjóða og gerist hlutlaust, og þá um leið, a. m. k.
frá sjónarmiði kommúnista, umburðalynt gagnvart, eða jafnvel
hlynnt, böðulsverkum og fjötrum.
Óþarft er að undrast, þó að kommúnistar stofni slíkt félag.
Allt þeirra starf miðar að einu, — að færa oss austar og austar,
unz oss eru sömu örlög búin og Ungverjum og Tékkum. Hitt
er ískyggilegra, þegar lýðræðissinnaðir menn leggja fram krafta
sina í þágu þessa markmiðs.
Auðvitað eru þeir í þeirri góðu trú, að þeir miði að allt öð/ru.
En til þess eru vítin að varast þau. Þvi aðeins náðu kommún-
istar völdum í Tékkóslóvakíu og víðar, að lýðræðissinnaðir menn
treystu fagurgala þeirra og gengu til samstarfs við þá. Komm-
únistar sviku þá svo í fyllingu tímans, á sama hátt og þeir sviku
Imre Nagy með fögrum loforðum út úr sendiráði Júgóslavíu í
Búdapest til þess að geta myrt liann.
Lýðrædissinnar í slæmum félagsskap.
Vér efum eigi, að lýðræðissinnaðir menn, sem stofnað hafa
með kommúnistum og undir stjóm þeirra félagið „Friðlýst land“,