Félagsbréf - 01.07.1958, Page 11

Félagsbréf - 01.07.1958, Page 11
eyvindjohnson Skáldsagnahöfunduriim og verk hans Erindi flutt í Háskóla íslands 21. apríl 1958 J^G þakka Háskóla Islands fyrir að sýna mér þann sóma að bjóða mér hingað. Það, sem ég ætla að segja hér, er ekki neitt nýtt. Það hefur áður verið sagt, á margan hátt, en efnið er þannig, að skáldsagnahöfundur getur ekki leitt það hjá sér til lengdar, það er svo nátengt starfi hans, það er samrunnið lífi hans. Það vita allir nú orðið, — einkum fyrir tilstilli vikublaðanna —, hvernig farið er að því að skrifa skáldsögu. Aðferðin er sú, eins og kunnugt er, að maður sezt niður og skrifar skáldsöguna. Stundum verður maður sér úti um eina eða tvær hug- myndir og ofurlitla lífsreynslu, hið síðarnefnda er þó ekki öldungis óhjákvæmilegt, að því er virðist. Og sé maður iðinn við að skrifa, þá verður skáldsagan að lokum fullgerð. Þegar liandritið er til, er lialdið á því til útgefandans. Útgefand- inn tekur höfundinum tveim höndum, kyssir hann á báða vanga eða ef til vill á munninn, ef skáldkona er á ferð, og greiðir stórfé út í hönd. Eftir stuttan tíma kemur skáldsagan í bókaverzlanir. Það er skrifað um hana í öll blöð landsins sama daginn, og ritdómar- arnir fullyrða að þessi bók sé meistaraverk. Höfundurinn er þá orðinn frægur maður, þegar hann vaknar daginn eftir að bókin kom út. Eftir viku eða svo er liann orðinn milljónamæringur, og þegar búið er að gera kvikmynd, leikrit og óperu úr bókinni og flytja liana í útvarpi og sjónvarpi og þess á milli þýða hana á öll heimsins tungumál, þá hefur höfundi hlotnazt svo mikill sómi, að hann kiknar undir byrðinni, og svo mikið af peningum, að það er von- laust verk að ætla sér að telja þá. Já, svona.er hann þessi vinsæli og síungi draumur um að semja skáldsögu og sigurbraut hennar. Draumurinn sá á sjaldnast neitt skylt

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.