Félagsbréf - 01.07.1958, Page 13

Félagsbréf - 01.07.1958, Page 13
PÉLAGSBRÉP 9 Einn sinni, árið 1923, hitti ég í Berlín einkennilegan mann, sem átti sér þá, þennan kalda vetur á verðbólgueymdarárunum, fyllilega nothæfa en ekki sérlega frumlega lieimspekikenningu. Aðferð lians til að ná einhverri ánægju úr hrollinum var einföld. Hann sagði: Þegar ég liátta á kvöldin í ísköldu herberginu, vef ég teppinu vand- lega utan uni mig. Þegar mér er orðið sæmilega hlýtt, þá sting ég öðrum fætinum út undan teppinu og læt mér kólna á honum dá- litla stund, — það er svo notalegt á eftir að finna ylinn undir teppinu. Þessi maður vissi hvað liann söng. Hann liafði lifað það flest, sem Evrópu- tnaður gat reynt frá upphafi fvrri heims- styrjaldar til ársins 1923. Ekki er held- ur erfitt að gera sér í liugarlund, hvað fyrir hann liefur komið eftir 1933, frjálslyndan og róttækan höfund. Ég ímynda mér, að liann liafi viljað finna það, minna sjálfan sig á það, að ekki var alls staðar notalegur ylur og öryggið aðeins stundarfyrirbrigði. Þannig er þessu einnig farið nú. Sá þjáninganna efniviður, sem höfundi býðst á sjötta tug tuttugustu aldarinnar, verður ekki mældur eða veginn. Hann hlýtur, liann verður að skyggnast þar Eyvind Johnson. tnn, en samt á hann að minni liyggju ekki mikinn siðferðilegan rétt á því að boða vonleysi og bráða glötun. Það er einnig til annað yrkisefni. Það er hinn virki dag- ur starfsins, dagur kyrrlátra anna eða óróa og ákafa við störf handar og huga. Höfundurinn getur glímt við umhverfið, og liann getur sótt yrkisefni í náttúruna, í ævintýri sjávar, skóga og fjalla, í sveitalífið, ferðalög og þá sögu, sem kennir okkur eitt- hvað um nútímann. I lieimi starfsins er þjáning til en einnig afgangsgleði, öryggisforði, sem kalla má liamingju, og enn er fleira til að vinna úr, til dærnis gleði liópsins, ánægjan af samvistum við aðra, ástaryndi karls og konu og gleðistundir á lieimilinu. Þess vegna eiga menn ekki rétt á því að lialda því fram að heimurinn sé svo fullur af þrautum, að allt sé hégómi og úr verði bara stríð °g pest og einhvers konar víti að síðustu.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.